Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.09.2015, Page 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.09.2015, Page 16
F ótboltamömmur og -pabbar kannast við svart kurl sem berst inn í anddyri, í rúm og í skó og sokka ungra fót- boltaiðkenda. Ósjaldan þarf að sópa upp kurlinu, sem mörgum finnst hvimleitt, og börnin koma heim svört á höndum og fótum. Foreldrar geta pirrast á þessum ófögnuði en það sem verra er, og kannski ekki á allra vitorði, er að þetta svarta dekkjakurl inniheldur krabbameins- valdandi efni. Bandarísk ungmenni sem alist hafa upp á slíkum dekk- jakurlsvöllum eru að greinast með krabbamein í auknum mæli og telja margir það ekki tilviljun. Eiturefni í dekkjakurlinu Kurlið er úr ónýtum bíldekkjum og er dreift á gervigrasvelli til að gera þá mýkri, en sem betur fer eru margir farnir að nota gúmmíkurl sem ekki inniheldur krabbameins- valdandi efni. Strangar reglur gilda um förgun dekkja en annað virðist upp á teningnum þegar búið er að kurla þau. Þórarinn Guðnason hjartalæknir sagði frá hættunum við notkun dekkjakurls í Læknablaðinu árið 2010. Það var í kjölfar ályktunar aðalfundar Læknafélags Íslands þar sem hvatt var til að bannað yrði að nota dekkjakurl á íþrótta- og leiksvæði. Þar segir Þórarinn: „Í dekkjakurli eru krabbameinsvald- andi efni og önnur eiturefni sem geta verið hættuleg fyrir börn og aðra iðkendur íþrótta á gervigras- völlum. Í ýmsum nágrannalöndum okkar er mælt með takmörkun á notkun dekkjakurls vegna þessara efna. Slíkar takmarkanir eru í Þýskalandi og Svíþjóð. Norðmenn hafa rannsakað nokkuð og bent á hættuna á umhverfisáhrifum af kurlinu á nærlendi gervigrasvalla. Það er viðurkennt að í hjólbörðum eru ýmis eiturefni sem meðhöndla verður af varúð. Skýrar reglur eru til staðar um meðhöndlun og förg- un ónýtra hjólbarða en þegar búið er að kurla dekkin niður og dreifa þeim á íþróttasvæði barna og ung- linga gilda reglurnar ekki. Þó er ljóst að eiturefnin eiga mun greiðari leið út í umhverfið úr dekkjakurlinu en þegar þau eru bundin í heila hjólbarða.“ Ruslahaugur fyrir dekk Nú, fimm árum síðar, er víðast enn verið að nota dekkjakurl en auðvelt væri að nota gúmmíkurl sem ekki er gert úr dekkjum. Þórarinn segir að efnið úr dekkj- unum sé ódýrara en gúmmíið og þess vegna sé það notað. „Það er í raun verið að nota fótboltavelli barnanna sem ruslahaug af því að það kostar mikið að farga dekkj- um,“ segir hann. „Ef húð barnanna litast svört er líklegt að um dekk- jakurl sé að ræða því það svertir fætur og hendur og önnur ber húð- svæði,“ segir Þórarinn, sem man eftir þessu frá sínum strákum fyrir nokkrum árum. „Þetta var ferlegt þegar maður sá þá koma kolsvarta af fótboltavellinum,“ segir hann. Þórarinn segir að margir séu búnir að skipta þessu út. „En mig grunar að það séu svartir sauðir inni á milli,“ segir hann. Börnin í hættu? Ekki er sannað hvaða áhrif þetta gæti haft á börnin í framtíðinni því að oft er erfitt að sanna orsaka- samband svona umhverfisáhrifa fyrr en löngu síðar, að sögn Þór- arins. „Vandséð er að það sé í lagi að dekkjunum sé fargað með því að kurla þau og dreifa síðan á stór landsvæði þar sem börn eru að leik, og efnin seytla svo út í um- hverfið og geta eitrað jarðveg og grunnvatn í langan tíma,“ segir Þórarinn og segir brýnt að minna á þessa umræðu. Óþarfi er að taka áhættu með efni sem gætu mögulega skaðað fólk. „Þetta er tvímælalaust krabbameinsvaldandi efni og norsk gögn sýna að þegar þetta er notað innanhúss veldur þetta asma. Það er dálítið skuggalegt að körlunum á gúmmíverkstæðunum er gert að nota hanska en börnunum okkar er boðið upp á að höndla þetta sem körlunum er gert að hlífa sér við,“ segir hann. „Höfum í huga að börn og unglingar dvelja oft daglangt við leik á íþróttavellinum, þau liggja þá gjarna í gervigrasinu og fá á húðina verulegt magn af svertu og efnum úr hinu eitraða gúmmíkurli. Þessi efni geta því setið á húðinni langan tíma. Hver ber ábyrgðina ef börnin verða fyrir heilsutjóni eða síðbúnum áhrifum eins og ófrjósemi?