Morgunblaðið - 28.09.2015, Síða 6
Í FINNLANDI
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Selt er tvöfalt meira af skyri í Finnlandi en
sjálfu upprunalandinu, Íslandi. Ari Edwald,
forstjóri Mjólkursamsölunnar, útnefndi
umboðsmenn skyrsins í Finnlandi heims-
meistara í skyrsölu á skyrhátíð sem efnt var
til í Helsinki um helgina. Hann tók jafnframt
fram að Finnar ættu enn langt í land með að
ná heimsmetinu í skyrneyslu miðað við höfða-
tölu. Þar hefðu Íslendingar vinninginn.
Skyr Finland oy og frumkvöðlarnir sem
standa að baki því og starfsmenn hafa góða
ástæðu til að gleðjast. Þeir halda upp á þau
tímamót að fimm ár eru liðin frá því þeir
hófu að selja skyr frá Íslandi. Fyrsta árið
seldu þeir tæp 150 tonn af skyri og á síðasta
ári var salan komin upp í um 3000 tonn. Í ár
má búast við að salan verði hátt í 5.500 tonn.
Salan í Finnlandi sprengdi strax á öðru ári
innflutningskvóta Evrópusambandsins og nú
er megnið af því framleitt í Danmörku með
aðferðum MS.
Ísland í Helsinki
Af þessu tilefni efndu þeir til skyrhátíðar-
innar í Helsinki. Leigðu litla eyju, Lonna, og
gáfu henni nafnið „Ísland“. Út um alla borg-
ina voru skilti sem sögðu hvað væri lengi ver-
ið að ganga eða sigla til „Íslands“. Þeir buðu
blaðamönnum og fleiri gestum í veislu þar
sem boðið var upp á íslenskar veitingar að
hætti Sigga Hall og skyráhugafólk gat komið
til að smakka skyrafurðir og taka þátt í Ís-
landshátíð. Íslenskar hljómsveitir og plötu-
snúðar skemmtu fólki, meðal annars Retro
Stefson, og margir vildu fá að mynda sig með
Hafþóri Júlíusi Björnssyni, leikara og krafta-
jötni. Eyjan rúmaði fimm hundruð manns í
einu og var áætlað að um þúsund manns
hefðu komið þangað hvort kvöld.
„Við höfum haft þessa hugmynd í þrjú eða
fjögur ár en þetta er dýrt og við höfðum ekki
efni á að hrinda henni í framkvæmd fyrr en
núna,“ segir Mika Leppäjärvi, stofnandi og
aðaleigandi Skyr Finnland oy ásamt Miikka
Eskola. Þeir félagar eru ánægðir með veisl-
una og vissu í gær ekki annað en fólkið væri
ánægt. Geta þess að erfitt sé að fá jafnmarga
blaðamenn til að sýna sig á viðburði og
stoppa þar heilt kvöld. Þeir vonast síðan til
að fá umfjöllun í finnskum fjölmiðlum næstu
daga.
Kynning á landinu
Kristín A. Árnadóttir, sendiherra Íslands í
Finnlandi, segir að kynning á skyri sé jafn-
framt mikil kynning á Íslandi. Finnsku um-
boðsmennirnir tengi skyrið við hreysti og
heilbrigða lífshætti og geri mikið úr upprun-
anum. Í ávarpi Sigmundar Davíðs Gunn-
laugssonar forsætisráðherra, sem sýnt var á
skjá í veislunni, minnti hann á að Finnar og
Íslendingar líktust á ýmsan hátt, töluðu til
dæmis tungumál sem enginn annar skildi. Nú
hefði skyrið bæst við þessi tengsl.
„Ég sá þetta á Facebook,“ segir Heimir
Gunnarsson, fimleikaþjálfari í Finnlandi, sem
mætti á hátíðina með finnskri konu sinni.
„Skyr er orðið ótrúlega vinsælt hér, þeim
finnst það betra en jógúrt. Þegar fim-
leikaþjálfararnir taka sér hlé draga þeir alltaf
upp skyrdósir til að næra sig,“ segir Heimir.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Verðlaunaafhending Eigendur Skyr Finland taka á móti bikar úr hendi Ara Edwald, forstjóra
MS. Stofnendurnir, þeir Mika Leppäjärvi og Miikka Eskola, eru lengst til vinstri.
Finnar heimsmeistarar í skyrsölu
Umboðsmenn MS í Finnlandi fengu viðurkenningu fyrir einstæðan árangur í sölu á skyri á mikilli
skyrhátíð sem þeir efndu til í Helsinki um helgina Byrjuðu að selja skyr frá Íslandi fyrir 5 árum
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2015
mbl.is/askriftarleikur
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Hátt í 200 foreldrar barna sem
stunda knattspyrnu í Reykjavík
komu saman á fundi í Frostaskjóli í
Vesturbæ í gær til þess að ræða um
dekkjakurl á knattspyrnuvöllum við
fulltrúa borgaryfirvalda. Fram hefur
komið að krabbameinsvaldandi efni
eru í dekkjakurlinu og eru foreldrar
uggandi yfir notkun þess en kurlið er
notað á um 80% íslenskra fótbolta-
valla. Unnið er að þingsályktunartil-
lögu um að tekið verði á málinu á
landsvísu.
