Morgunblaðið - 28.09.2015, Side 26

Morgunblaðið - 28.09.2015, Side 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2015 SCREEN- OG RÚLLUGARDÍNUR Láttu sólina ekki trufla þig í sumar Henta vel þar sem sól er mikil en þú vilt samt geta séð út Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu Hringdu og bókaðu tíma í máltöku Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. Sími: 588 5900 ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík. Sími: 421 2061 Glerárgötu 32, Akureyri. Sími: 462 5900 ▪ alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán.-fös. 10-18Íslensk framleiðsla eftir máli Meiri gæði Meira úrval VIÐTAL Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Félagarnir Áskell Másson og Einar Jóhannesson sendu nýlega frá sér plötuna Music for Clarinet. Vinátta og samstarf þeirra á sér langa sögu og hefur verið báðum giftusamt. „Okkar kynni ná yfir nokkra ára- tugi og ætli það hafi ekki verið ein- hvern tímann á árinu 1978 þegar ég samdi klarínettkonsert fyrir Einar,“ segir Áskell en hann hafði þá heyrt Einar spila á tónleikum og í upp- töku. „Ég var á þessum tíma að gæla við þá hugmynd að semja konsert fyrir klarínett og sinfón- íuhljómsveit og konsertinn sem ég samdi þá fyrir Einar var unninn upp úr mínu fyrsta hljómsveitarverki sem ég skrifaði á árinu 1976, þá að- eins 23 ára.“ Einar var búsettur á Englandi á þessum árum og minnist fyrstu funda þeirra Áskels árið 1979. „Ég bjó í Englandi á árunum 1969 til 1980 og var svo heppinn að geta komið oft heim til Íslands og í einni slíkri ferð árið 1978 hitti ég Áskel á förnum vegi í desemberblíðunni rétt fyrir jólin. Við mæltum okkur mót og þegar við hittumst þá sýndi Ás- kell mér heilan klarínettukonsert sem hann hafði nýlokið við að semja. Við lásum verkið saman og spjöll- uðum um konsertinn,“ segir Einar en hann hefur að eigin sögn alltaf nálgast tónlist, gamla sem nýja, á mjög persónulega hátt. „Ég virðist hafa haft þau áhrif á Áskel að hann endurskoðaði nokkra hluti og gerði vissar breytingar á konsertinum. Ég frumflutti síðan konsertinn með Sinfóníunni í gamla góða Háskólabíói undir stjórn Páls Pampichler Pálssonar. Síðan gerði útvarpið upptöku af verkinu sem var svo sent á alþjóðaþing tónskálda í París – kallað Rostrum – þar sem fram fer árleg keppni um bestu verkin og konsertinn vann til verð- launa. A.m.k. 16 útvarpsstöðvar pöntuðu verkið til flutnings og þar með var Áskell kominn á heimskort núlifandi tónskálda.“ Áskell segir samstarf og vináttu þeirra hafa þar með verið innsigl- aða. „Í framhaldinu skrifaði ég ein- leiksverk, Blik, sem meðal annars var samið undir áhrifum af spila- máta Einars. En Einar hefur spilað það mjög víða um lönd og hvorki meira né minna en í fjórum heims- álfum.“ Lærðu í Barnamúsíkskólanum Eins og með margt í lífinu var klarínettinu ekki haldið að Einari heldur kom það upp í hendurnar á honum af einskærri tilviljun. „Það er nokkur saga að segja frá því hvernig ég fann klarínettið og hvers vegna það átti jafn vel við mig og raun ber vitni. Ég byrjaði á að læra á fiðlu hjá Rut Hermanns í gamla Barnamúsíkskólanum, 7 ára gamall. Okkur samdi ekki sérlega vel, stappaði nærri áflogum stund- um og ég þvertók fyrir að halda áfram eftir veturinn þótt Róbert Abraham Ottósson skólastjóri hafi reynt að telja um fyrir mér. Ég hef líklega verið skapmeira barn á þess- um árum heldur en ég geri mér grein fyrir. Róbert Abraham reynd- ist mér alltaf vel og ég fór bara að syngja drengjasópran hjá honum í staðinn. Síðan þegar ég var 9 ára flutti söngkennarinn í Miðbæj- arbarnaskólanum inn hljóðfæri frá Ameríku og við krakkarnir máttum velja okkar hljóðfæri. Ég var síð- astur og þá var bara eitt einmana klarínett eftir sem ég tók með heim. Ég fann strax skyldleikann við sönginn og það hefur fylgt mér síð- an.