Morgunblaðið - 28.09.2015, Side 1
M Á N U D A G U R 2 8. S E P T E M B E R 2 0 1 5
Stofnað 1913 227. tölublað 103. árgangur
ÁSTRALÍA HEILLAÐI
LANDNEMANN
SEINT Á 19. ÖLD
GLORÍUR Á
KÓLUMBÍSKU
KAFFIHÚSI
MUNKLÍFIÐ
HEILLAÐI KLARIN-
ETTULEIKARANN
Á FERÐ UM ÍSLAND 12 VINIR GEFA ÚT PLÖTU 26VINUR LANDEYINGS 10
Ingvar Smári Birgisson
isb@mbl.is
Þingmannafrumvarp sem liggur fyr-
ir Alþingi, sem skyldar fjölmiðlaveit-
ur til að texta íslenskt myndefni,
gæti kippt grundvellinum undan
rekstri lítilla sjónvarpsstöðva. Fyrsti
flutningsmaður frumvarpsins er
Svandís Svavarsdóttir, þingmaður
Vinstri grænna, en meðflutnings-
menn eru úr Sjálfstæðisflokki,
Framsókn, Samfylkingu og VG.
„Ég myndi gjarnan vilja gera
þetta en þetta myndi bara slökkva á
ÍNN. Og ég fullyrði á öllum litlu
stöðvunum. Ekki nema þá að það
myndi fylgja frumvarpinu að stofn-
aður yrði sérstakur sjóður sem kost-
aði þetta. Kostnaðurinn við text-
unina er nefnilega alveg gríðar-
legur,“ segir Ingvi Hrafn Jónsson,
eigandi sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN.
Einnig er óvissa um hvort Hring-
braut og N4 geti staðið undir kostn-
aði við textun. Markmið frumvarps-
ins er að gera sjónvarpsáhorfendum,
sem eru heyrnarlausir eða heyrnar-
skertir að því marki að þeim gagnast
ekki talmál í sjónvarpi, kleift að
njóta sjónvarpsefnis á íslensku.
„Myndi slökkva á ÍNN“
Frumvarp sem skyldar fjölmiðlaveitur til að texta íslenskt myndefni gæti kippt
rekstrargrundvelli undan litlum sjónvarpsstöðvum „Gríðarlegur kostnaður“
MYrði litlum … »4
Um frumvarpið
» Samkvæmt útreikningum
365 miðla ehf. mun kostnaður
fyrirtækisins vegna textunar
aukast um 20-25 milljónir
króna á ársgrundvelli verði
frumvarpið að lögum.
Aðskilnaðarsinnar í Katalóníuhéraði
á Spáni fóru með sigur af hólmi í
þingkosningum sem haldnar voru í
sjálfstjórnarhéraðinu í gær. Artur
Mas, forseti héraðsstjórnarinnar,
lýsti í gærkvöldi yfir sigri frammi
fyrir fjölda stuðningsmanna sem
veifuðu fánum Katalóníu undir ber-
um himni í Barcelona.
„Við höfum lýðræðislegt umboð
sem gefur okkur mikið lögmæti til
að halda áfram með áætlanir okkar,“
sagði Mas við þá sem þar voru
staddir.
Lýðflokkur forsætisráðherrans
Mariano Rajoy vísaði niðurstöðunni
á bug og segir í yfirlýsingu að flokk-
urinn muni halda áfram að berjast
gegn sjálfstæði héraðsins. „Ríkis-
stjórnin mun vinna að því að tryggja
áframhaldandi einingu Spánar,“
sagði talsmaðurinn Pablo Casado við
fréttamenn í Madríd.
Þegar 98% atkvæða höfðu verið
talin var ljóst að bandalag aðskiln-
aðarsinna, Junts pel Sí, myndi ná al-
gjörum meirihluta á þinginu ef það
tæki höndum saman við róttæka
vinstriflokkinn CUP. Saman eru
flokkarnir með 72 sæti á þingi en þar
sitja 135 þingmenn. »15
Katalónar
á útleið úr
Spáni
AFP
Sigur Artur Mas fagnar úrslitunum.
