Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.09.2015, Síða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.09.2015, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.9. 2015 *Mér fannst vinnan skemmtilegust frá 1945til 1949, um það bil; þegar ekki voru til vélar af nokkru tagi. Þá reyndi á mann! Valdimar Jóhannsson á Akureyri hefur starfað sem smiður í 70 ár. Landið og miðin SKAPTI HALLGRÍMSSON skapti@mbl.is UM ALLT LAND HORNA Eins og á s nemendu Austur-S að fá s löng fh ÞORLÁKSHÖFN Í vikunni var tunglfiskinum sem hékk í glerrými ráðhúss Ölfuss komið fyrir á sínum fyrri stað. Fiskurinn hafði farið illa í hitanum og sólinni og var því farið með hann í lagfæringar og yfirhalningu til Steinars Kristjánssonar hamskera, sem ásamt Ove Lundström, stoppaði fiskinn upp veturinn 2004–05. Á heimasíðu Ölfuss segir að tunglfiskurinn, sem er um tve metra langur og hár, hafi veiðst í höfninni í Þorlákshö u félagar úr Slysavahaustið 2004. Það vor fiskinum eftir aðannbjörg sem náðu var um hákarl að ræða. Þeir hó inn toppun á fiskin SNÆFELLSBÆR Bæjarstjórn Snæfellsbæjar ráðningu slökkviliðsstjór samhljóða tillögu slökkvili verður því frestað til sam fyrirkomulag á stjórnunar ar í bæjarstjórn tillaga slökkv ela Svani Tómassyni að gegna óra í 20% stöðu og Sigurði Sveini Guðmundssyni að gegna stöðu varaslökkviliðsstjóra í 10% stöðu, tímabundið til 1. desember. SKAGAFJÖRÐUR Alls komu 39.218 gestir í arðar frá 2.279 í Minjahúsið á Sauð í Glaumbæ 3.877 gesti á milli ára í Gl ama dag í fyrr sinu ofækkað í Minjahú ð0 færri leitu u upplýsinga þar Alls heimsóttu 39.752 manns sa 4. Opið verður í Glaumbæ alla daga ember milli kl. 9 og 18 en frá 21. s a20. október verður gamli bærinn í Gl umbæ opinn milli kl. 10 og 16 alla virka daga. AKUREYRI Til stendur að setja upp eftirgerð af listaverki Elísabetar Geirmundsdóttur, em köllu oma fyrir á grasflötinni v aman við Minjasafnið ó þar steinsnar frá í Hugmyndin kviknaði þega yfirlitssýning á verkum hen á Akureyri í sumar, í tilefn voru liðin frá fæðingu Elísabeta Verið er að leggja lokahönd áað steypa stórt listaverksem sett verður upp í Grímsey eftir fáeinar vikur. Það er eftir Kristin E. Hrafnsson mynd- listarmann, sem vann verkið í sam- starfi við Stúdíó Granda. Haldin var samkeppni fyrir nokkrum árum um nýtt kennileiti fyrir heimskautsbauginn í Gríms- ey. Að sögn Maríu Helenu Tryggvadóttur, verkefnastjóra ferðamála hjá Akureyrarstofu, var leitað að myndrænu tákni fyrir eyjuna sem gæti orðið aðdráttarafl í sjálfu sér og hægt væri að nota á ólíka vegu, til dæmis við gerð minjagripa. Kennileitinu var ætlað að styrkja Grímsey og stöðu hennar sem nyrsta odda Íslands, á heim- skautsbaugnum, og segir María Helena að dómnefnd hafi á sínum tíma verið einróma um vinnings- tillöguna. „Dómnefndinni fannst hugmyndin mikil snilld, en hún byggir á því að verkið fylgi heim- skautsbaugnum. Margir gera sér ef til vill ekki grein fyrir því að hann er ekki föst stærð og sveifl- ast gríðarlega,“ segir María. Baugurinn lá sunnan eyjarinnar fyrr á öldum en færðist inn á hana snemma á 18. öld. Hann liggur nú nyrst á eynni og reikar hægt og bítandi til norðurs. „Um miðja þessa öld, árið 2047, mun baugurinn fara út af eyjunni aftur,“ segir María Helena, en samkvæmt upplýsingum sem liggja fyrir verður eyjan sunnan heim- skautsbaugsins í nærfellt 20.000 ár! Eftir það færist hann til suðurs á ný og liggur yfir eyna um tíma. Listaverkið verður þó væntan- lega í eynni alla tímann. „Verkið endurspeglar þessa hreyfingu heimskautsbaugsins og verður fært til einu sinni á ári. Þegar við vígjum það verður verk- ið nyrst á eyjunni þar sem baug- urinn er nú.“ Þeir sem hafa komið í Grímsey muna eftir vegvísinum þar sem gefin er upp lengd til ýmissa heimsborga og tröppu þar sem hægt er að stíga yfir bauginn. Ekki verður hróflað við því. „Nei, hugmyndin er að leyfa stiganum og vegvísunum að vera, en laga aðeins til og setja upplýs- ingaskilti þar sem útskýrt verður að þetta hafi verið rétti staðurinn á sínum tíma og standi fyrir sínu sem slíkt, en fjallað um að baug- urinn sé á hreyfingu, fyrirbærið útskýrt og sagt frá nýja verkinu.“ Það var árið 2011 að Akureyrar- stofa sótti um styrk til Fram- kvæmdasjóðs ferðamannastaða vegna verkefnisins. Því var skipt í þrjá áfanga og hefur fengist styrk- ur til að ljúka fyrstu tveimur, alls um tvær og hálf milljón króna, og hefur mótframlag Akureyrarbæjar og samstarfsaðila bæjarins numið sömu upphæð. Stefnt er að því að verki Krist- ins verði komið fyrir í eynni snemma í október. GRÍMSEY Rúllandi list á heim- skautsbaug FLJÓTLEGA VERÐUR LISTAVERKI EFTIR KRISTIN E. HRAFNS- SON MYNDLISTARMANN, STÓRRI KÚLU, KOMIÐ FYRIR Í GRÍMSEY OG VERÐUR ÞAÐ FÆRT ÚR STAÐ ÁRLEGA Í SAM- RÆMI VIÐ ÞAÐ HVERNIG HEIMSKAUTSBAUGURINN FÆRIST. Mynd af listaverkinu sem Kristinn E. Hrafnsson og Studio Grandi skiluðu inn í samkeppnina á sínum tíma. Vegvísarnir við heimskautsbauginn vekja jafnan mikla athygli. Morgunblaðið/Skapti

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.