Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.09.2015, Síða 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.09.2015, Síða 37
Caroline de Maig- ret mætti í þessu flotta dressi á tísku- sýningu Chanel. AFP Topshop 6.410 kr. Támjóir skór með áhugaverðri áferð. MAIA 22.990 kr. Notaleg og klassísk kápa sem passar við flest. Asos 8.983 kr. Leðurtaska með krókódíla- skinnsáferð. Net-a-porter.com 33.186 kr. Æðislegar hvítar buxur frá Michael Kors. 13.9. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 Alþjóðlegur tvíæringurinn Révéla- tions – Fine Craft and Creation Fair fer nú fram í París annað árið í röð í einu stærsta sýningarrými borg- arinnar, Grand Palais. 12 íslenskir hönnuðir voru valdir til þess að taka þátt í sýningunni, þar sem um 340 hönnuðir frá 15 löndum sýna verk sín. Sýningin stendur yfir frá 10.-13. september. Hönnuðir og hönnunarteymi sem taka þátt eru MÓT, hönnunarteymi Baldurs Helga Snorrasonar, Guð- rúnar Harðardóttur og Kötlu Maríu- dóttur, STAKA hönnun Maríu Kristínar Jónsdóttur, Helga Ósk Einarsdóttir, Hlutagerðin, hönn- unarteymi Elínar Brítu, Hjartar Matthíasar Skúlasonar og Hrannar Snæbjörnsdóttur, skartgripahönnun Orra Finn, Hanna Dís Whitehead og Þórunn Árnadóttir. Verk eftir Hlutagerðina. 12 ÍSLENSKIR HÖNNUÐIR SÝNA Á RÉVÉLATIONS Íslenskir hönn- uðir sýna í París STAKA er hönnun Maríu Kristínar Jónsdóttur. Akkeri frá skartgripahús- inu Orra Finn. Hönnun Hönnu Dísar Whitehead. Tískuhúsi hönnuð- anna Edward Meadham og Ben- jamin Kirchoff, Meadham Kirchoff, hefur verið lokað. Breska tískuhúsinu, sem hefur undan- farinn áratug notið gríðarlegra vin- sælda, var lokað á dögunum vegna skulda. Edward Meadham greindi frá þessu í samtali við tímaritið i-D, en síðasta lína tískuhússins var sumarlínan 2015. Breska tískuhúsinu Meadham Kirchoff lokað Edward Meadham og Benjamin Kirchoff. AFP

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.