Morgunblaðið - 28.09.2015, Side 12

Morgunblaðið - 28.09.2015, Side 12
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2015 REYKJANESBÆR OG NÁGRENNI Á FERÐ UM ÍSLAND Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Í litlu húsi í Reykjanesbæ er bjart yf- ir. Þar situr Guðmundur R. Lúðvíks- son, LED-bóndi landsins, en hann fékk snemma áhuga á LED-ljósum sem hann spáir að verði næsta bylt- ing. Sennilega notum við öll LED- perur með einhverjum hætti í dag, s.s. í símum, jólaljósaseríum, ljósa- perum, LED-sjónvörpum og fleiru. LED-perur hafa þróast mikið á síðustu árum en Japanarnir Isamu Akasaki, Hiroshi Amano og Banda- ríkjamaðurinn Shuji Nakamura hlutu Nóbelsverðlaunin í fyrra fyrir LED- ljós. Segir í niðurstöðu Nób- elsverðlaunanefndarinnar í eðlis- fræði að glóperan hafi lýst upp tutt- Morgunblaðið/Árni Sæberg LED-bóndinn Guðmundur Lúðvíksson á skrifstofunni sinni við Njarðarbraut með kúpul af ljósastaur í fanginu. LED-byltingin er bara rétt að byrja  Bjart er yfir Guðmundi R. Lúðvíkssyni hjá Led ljósum Fyrir og eftir Götur í Los Angeles eru nú orðnar LED-lýstar.  Þegar Morgunblaðið bar að garði í Sandgerði voru nokkrar konur sam- ankomnar til að prófa að leira í gamla Kaupfélagshúsinu. Það var líf og fjör í húsinu, en verið var að búa til krukkur. „Það koma margir leynd- ir hæfileikar fram þegar fólk fer að prófa,“ segir Erla Sigursveinsdóttir sem sá um að kenna konunum. Vörur Erlu fást í Listatorgi í Sandgerði, beint á móti veitingastaðnum Vit- anum. „Sumar hafa prófað áður, en það eru nokkrar nýjar,“ segir hún. Í Listatorginu er hægt að fá alls kyns handunnar vörur frá Sandgerði og bæjunum í kring. „Mest sem við erum með til sýnis er héðan af svæðinu. Það fer gott orð af okkur fyrir vandaðar vörur og hér er vand- að til verka. Galleríið er bjart og skemmtilegt og við höfum fengið mikið hrós frá listafólki sem hefur sýnt í salnum okkar. Núna síðast var finnsk listakona að sýna verkin sín og sú sýning heppnaðist mjög vel,“ segir hún. Morgunblaðið/Árni Sæberg Margir leyndir hæfileikar koma fram þegar fólk fer að prófa  Stærsti nammibar Reykjanesbæjar er í fjölskyldusjoppunni Ungó. Þegar Morgunblaðið bar að garði var Val- geir Magnússon á bak við afgreiðslu- borðið. Valgeir er einn mesti stuðn- ingsmaður Arsenal á Íslandi og ekur um með einkanúmerið Gooner, sem er gælunafn liðsins. „Hér er mikið líf oft á föstudögum og laugardögum þegar verðið á namminu fer niður,“ segir Valgeir, en hann rekur sjoppuna ásamt konu sinni, Þorgerði Sigurbjörnsdóttur, og börnum þeirra. Valgeir segir að þrátt fyrir að vinna og eiga sjoppu sé hann ekki mjög duglegur að stelast í gotteríið sem starir á hann alla daga. „Ég var dug- legri hér áður fyrr. Nú er maður létt- ur, ljúfur og kátur og þá þýðir ekkert að stelast – jafnvel þótt það freisti aðeins.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Stærsti nammibarinn er í Ungó Tíu árum eftir komuna til Íslands frá Kólumbíu hafa Novelia Cald- eron og maður hennar, William Ledesma, opnað kólumbískt kaffi- hús, sem hafði verið draumur þeirra lengi. Novella og William fluttu til Ís- lands árið 2005 og bjuggu fyrstu níu árin sín hér á landi í Reykja- vík. Í fyrra fluttu þau svo í Reykjanesbæ og eftir að hafa gengið með drauminn í maganum í öll þessi ár létu þau hann loks rætast. Nú vinnur öll fjölskyldan saman í litla bakaríinu í Hafnar- götu sem var opnað fyrir rúmum mánuði. „Ég hafði lengi hugsað hvernig ég gæti komið hugmynd minni í framkvæmd. Tungumálið stoppaði mig alltaf. En nú eru stelpurnar mínar altalandi og það hjálpar,“ segir Novelia. Í bakaríinu er margt að finna sem Íslendingar þekkja ekki eins og kólumbískt brauð og snúða, gloríur og fleira. „Okkur langaði að hafa líka eitthvað frá Íslandi en Létu drauminn ræt- ast í Reykjanesbæ  Kólumbískt kaffihús kitlar bragðlaukana Morgunblaðið/Árni Sæberg Dugleg Novelia Calderon, Nerderson Cabrera og Katherine Idarraga fyrir aftan afgreiðsluborðið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.