Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2015, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2015, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.9. 2015 Tíska A nna Þóra Lindell er fædd og uppalin í Linköping í Svíþjóð. Móðir hennar er íslensk og hefur Anna því eytt mörgum stundum á Íslandi. Anna segist alltaf hafa haft áhuga á fatahönnun en það var ekki fyrr en um tvítugt að hún fór af alvöru að hugsa um að leggja það fyrir sig sem atvinnu. „Ömmur mínar báðar hafa kveikt áhuga minn og gefið mér góðan grunn að byggja á. Íslenska amma mín, Þóra Karitas Árnadóttir, var mjög dugleg að skapa með prjón- um og garni. Hún var mjög þolinmóð og góð við mig þegar ég var yngri og kenndi mér að prjóna með sköpunargleð- ina að leiðarljósi. Sænska amma mín, Anna Lindell, var alltaf að klippa og rífa niður gamlan fatnað eða slitin sængurföt og óf svo ótrúlegar gólfmottur,“ útskýrir Anna en hún útskrifast með Bachelor of Design (Fashion) háskólagráðu hjá RMIT í Melbo- urne, Ástralíu, þar sem hún býr nú. Anna var ein af þeim nem- endum sem var valin til þess að sýna á útskriftarsýningu skólans, en aðeins nemendur sem útskrifast með láði fá að taka þátt í sýning- unni. Anna segir fatahönnun afar áhugaverða að því leyti að við not- um öll föt, meðvitað og ómeðvitað, til að tjá sjálfsmynd okkar. Hún segir einstaklinga jafnframt nýta fatnað til þess að tilheyra ákveðnum hóp og stundum til að standa út úr eða vera öðruvísi. „Fatahönnun er líka vettvangur sem sýnir hvaða nýjungar þróast í tækni og vís- indum, en mér finnst mikilvægt að blanda saman hefðbundnum aðferð- um og nýjum.“ Anna sýndi afar áhugaverða út- skriftarlínu sem var unnin úr end- urunnum slöngum úr reiðhjóla- dekkjum. „Fötin mín eru oft sambland af nýrri tæknifræði og hefðbundnu handverki og mér finnst sérstaklega hvetjandi að nota óhefðbundin efni í plöggin mín. Ég skar niður slöng- urnar í minni búta og svo hand- saumað með efnum með mikilli dýpt. Tvö dress voru líka gerð þannig að ég klippti niður slöng- urnar í garn sem ég svo prjónaði saman.“ Aðspurð hvers vegna þessi aðferð Anna Þóra Lindell hannaði fatalínu úr endurunnum reiðhjóladekkjum. Mynd/Sanne Ahremark Í hönnun segir Anna mikilvægt að blanda saman hefðbundnum aðferðum og nýjum. HVETJANDI AÐ NOTA ÓHEFÐBUNDIN EFNI Hugmynd er þræðir sem þróast saman ANNA ÞÓRA LINDELL LAUK NÝVERIÐ BA-GRÁÐU Í FATAHÖNNUN VIÐ RMIT I HÁSKÓL- ANN Í MELBOURNE Í ÁSTRALÍU. ANNA VANN ÁHUGAVERT LOKAVERKEFNI ÞAR SEM HÚN HANNAÐI FATNAÐ ÚR ENDURUNNUM SLÖNGUM ÚR REIÐHJÓLADEKKJUM. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Formfalleg og áhugverð hönnun þar sem hönnuðurinn blandar óhefðbundnum efnivið við hefðbundnar aðferðir svo sem prjón. Ljósmyndirynd/Zachary Ouslinis TÍSKUVIKAN Fólkið á fremsta bekk Olivia Wilde, Naomi Watts og ljósmynd- arinn Mario Testino mættu á sumarsýn- ingu Michaels Kors. Lily Kwong, Harley Viera- Newton, Alexa Chung, Sol- ange Knowles, Zosia Mamet, Mamie Gumm- er, Kiernan Shipka, Mary Elizabeth Win- stead og Julia Gar sátu sam- an á sýningu 3.1 Phillip Lim í New York. TÍSKUVIKAN ER HAFIN ÞAR SEM TÍSKUHÚSIN SÝNA LÍNUR SÍNAR FYRIR SUMARIÐ 2016. HELSTU TÍSKU- VIKURNAR ERU HALDNAR Í NEW YORK, LONDON, PARÍS OG MILANÓ EN ÞAR MÆTA AÐ SJÁLFSÖGÐU STJÖRNUR OG TÍSKUFRÖMUÐIR OG SKARTA SÍNU FEGURSTA Á FREMSTA BEKK. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Systurnar Khloe Kar- dashian, Kim Kardashian West, Kendall Jenner og Kourtney Kardashian mættu ásamt North West litlu á sýningu Kanyes Wests á tískuvikunni í New York. AFP Anna Wintour, ritstjóri bandarískrar út- gáfu Vogue, mætti auðvitað með svörtu sólgleraugun á sumarsýningu Rodarte.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.