“ Áskell segir skemmtilegt að Ein- ar skuli minnast á Barnamúsíkskól- ann. Sjálfur byrjaði Áskell að læra á klarínett þar hjá Gunnari Egilson þegar hann var 8 ára gamall. „Ég varð fyrir miklum áhrifum frá Gunnari, yndislegum manni og kennara af Guðs náð, og áhrif hans hafa fylgt mér ætíð síðan. En það var ekki síður dramatískt hjá mér en hjá Einari þegar ég ákvað að hætta að spila á klarínett. Ég var þá kominn í nám hjá öðrum kennara sem reyndist ekki vel og orðinn 10 ára gamall. Þetta var í raun kúvend- ing fyrir mig og ég var mjög hugsi þótt ég vissi að ég vildi sannarlega halda áfram í músík.“ Tónskáldið kallaði og Áskell seg- ist hafa svarað kallinu. „Ég opnaði eyrun fyrir tónlist úr öllum heims- hornum og þá hefur tónskáldið í mér líklega að einhverju leyti brot- ist fram í mér. Löngu síðar komst ég að því að Gunnar hafði líka verið kennari Einars og haft þau áhrif á hann að hann fór út í atvinnu- mennsku sem klarínettleikari. Ann- ars er það miður að þegar ég nefni atvinnumennsku þá leiðir það hug- ann að því að atvinnumennska tón- höfunda á enn töluvert í land hér- lendis. Til þess að það breytist þarf m.a. bæði að breyta reglum um og styrkja starfslaunakerfi okkar.“ Spilaði framúr- stefnulegan djass Þeim félögum er margt til lista lagt en hafa þeir reynt sig á sérsviði hvor annars? Getur tónskáldið tekið upp hljóðfærið og heillað heilan sal á meðan hljóðfæraleikarinn semur spilanleg verk? „Stravinsky sagði einhvern tíma að enginn ætti að koma nálægt tón- smíðum nema hann mætti til og gæti ekki annað. Ég hef hins vegar stundum þurft að útsetja lög eða búa til línur fyrir klarínettið, t.d. í tónleikaröðinni minni í Þingvalla- kirkju á sumrin þar sem laga þarf tónlistina að sérstökum aðstæðum. En í sannleika sagt er myndlistin mín ástríða og ég held ég fari ekki að semja óratóríur og sinfóníur úr þessu,“ segir Einar sposkur á svip og lítur til Áskells sem viðurkennir að hafa spilað djass á sínum yngri árum. „Fyrir mér hafa hlutirnir þróast þannig að eftir markvissa þjálfun í þá veru að öðlast innri heyrn varð nótnapappírinn einfaldlega mitt hljóðfæri. Ég get þó bætt við að þegar ég var um 18 ára gamall þá spilaði ég mjög nútímalegan og framúrstefnulegan djass á systur- hljóðfæri klarínettsins, sópran- saxófón, flautu og slagverk með frá- bærum músíkköntum, eins og til að mynda Pierre Dørge, Morten Carl- sen og John Tchikai, á m.a. þeim fræga stað Montmartre í Kaup- mannahöfn og í danska útvarpinu.“ Nýja platan fjórtán ár í vinnslu Music for Clarinet kom út núna í ágúst en platan sjálf hefur verið í vinnslu í nokkurn tíma. „Já, það er líklega frá árinu 2001 sem við fórum að ræða um upptökur á verkunum. Til þess að gera langa sögu stutta tókst okkur að ljúka þeim einhvern tíma á árinu 2005 en síðan þá höfum við verið að velta fyrir okkur vænlegum útgefanda,“ segir Áskell og Einar tekur í sama streng. „Það er vitaskuld nokkuð langt síðan að við Áskell gerðum okkur Ætlaði að verða munkur á  Munklífið heillaði klarínettleikar- ann Einar Jóhannesson á sínum tíma en hann spilar tónlist Áskels Mássonar á nýútgefinni plötu  Vinir lærðu báðir í Barnamúsík- skólanum, þó hvor á sínum tíma

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.