Morgunblaðið - 28.09.2015, Síða 13

Morgunblaðið - 28.09.2015, Síða 13
Í Reykjanesbæ og Sandgerðisbæ búa rúmlega 16.500 manns, en samanlögð stærð sveitarfélaganna er um 209 ferkílómetrar. Atvinnuvegir á þessu svæði eru margs konar, s.s. verslun og þjónusta og er Kefla- víkurflugvöllur þar mikilvægur þáttur. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2015 Einn fallegasti garður Sand- gerðis er í eigu Helga Valdi- marssonar styttugerðarmanns. Helgi flutti frá Reykjavík árið 2007 til að komast frá áreitinu og kann vel við sig í bænum. Í garði Helga eru fjölmargar styttur og gnæfir sjálfur Ing- ólfur Arnarson yfir þegar rennt er að húsinu. Á milli þess sem Helgi steypir styttur og vinnur með mörg tonn í einu er hann einnig með litlu hlutina á hreinu, eins og handmáluð glös og kertastjakar bera vitni um. „Á veturna er gott að hvíla sig á styttunum og þá mála ég á gler og fer í fínlegri hluti. And- stæðurnar eru miklar og á einni sýningu minni hitti ég mann sem neitaði að trúa því að þetta færi saman; eitthvað svona stórt eins og styttugerð og lítið og smátt eins og málun á gler.“ Næsta verkefni Helga er að gera styttu af hafmeyju og tveimur börnum til minningar um börn sem fórust á 19. öld. „Svo er stefnan að gera dreka í garðinn minn sem sex til átta börn geta setið á bakinu á. Það getur orðið spennandi,“ segir hann spenntur. benedikt@mbl.is Helgi Valdimarsson styttugerðarmaður í Sandgerði Morgunblaðið/Árni Sæberg Lífsmottó „Allt frá öllu og engu, upp í ekki neitt og allt þar á milli.“ Þetta dreymdi listamanninn eina nóttina og skrifaði niður. Stórar sem smáar úti um allan garð Töffari Mikki mús vekur lukku. ugustu öldina en LED-ljós muni lýsa upp 21. öldina. Þá sagði nefndin einn- ig að peran sparaði orku og nýttist í baráttunni gegn hlýnun jarðar. Það er einmitt umhverfisvæni og sparneytni þátturinn sem er Guð- mundi svo hugleikinn. Hann segir að það sé lítið mál að spara með LED- perum. „Nú þarf Ísland að fara að LED-væða sig þannig að þjóðin geti orðið samferða öðrum Evrópu- þjóðum. Helst vildi ég LED-væða landið strax,“ segir hann og bendir á að Bandaríkin fóru að LED-væðast árið 2002 og Evrópuþjóðir fylgdu í kjölfarið. Hann segir að Ísland hafi setið á hakanum. „Þetta ævintýri byrjaði á fullu í heiminum árið 2002 og ég veit ekki af hverju við erum ekki þátttak- endur. Ávinningurinn er svo mikill. Við vitum núna að það er allt að 92% sparnaður með LED-væðingu. Ef götulýsing, skólar, opinberar bygg- ingar og fleira yrði LED-vætt þá er- um við að tala um sparnað upp á ansi margar milljónir og jafnvel milljarða. Sem dæmi hefur verið reiknað að ef hvert heimili skiptir út tíu gömlum 60 vatta perum og fer í 5 vatta LED- perur þá er sparnaðurinn 1,2 millj- ónir kílóvattstunda,“ segir hann. Guðmundur segir að þróunin sé hröð í LED-perum og íþróttasalir, götur, götumerkingar, bílastæði og fleira sé nú með LED-ljósum. „LED er rafbúnaður og það er hægt að setja hvað sem er inn í peruna. Það er hægt að setja WIFI-kerfið, mynda- vélina og brunavarnarkerfið, og margt af því sem venjulegt heimili notar er allt í einu komið inn í eina peru. Þetta hljómar pínu klikkað, en er engu að síður staðreynd.“ Fljótt að borga sig upp Hann segir að það sé mikill sparnaður að skipta og leiti heimili sér upplýsinga má finna góð kjör. Guðmundur er ekki aðeins með heim- ili í viðskiptum heldur einnig mörg sveitarfélög, hótel, fiskvinnslur, verslanir og stór og minni fyrirtæki. „Það skiptir máli að leita sér upplýs- inga um verð og annað. Götulýsing kostar mikið fyrir sveitarfélög og það eru nokkur byrjuð að LED-væða sín- ar götulýsingar. Má til dæmis nefna að Akranes, Höfn, Ísafjörður og Reykjanesbær hafa þegar hafið þetta ferðalag þar sem sparnaðurinn er lát- inn fjármagna kostnaðinn. Ávinning- urinn er verulegur.