Eitthvað verði gert fljótt
Freyr Hermannsson, foreldri
barns í KR og einn skipuleggjenda
fundarins, sagði eftir fundinn í gær
að málin hefðu verið rædd af yfirveg-
un en þó hefði augljóslega mátt heyra
á viðstöddum foreldrum að þeim væri
annt um málið. „Foreldrar eru mjög
áfram um það að eitthvað verði gert.
Eitt foreldri nefndi að Reykjavík
væri ekki með áætlun til þess að taka
á vandanum sem stendur og það er í
raun okkar krafa að eitthvað sé gert
fljótt í málunum,“ sagði Freyr. Hann
sagði að á fundinum hefði komið fram
að lagning nýs undirlags á vellina
kostaði 40-60 milljónir og að sumir
þeirra væru komnir á tíma hvað við-
hald varðar. „Við viljum að þetta sé
gert núna,“ sagði Freyr.
Engar sönnur um skaðsemi
Heiða Björg Hilmisdóttir, borgar-
fulltrúi Samfylkingarinnar og for-
maður Heilbrigðisnefndar Reykja-
víkur, sagði að fundurinn gæfi tilefni
til þess að setjast niður og gefa for-
eldrum skýr svör um það hvenær
skipt yrði um undirlag á völlunum.
Hún sagði að ekki hefði verið sett
dekkjakurl á velli sem lagðir hefðu
verið eftir 2010. Því væri um fimm
velli að ræða í Reykjavík. „Það er
ekki búið að færa sönnur á að efni í
kurlinu séu skaðleg og þ.a.l. var ekki
farið í að skipta öllu út tafarlaust.
Engu síður var ákveðið að láta börn-
in njóta vafans og að notast ekki við
dekkjakurlið eftir þann tíma,“ sagði
Heiða. Spurð hvort tækifæri væru til
þess að setja nýja velli á fjárhags-
áætlun næsta árs, svaraði hún að allt
væri hægt í þeim efnum en huga
þyrfti að forgangsröðun.
Alþingi feli ráðherra málið
Willum Þór Þórsson, þingmaður
Framsóknarflokksins, var á fundin-
um. Hann vinnur nú að þingsálykt-
unartillögu um dekkjakurlið. „Hún
snýr að því að Alþingi feli umhverf-
isráðherra að taka málið upp og
vinna það áfram þannig að Umhverf-
isstofnun geri tilmæli eða reglur um
notkun á dekkjakurli á gervigrasvöll-
um, þannig að þær uppfylli ýtrustu
umhverfis- og heilbrigðiskröfur,“
sagði Willum.
Dekkjakurli verði
skipt út tafarlaust
Foreldrar barna sem stunda knattspyrnu funduðu um dekkja-
kurl Börnin njóti vafans Þingsályktunartillaga í bígerð
Morgunblaðið/Golli
Fundur Fulltrúar borgarinnar ræddu við foreldra barna í knattspyrnu um dekkjakurl á gervigrasvöllum.
Nýr skeiðvöllur var vígður á Hólum í
Hjaltadal um helgina að loknum rétt-
arstörfum í Laufskálarétt. Reið skag-
firski knapinn Magnús B. Magnússon
fyrstu hringina á vellinum undir
dynjandi lófataki áhorfenda sem sátu
í brekkunum í hundraðatali.
Landsmót hestamanna verður
haldið á Hólum næsta sumar og segir
Áskell Heiðar Ásgeirsson, fram-
kvæmdastjóri Landsmótsins, að völl-
urinn muni koma að góðum notum
þegar þar að kemur.
„Framkvæmdirnar hafa staðið yfir
í sumar, sérstaklega núna í ágúst og
september. Núna síðustu vikur höf-
um við keppst við að þökuleggja
þannig að það er allt orðið fagur-
grænt og fallegt. Ekki hefur skemmt
fyrir hvað haustið hefur verið gott
hérna fyrir norðan,“ segir Áskell
Heiðar.
Á næsta ári verða fimmtíu ár liðin
síðan Landsmót hestamanna var síð-
ast haldið á Hólum í Hjaltadal. Þykir
aðstandendum mótsins viðeigandi að
fagna því með öðru móti á þessum
sögufræga stað. Á Hólum er æðsta
menntastofnun íslenska hestsins í
heiminum og segir Áskell Heiðar að
Landsmót muni efla skólann veru-
lega. Uppbyggingin muni nýtast hon-
um um ókomna tíð.
„Rætur hrossaræktar liggja marg-
ar til Skagafjarðar og þangað er hægt
að rekja flest hross á landinu. Margir
af öflugustu ræktendum og knöpum
íslenska hestsins um allan heim hafa
gengið hér í skóla. Okkur finnst því
svolítið eins og Landsmótið sé að
koma heim.“ sh@mbl.is
Skeiðvöllur vígður
fyrir Landsmót
Síðast haldið á Hólum fyrir hálfri öld
Morgunblaðið/BJB
Á fleygiferð Hundruð manna fylgd-
ust með vígslunni á laugardag.