“ spyr Þórarinn. Dekkjakurlið notað víða Blaðamaður hringdi í nokkra fram- kvæmdastjóra íþróttafélaga og aðra fagaðila og leitaði svara. Þráinn Hafsteinsson, íþróttastjóri hjá ÍR, segir að notað sé dekkja- kurl á völl félagsins, sem er þó að- eins fimm ára gamall. Hann segir að vellirnir heyri undir Reykja- víkurborg og ákvörðunin liggi hjá henni. Steinþór Einarsson, skrif- stofustjóri íþróttasviðs hjá ÍTR, segir að enn sé notað dekkjakurl á þremur völlum í Reykjavík; hjá KR og Fylki og á Framvelli í Safa- mýri. Hann segir að það kosti 20 milljónir að skipta þessu út en fyrirhugað sé að endurnýja alla þessa velli á næstu árum og verði þá dekkjakurl ekki notað. Hjá Þór á Akureyri er sama upp á teningnum. Eiður Arnar Pálma- son, framkvæmdastjóri hjá Þór, segir að dekkjakurl sé á vellinum en til standi að endurnýja völlinn, væntanlega næsta sumar og þá verði notað húðað gúmmí. Íþrótta- stjóri Víkings, Ólafur Ólafsson, seg- ir að á velli félagsins sé ekki dekk- jakurl heldur húðað gúmmí. Jóhannes Egilsson, framkvæmda- stjóri hjá Stjörnunni, segir að á aðalvelli félagsins, Samsungvell- inum, sé notað húðað gúmmí eða húðað SBR-gúmmí. Á öðrum völlum hjá félaginu sé notað dekkjakurl. „Ekki hefur verið tekin ákvörðun um breytingar á því að svo stöddu. Hins vegar er í umræðunni að það þurfi að endurnýja eldra gervigrasið DEKKJAKURL Á FÓTBOLTAVÖLLUM INNIHELDUR KRABBAMEINSVALDANDI EFNI Ekki eru öll kurl komin til grafar Getty Images/iStockphoto GERVIGRASVELLIR LANDSINS ERU LANGFLESTIR ÞAKTIR SVÖRTU GÚMMÍKURLI ÚR DEKKJUM. MIKILL ÓÞRIFNAÐUR FYLGIR KURLINU OG ÞAÐ SEM VERRA ER, ÞAÐ INNIHELDUR KRABBAMEINSVALDANDI EFNI. SKIPTAR SKOÐANIR ERU UM HVORT KURLIÐ GETUR HAFT ALVARLEG ÁHRIF Á HEILSU UNGMENNA SEM SPILA Á SLÍKUM VÖLLUM. DÝRT ER AÐ SKIPTA KURLINU ÚT EN LJÓST ER AÐ ÞAÐ VERÐUR EKKI NOTAÐ Á VÖLLUM FRAMTÍÐARINNAR. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is og þegar það verður gert geri ég ráð fyrir því að þessi mál verði skoðuð betur,“ segir Jóhannes. Peter W. Jessen, byggingaiðn- fræðingur hjá Verkís sem hannað hefur velli á Íslandi, segir að fram- vegis verði dekkjakurl ekki notað. Hann segir rannsóknir hafa sýnt að dekkjakurlið sé ekki krabba- meinsvaldandi en því fylgi mikill óþrifnaður. „Það verður ekki meira svart gúmmí í framtíðinni hjá Reykjavíkurborg,“ segir hann, en hann telur að 80% valla á landinu séu með dekkjakurl og sama gildi um battavelli. Rætt á Norðurlandaþingi knattspyrnumannvirkja Þorbergur Karlsson, verkfræðingur hjá VSÓ ráðgjöf, situr í Mann- virkjanefnd KSÍ. Hann er nýkom- inn heim frá Noregi, þar sem hann sat norrænt þing um knattspyrnu- mannvirki Norðurlanda þar sem þessi mál voru rædd. Hann segir að dekkjakurl sé ekki heppilegur kost- ur þó svo að ekki hafi verið sýnt fram á með rannsóknum að það sé heilsuspillandi. „Þetta er misjöfn framleiðsla og þetta brotnar niður og myndar ryk og kann að valda erfiðleikum hjá þeim sem hafa asmaeinkenni en það er ekki endi- lega gúmmíið sjálft. Það gæti jafn- vel verið sandur og annað ryk í húsinu. En það eru ýmis óþægindi af þessu svarta gúmmíi, það lyktar og festist í föt,“ segir hann. Hann segir að þrátt fyrir að ekkert hafi sannast um samhengi dekkjakurls Heilsa og hreyfing Morgunblaðið/Árni Sæberg *Dekk geta innihaldið ýmiss konar hættuleg efni,svo sem arsen, ýmsa þungmálma, PAH, PCB, þalötog fenól. Arsen er eitraður málmungur sem not-aður er í efni til að eitra fyrir meindýrum, skordýr-um og illgresi. Þalöt eru notuð sem mýkingarefnifyrir plast en vísindamenn hafa fundið tengsl þalatavið ófrjósemi. Fenól er eiturefni sem er skylt ase- tóni og stórhættulegt eitt og sér. Eitt gramm í æð er nóg til að deyða mann. Hvaða efni eru í dekkjum?

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.