“ Í skrifstofuhúsinu og heildsöl- unni Ludviksson ehf. við Njarð- arbraut 3 er margt að finna, allt frá minnstu bílaperum og upp í stóra ljósastaura. Hann er með alla flóruna af perum – bjartar og skærar. Skemmtileg bylting „Þetta er skemmtilegur heimur og þetta er skemmtileg bylting sem við erum að stíga inn í. Við sjáum hreinni lýsingu á götunum, dagsljós í lýsingu og minnkandi ljósmengun.“ Aðdáendur Formúlu 1 kannast við brautina í Abu Dhabi, en þar er keppt að svörtu kvöldlagi en brautin er lýst með LED-perum. „LED er gömul uppfinning. Það eru mörg ár síðan Eurovision tók þessa tækni upp á sína arma. Á síðustu árum er svo búið að fullkomna þessa tækni og byltingin er rétt að byrja,“ segir Guð- mundur. Ljósmynd/EDGE Photographics Ljós í myrkri Formúlu-brautin í Abu Dhabi er LED-lýst. Þegar Los Angeles-borg ákvað að skipta yfir í LED- lýsingu í götulýsingu sinni tók verkið þrjú ár. Alls var skipt um 140 þúsund ljósastaura og hefur rafmagns- reikningurinn lækkað um 60%, sem sparað hefur skatt- greiðendum borgarinnar sjö milljónir dollara og minnk- að kolefnisútblástur um 47 þúsund tonn á hverju ári. „Það er eins og að taka 10 þúsund bíla af götunum og það skiptir borg eins og Los Angeles miklu máli,“ sagði Bill Clinton, þegar skipt var um síðustu peruna í borg- inni þar vestanhafs árið 2013. 10 þúsund bílar af götunum BILL CLINTON KOM AÐ LED-VÆÐINGU LOS ANGELES Bill Clinton viðskiptavinir okkar vildu það ekki. Sögðu að hér ættu að vera kólumbískar vörur, eitthvað með bragð af okkar menningu, og þá yrði staðurinn einstakur,“ segir Katherine Idarraga, dóttir þeirra Norellu og Williams. Hún segir að pabbi sinn sé kokkur og hafi áður rekið lítið fjölskyldufyrirtæki heima í Kólumbíu. „Mamma og pabbi voru oft að hugsa um að opna svona stað. Pabbi er kokkur en þetta var allt- af bara hugsun. Svo var skyndi- lega ákveðið að kýla á þetta. Við, ég, systir mín Alegandra og pabbi, erum oftast hér og svo kemur mamma líka stundum. Í Kólumbíu vorum við líka með lít- inn rekstur þar sem fjölskyldan vann saman. Það er auðvelt og skemmtilegt að fjölskyldan sé að vinna saman,“ segir Katherine. Í hádeginu er boðið upp á rif, súpu og hamborgara og jafnvel fisk og franskar. „Við hlustum á viðskiptavini. Við viljum þóknast þeim. Snúð- arnir okkar til dæmis eru hefð- bundnir kólumbískir snúðar – ekki með súkkulaði eins og þeir ís- lensku – en margir sögðu við okk- ur að þeir yrðu betri með súkku- laði og þá breyttum við þeim bara. Við hlustum og viljum bjóða það sem fólkið vill,“ segir hún. Og Novelia segir ákaflega gott að búa í Reykjanesbæ. „Hér er gott að vera og gott að búa. Fyrsta vikan var erfið eftir að við opnuðum því þá komu margir og smökkuðu en keyptu ekki. En núna eru íbúar hér komnir upp á lagið með okkar vörur og það koma margir að kaupa brauð, ostabollur eða hvað sem er. Von- andi mun okkur ganga vel.“ benedikt@mbl.is • Konica Minolta fjölnotatækin (MFP) eru margverðlaunuð fyrir hönnun, myndgæði, notagildi, umhverfisvernd og áreiðanleika. • Bjóðum þjónustusamninga, rekstrarleigusamninga og alhliða prentumsjón. • Viðskiptavinir Kjaran eru lítil og stór fyrirtæki, stofnanir og prentsmiðjur sem eiga það sameiginlegt að gera kröfur um gæði og góða þjónustu. • Kjaran er viðurkenndur söluaðili á prentlausnum af Ríkiskaupum. Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is BLI A3 MFP Line of the Year: 2011, 2012, 2013, 2014 bizhub margverðlaunuð fjölnotatæki BLI Pro Award: 2013, 2014

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.