Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2015, Blaðsíða 14
Foam flex gagnast öll- um, bæði íþróttafólki í stífri þjálfun, fólki með liðavandamál og öðr- um sem vilja losa um spennu í líkamanum. Getty Images/iStockphoto B andvefsrúllun skaut upp á Íslandi fyrir nokkrum ár- um og er orðið mjög vinsælt víða, bæði hjá íþrótta- mönnum og „venjulegu“ fólki. Lína Guðnadóttir, einkaþjálfari og foam flex-kennari hjá Hress í Hafn- arfirði, segir að allir hafi gott af því að fara í foam flex-tíma. „Við erum að losa um ákveðnar stöðvar í líkamanum með boltum og rúllum svo yfir með bandvefsrúllu. Það eru ákveðnir punktar sem safna streitu og stífleika. Við pressum á þessa punkta og losum spennu og boltarnir hjálpa okkur að komast dýpra,“ segir Lína. Fyrst eru boltarnir notaðir og síðan rúllurnar. „Þá er rúllað yfir bandvefinn. Bandvefurinn er utan um vöðva og líffæri og þar geta komið hnútar og hann getur þornað. Við nuddum hnútana og vökvum hann með því að rúlla. Þá minnkar álagið á stoðkerfinu,“ segir hún. að létta á vöðvunum og minnkar líkur á meiðslum, því það eykur líkur á meiðslum að vera með stífa vöðva,“ segir Lína. „Þetta er líka mjög gott fyrir fólk með liðavandamál. Ég hef fengið fólk til mín með tárin í augunum sem segist hafa öðl- ast nýtt líf eftir að hafa stundað foam flex,“ segir hún. Vont en það venst Lína viðurkennir að þetta sé ekki endilega mjög þægilegt. „Punktarnir eru aumir og virka eins og marblettir og þetta er vont en það venst,“ segir hún og hlær. „En við erum þess vegna með þrjár tegundir af bandvefsrúllum; mjúkar, milli- stífar og stífar, þær mýkri eru fyrir byrjendur. Það er bara að koma sér á rúlluna og byrja, og hitinn hjálpar til að mýkja mann upp.“ Styrkir og eykur liðleika Foam flex-tímar eru í heitum sal, eða í 37°C hita. „Hitinn mýkir mann upp. Foam flex snýst um álagspunktalosun, bandvefslosun og átaksteygjur,“ segir Lína. „Þetta styrkir innan frá og eykur liðleika. Ef við erum í ákafri þjálfun, eins og lyftingum eða hlaupum, er þetta gott því að stuttir og stíf- ir vöðvar búa yfir minni krafti. Þetta styrkir stoðkerfið og so- gæðakerfið og eykur blóðflæðið til vöðvanna,“ segir hún. Fyrir afreksmenn og okkur hin Lína segir að foam flex geti gagnast öllum. „Þetta er ekki bara fyrir fólk í stífri líkamsrækt, þetta er fyrir alla, eins konar sjálfsnuddandi meðferð. Það er rosalega mikil vakning í þessu og fótboltafélögin nota þetta mikið. Það skilar árangri FOAM FLEX FYRIR ALLA Sjálfsnuddandi meðferð FOAM FLEX, EÐA BANDVEFSRÚLLUN, NÝTUR VAXANDI VINSÆLDA HÉRLENDIS OG ER KENNT VÍÐA. NOTAÐIR ERU BOLTAR OG RÚLLUR TIL AÐ LOSA UM HNÚTA Í BANDVEF, STYRKJA VÖÐVA OG AUKA LIÐLEIKA. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Heilsa og hreyfing *Nú þegar haustið er gengið í garð fara kvef-pestir og flensur á stjá. Inflúensan nær há-marki frá janúar og fram í mars og er gottráð að láta bólusetja sig. Eldra fólki og veikuer sérstaklega ráðlagt að fá sér flensu-sprautu. Haltu fyrir vitin með bréfklúti ef þúhnerrar eða hóstar. Þvoðu hendur oft. Vertu heima ef þú ert veikur því þú gerir vinnu- félögum engan greiða að mæta og smita þá. Ráð til að forðast flensu Ef þú þjáist af stressi og streitu er mamma þín kannski ekki fyrsta manneskjan sem þér dett- ur í hug að hringja í, en kannski ættirðu að gera það. Gerð var rannsókn í Háskólanum í Madison, Wisconsin, sem sýndi fram á að það að tala við mömmu sína minnkar stress. Gerð var könnun þar sem þrír hópar ungra stúlkna voru bornir saman að loknu erfiðu og stress- andi prófi. Í ljós kom að þær sem höfðu talað við móður sína í 15 mínútur að prófinu loknu mældust með minni stresshormón en hinar sem ekki töluðu við mömmu sína. Getty Images Hringdu í mömmu Það er ekki flókið að reima á sig hlaupas- kóna og skokka einn hring, eða hvað? Hvað þarf til að vera góður hlaupari? Í rannsókn í Háskólanum í Ottawa í Kanada komust menn að því að lykillinn að því að ná árangri í hlaupi er að huga að hrað- anum. Markmið þitt ætti að vera að finna þann hlaupahraða sem líkaminn ræður við svo þú brennir ekki allri orkunni strax í upphafi hlaups. Síðar þegar líkaminn er kominn í betra hlaupaform er hægt að auka hraðann jafnt og þétt. Morgunblaðið/Steinunn Ásmunds Hlauptu hægar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.