Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.09.2015, Qupperneq 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.09.2015, Qupperneq 18
Geymið eitthvað óvænt í ferðatöskunni Hafðu meðferðis bók eftir eftirlætisrithöfund ferðafélaga þíns, eft- irlætissælgætið eða nýja peysu. Eitthvað til að draga upp og afhenda við mikla gleði þegar komið er út. Aflið ykkur upplýsinga Margar ferðasíður hafa útbúið lista yfir rómantískustu áfanga- staði veraldar. Meðal þeirra staða sem komast oftar en aðrir á listann en aðrir eru Feneyjar, Honolulu, New Orleans, Buenos Aires, Nice í Frakklandi og Balí. Getty Images Heimsækið ástarminnismerki Til að vegsama ástina má heimsækja gamla kastala sem byggðir voru af ást; sem til dæmis gjöf eða til heiðurs yfirleitt eiginkonum eða ástmeyjum. Af slík- um köstulum má nefna Boldt-kastala á Heart Island í New York, Dobroyd-kastala í Todmorden á Englandi og Prasat Hin Phimai í Phimai á Taílandi. Farið út í náttúruna Hvort sem það er stutt að skreppa út úr borginni eða ekki er alltaf hægt að finna grasagarð eða tjarnir. Best er að skoða áður á netinu hvar fallegustu útivistarsvæði borgarinnar eru til að eyða ekki hálfum deginum í að leita. RÓMANTÍSKAR PARAFERÐIR Ástin með í för HAUSTIÐ ER GJARNAN ÁRSTÍMI RÓMANTÍSKRA PARAFERÐA. Í SLÍKUM FERÐUM ER BETRA AÐ VERA ÁSTFANGINN UPP FYRIR HAUS Á RÓLEGU RÖLTI EN Í BIÐRÖÐUM OG STRESSI. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Forðist þvögur Þekkt kennileiti er vissulega gaman að heimsækja en þá þarf að standa í löngum biðröðum með nefið ofan í næsta manni, sem gerir ferðina ná- kvæmlega ekkert rómantíska. Geymið Eiffelturninn til betri tíma ef þið eruð til dæmis í París og eyðið deginum frek- ar í rómantískum hverfum á borð við Montmartre. Gerið ráðstafanir í laumi Finndu eitthvað skemmtilegt á komandi áfangastað, til dæmis með meðmælum af Trip- advisor, og vertu búin(n) að bóka kvöldverð á einhverjum stað án þess að láta þinn heittelskaða eða þína heittelskuðu vita. Það er hluti af spennunni að koma aðeins á óvart. Ekki velja hita Það er rómantískara að þurfa að dúða sig, verða rjóður og kaldur í kinnum og þurfa að ylja sér yfir heitum drykkjum og nærveru þegar komið er upp á hótelið eftir göngutúr. Það er ekkert huggulegt að vera sveittur og bugaður í sól. Ferðalög og flakk *Fátt er leiðinlegra en að lenda í rifrildi ílöngu skipulögðu ferðalagi sem átti að veraskemmtilegt. Algengar ástæður fyrir rifr-ildum eru oft sáraeinfaldar og auðvelt aðkoma í veg fyrir, það er að segja hungur ogþreyta. Passið því að borða áður en þiðverðið svöng og alltaf örlítinn bita áður en lagt er af stað út í lengri göngutúra og versl- unarferðir. Hnetur í veskinu eru líka góðar. Borðið áður en farið er af stað

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.