Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2015, Side 25

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2015, Side 25
Christian Lacroix Maison og Bemz klæða IKEA-sófa í nýjan búning. Fyrirtækið Bemz, sem sérhæfir sig í hönnun áklæða á IKEA- sófa og stóla hóf nýverið samstarf við tískuhúsið Christian Lacroix. Áklæðin eru væntanleg á vefsíðu Bemz, Bemz.com, þann 17. september. Falin geymsla. Breski hönnuðurinn Max Lamb hefur hannað áhugavert borðstofusett fyrir Benchmark með földum hirslum og geymsluplássi. Borðið og bekkirnir eru sérlega einfaldir og míni- malískir úr ljósum við en í miðju þeirra má finna hólf sem hægt er að opna og loka og minnir það því örlítið á klassískan kistil eða geymslubox. NÝTT AF NÁLINNI Í HÖNNUNARHEIMINUM Hönnun héðan og þaðan ÞAÐ ER ÓTAL MARGT ÁHUGAVERT AÐ GERAST Í HÖNNUNAR- HEIMINUM. HÉR GEFUR AÐ LÍTA NOKKUR SPENNANDI, ÓVENJULEG OG FÁGUÐ VERKEFNI SEM GLEÐJA BÆÐI AUGAÐ OG VÍKKA JAFNVEL ÖRLÍTIÐ SJÓNDEILDARHRINGINN. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Sjónvarp frá Bouroullec-bræðrum. Frönsku hönnuðirnir Ronan og Erwan Bouro- ullec kynntu nýverið fyrsta rafeindatæki hönn- unartvíeykisins sem er óvanalegur flatskjár fyrir Samsung. Hönnunin er afar einföld og mínimalísk og ber heitið Serif TV. Í viðtali við vefsíðuna Dezeen greindu bræðurnir frá því að þá langaði að hanna sjónvarp með aukinn karater auk þess sem þeir vildu gera fólki kleift að færa það um rýmið eins og hvert ann- að húsgagn. Sjónvarpið er væntanlegt í versl- anir Samsung í Bretlandi, Frakklandi, Svíþjóð og Danmörku frá og með 2. nóvember og verður það fáanlegt í þremur stærðum. 20.9. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25 PINNACLE Þægilegur 3ja sæta La-Z-Boy sjónvarpssófi með niðurfellanlegu borði. Fæst í brúnu og dökkgráu áklæði. Stærð: 210 × 95 × 105 cm 249.990 kr. 319.990 kr.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.