Aðskilnaðarsinnar
geta myndað meirihluta
Ólík eru haustverkin. Sumir fara í líkamsrækt til
að ná af sér grillspikinu, aðrir taka slátur en
einnig eru þeir til sem slá grasið á þekjunni eins
og þessi maður í Laugarnesinu í gær. Ekki veitir
af þar sem grasspretta hefur verið góð í hlýind-
um síðustu vikna á suðvesturhorninu.
Morgunblaðið/Golli
Snyrtir úfið þakið
fyrir veturinn
Ari Edwald,
forstjóri Mjólk-
ursamsölunnar,
útnefndi umboðs-
menn skyrsins í
Finnlandi heims-
meistara í skyr-
sölu á skyrhátíð
sem efnt var til í
Helsinki um
helgina. Sala á
skyri hefur stór-
aukist þar í landi og á síðasta ári
seldust um 3.000 tonn. Búast má við
því að salan verði hátt í 5.500 tonn á
þessu ári en hún var 150 tonn fyrsta
árið. Nú eru liðin fimm ár frá því
sala á skyri hófst í Finnlandi. »6
Útnefndir heims-
meistarar í skyrsölu
Skyr Íslenska skyr-
ið er vinsælt ytra.
Um 2.600 Íslendingar, þar af rúm-
lega 100 börn og ungmenni, fengu
ávísað þunglyndislyfið Seroxat í
fyrra, en rannsóknir sýna að notkun
lyfsins getur aukið líkurnar á sjálfs-
vígi hjá ungu fólki. Varað hefur verið
við notkun ungmenna á lyfinu í mörg
ár, eða frá því að rannsókn sem gerð
var árið 2001 leiddi þessar auka-
verkanir í ljós. Ný rannsókn, sem
greint er frá í nýjasta tölublaði
breska læknatímaritsins British
Medical Journal, staðfestir niður-
stöður þessarar fyrri rannsóknar.
Magnús Jóhannsson læknir, sem
hefur eftirlit með lyfjaávísunum hjá
Embætti landlæknis, segir að öll
lyfjameðferð við þunglyndi geti falið
í sér aukna áhættu á sjálfsvígi.
Sterkar vísbendingar séu um að Ser-
oxat gagnist þunglyndum börnum.
Samkvæmt umfjöllun danskra
fjölmiðla hefur notkun lyfsins leitt til
sjálfsvígs dansks ungmennis. Rúna
Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri
Lyfjastofnunar, segir stofnunina
ekki hafa fengið upplýsingar um að
notkun lyfsins hafi haft slíkar afleið-
ingar hér á landi. »16
Yfir 100 börn fengu þunglyndislyf sem
sagt er geta aukið líkurnar á sjálfsvígi
Morgunblaðið/Kristinn
Geðlyf Talið er að notkun Seroxats
geti aukið líkur á sjálfsvígum.
Varað við notk-
uninni í mörg ár
Foreldrar barna sem stunda
knattspyrnu vilja að skipt verði um
undirlag á gervigrasvöllum þar sem
notast er við dekkjakurl. Þetta er
meðal þess sem kom fram á fjöl-
mennum íbúafundi þar sem fulltrúar
borgarinnar sátu fyrir svörum.
Greint hefur verið frá því að
krabbameinsvaldandi efni séu í kurl-
inu en ekki hefur tekist að sýna með
óyggjandi hætti að það hafi áhrif á
heilsu iðkenda. Viðmælendur á
fundinum eru þó sammála um það
að börnin eigi að njóta vafans. Will-
um Þór Þórsson, þingmaður Fram-
sóknarflokksins, vinnur nú að þings-
ályktunartillögu þess efnis að tekið
verði á vandanum á landsvísu. »6
Þingsályktun
um dekkjakurlið