Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.09.2015, Síða 43

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.09.2015, Síða 43
Bjarni Freyr Kristjánsson, forseti Kotrusambands Íslands, t.v., glímir við Gunnar Birni Jónsson. að vísu um sókn og vörn en annað eiga leikirnir ekki sameiginlegt. Það geta allir orðið góðir í kotru!“ Aldrei öruggur með sigur Spurðir hvað heilli þá mest við kotruna svarar Bjarni: „Hvað leikurinn er sveiflu- kenndur. Maður er aldrei öruggur um sigur fyrr en leikurinn er búinn. Maður getur mörgum sinnum verið með unna stöðu í leiknum en tapað henni jafnskjótt niður aftur. Það eru mun meiri sveiflur og óvissa í kotru en skák. Maður þarf að hafa mikið jafnaðargeð til að spila kotru.“ Róbert er sammála þessu. „Þetta er ákveðinn tilfinningarússíbani og menn láta margvísleg orð falla í hita leiksins.“ Þeir rifja upp sögu af mjög sterkum Króata sem Bjarni lagði á EM í fyrra. Nokkuð óvænt. „Hann tók ósigrinum mjög illa, strunsaði út og kvaðst aldrei ætla að spila kotru aftur. Legði þetta ekki á sig,“ segir Bjarni hlæjandi en sjálfur skíttapaði hann næst fyrir manni sem átti að vera mun lakari en hann. Sannarlega ekki á vísan að róa. Róbert upplýsir að líka komi fyrir að íslenskir kotruspilarar láti tilfinningar sín- ar í ljós. „Það er mjög mikilvægt að halda ró sinni við borðið. Þetta er spurn- ing um einbeitingu og þolinmæði. Þitt tækifæri kemur alltaf í kotru.“ Íslenska landsliðið í Kotru: Guðmundur Gestur Sveinsson, Gunnar Birnir Jónsson, Bjarni Freyr Kristjánsson, Fjalarr Páll Mánason, Kjartan Ásmundarson, Ingi Tandri Traustason og Róbert Lagerman. Á myndina vantar Hall Jón Bluhme Sævarsson. Kotra er borðspil ætlað tveimur leik- mönnum, þar sem hvor leikmaðurinn hreyfir litla kubba eftir teningskasti. Sá leikmaður sem nær öllum kubbum sínum af borðinu vinnur. Hver leikur getur tekið allt að fjórum klukku- stundum en hvert sett allt niður í hálfa mínútu. Gjarnan er stuðst við klukkur á mótum, svo sem EM. Bjarni og Róbert segja auðvelt að læra kotru. „Það tekur um það bil tíu mínútur að læra mannganginn en nokkuð lengri tíma að verða góður í spilinu,“ segir Róbert brosandi. „Það er klárlega heppnisfaktor í spilinu, þar sem notast er við teninga, en maður þarf samt sem áður að byggja á ákveðinni kunnáttu. Það er stærðfræði í þessu, það er að segja lík- indareikningur,“ heldur Bjarni áfram. Þeir segja fegurðina í kotrunni ekki síst byggjast á því að nánast hver sem er getur sest niður andspænis heims- meistaranum og unnið, að minnsta kosti eitt sett. „Þetta væri aldrei hægt í skák. Það sest ekki hver sem er niður með Magnúsi Carlsen og vinnur,“ seg- ir Róbert. Settin eru mismörg í hverjum leik í kotru, á EM eru þau til dæmis fimm- tán, sem Bjarni og Róbert fullyrða að geri það að verkum að viðvaningar geti ekki unnið vana leikmenn í heilum leik enda þótt þeir geti haft betur í setti og setti. Heppnin dugi mönnum einfaldlega aðeins visst langt. „Því fleiri sem settin eru, þeim mun skemur dugar heppnin,“ segir Róbert. Allir geta unnið heimsmeistarann Róbert Lagerman, landsliðseinvaldur og fyrirliði kotrulandsliðsins, mun herma af Evrópumeist- aramótinu í Búdapest um næstu helgi á kotra.is og Facebook (Icelandic Backgammon Association). 13.9. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.