Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2015, Síða 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2015, Síða 39
Það er því miður verið að fangelsa fólk úti um allan heim fyrir meint afbrot sem aldrei yrði beitt refs- ingum við hér á landi þótt slík brot væru framin. Blaðamenn sitja í fangelsum úti um allan heim, þar á meðal í Moskvu, Kína, Afríku, Suður-Ameríku, svo fáeinir staðir séu nefndir af mörgum. Samkyn- hneigðir eru settir í fangelsi í sumum ríkjum Afríku og haldið þar árum saman. Konur eru grýttar þar sem lög íslams gilda, jafnvel fyrir það að hafa verið nauðgað! Kúgun, ritskoðun, mansal, hryllingur og eymd. Þegar kominn var maður í borgarstjórastólinn í Reykjavík sem hafði ríkulegan tíma, þar sem hann taldi sig ekki þurfa að veita borgarbúum almennan aðgang að sér eða að sinna venjubundinni fram- kvæmdastjórn borgarinnar, hví þá aðeins þetta eina vel auglýsta bréf? Var það bara vegna þess að málið var í tísku rétt í bili, ekki síst hjá frægðarfólki? Var gengið eftir svari? Og nú þegar Dagur B. er formlega kominn með valdið sem hann fór með áður, hvað sem bréfrit- aranum leið, er allt í einu ákveðið að höfuðborg Ís- lands skuli, líkt og í kveðjuskyni, veitast að Ísraels- ríki af því að hatur á því ríki sé sérstakt hugðarefni borgarfulltrúa sem ákvað að sitja ekki út kjör- tímabilið, því hann þyrfti meiri tíma fyrir Hamas- hreyfinguna. Var þetta gert til að undirstrika að leik- aragangurinn í höfuðborg landsins hefði ekki með öllu liðið undir lok með Jóni? Í óþökk flestra Í andstöðu við kjósendur innan og utan Reykjavíkur hefur borgarstjórn reynt að koma Reykjavík- urflugvelli fyrir kattarnef. Hefur framganga þeirra sem síst skyldi í því máli, því miður, oftar en einu sinni vakið mikla undrun. Þegar það var orðað að til álita kæmi að lögbinda að ríkisvaldið hlyti að hafa sitt að segja um það hvort eitt sveitarfélag gæti skaðað hagsmuni margra ann- arra sveitarfélaga með stefnu sinni, og þegar einnig háttaði svo til að um mál væri að ræða sem varðaði almennan þjóðarhag, þá var rokið upp. Sumir sögðu, eins og ýtt væri á takka, að með slíkri lagasetningu væri brotið gegn ákvæðum stjórnarskrár um sjálf- stæði sveitarfélaga. Þetta var fullyrt án nokkurrar athugunar og mjög hæpið er að sú fullyrðing fái staðist. Valdmörkin þar Hitt ætti hins vegar að vera þekkt staðreynd að valdi sveitarfélaga eru margvísleg takmörk sett. Lögmæt- isreglan segir okkur það að sveitarfélögum sé óheim- ilt að taka sér vald sem að lögum er falið öðrum. Í því sambandi má vísa til lokaritgerðar í lagadeild Háskóla Íslands, „Valdmörk sveitarfélaga“ frá árinu 1976, sem þeir Baldur Möller ráðuneytisstjóri og Steingrímur Gautur Kristjánsson héraðsdómari voru prófdómari og umsjónarkennari að. Sitthvað hefur auðvitað breyst frá þessum tíma en grundvallaratriðin eru auðvitað hin sömu. Rík- isvaldið, ríkisstjórn og löggjafarþing eftir atvikum, fara þannig með utanríkismál þjóðarinnar. Þess vegna höfðu sveitarfélögin í kringum Varnarsvæðið í Keflavík takmörkuð áhrif á það sem þar gerðist. Þetta sama á við um allan hinn lýðræðislega heim. Halda menn til að mynda að vildi Obama forseti og þingið heimila Kúbu að opna sendiráð í Wahsington þá gæti einhver sérlundaður meirihluti þar í bæ bannað það? Til dæmis í tilefni þess að einn af borg- arfulltrúnum þar hefði ákveðið að hætta til að geta sinnt hugðarefnum sínum í Kólumbíu? Þegar heimsfrelsandi minnihluti, á dögum kalda stríðsins, boðaði hjartnæma hugmynd um það í borg- arstjórn að Reykjavík yrði lýst „kjarnorkufrítt svæði“ lagði þáverandi borgarstjóri til að byrjað yrði á Árbæjahverfinu til að sjá hvernig það reyndist. Málið náði ekki mikið lengra. Eftirminnilegt framkvæmdaskeið Í mörg ár var því haldið fram, eins og staðreynd væri, að borgarstjórnarmeirhlutinn sem var í Reykjavík frá 1982-1991 hefði skuldsett höfuðborg- ina upp fyrir höfuð. Engin rök voru þó færð fram fyrir slíkum fullyrð- ingum. Þetta hlyti bara að hafa gerst, vegna marg- víslegra stórvirkja sem þá áttu sér stað í borginni og blöstu við hverjum manni. Ný hverfi eins og t.d. í Grafarvogi voru byggð upp með undra hraða. Tekin var upp sú stefna að allir sem vildu skyldu fá lóð í Reykjavík, en með vinstrimeirihluta í Reykjavík frá 1978-1982 hafði orðið stöðnun í lóðamálum. Hafið var mesta átak sem gert hafði verið í holræsamálum borgarinnar. Fylgt var eftir „Grænu byltingunni“ sem meirihluti undir forystu Birgis Ísl. Gunnars- sonar hafði hafið. Gerður var Húsdýra- og síðar Fjöl- skyldugarður í Laugardal. Bygging Borgarleikhúss, sem vinstri meirihlutinn hafði stöðvað, var sett í full- an gang og lokið fljótt og vel. Um líkt leyti var höggvið á hnúta í Kringlunni svo uppbygging gæti hafist þar. Perlan var reist á Öskjuhlíð og Ráðhús fyrir Reykvíkinga, þrátt fyrir mótmæli og ótrúlegar hrakspár „sérfræðinga.“ Stærsti hluti Viðeyjar var keyptur og Viðeyjarstofa og Viðeyjarkirkja sem Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra stóð fyr- ir að færð væru borginni á 200 ára afmæli, voru byggð upp á tveimur árum, ásamt veglegri bryggju. Stórbrotin uppbygging hófst á Nesjavöllum og borginni voru tryggð þar mikilvæg framtíðarlönd með kaupum. Mikilvæg skref voru stigin í hafnargerð hjá borg- inni og framtíð hennar sem útflutningshafnar tryggð. Settur var þungi í að ljúka Borgarspít- alanum. Þá var hafið mikið og áður óþekkt átak af borgarinnar hálfu við byggingu öldrunar- og hjúkr- unarheimila. Hér eru aðeins fáein atriði nefnd eftir minni. Ekki verður deilt um það að mikið fram- kvæmdaskeið var hafið, en hvernig fóru þá fjár- málin? Framkvæmdaskeiðið sker sig úr Viðskiptablaðið birti hinn 17. þessa mánaðar grein- argerð og súlurit yfir skuldastöðu borgarinnar síð- ustu 35 árin. Þar sést að skuldir borgarinnar fóru nokkur vax- andi á árum vinsri stjórnarinnar 1978-1982. En með nýjum meirihluta varð breyting. Sýnir súluritið að næsta áratuginn var vel haldið um. Skuldir Reykja- víkurborgar fóru lækkandi á ný. Það var gleðiefni. En hitt sem gerðist á sama tíma og framkvæmdir voru svo öflugar og skuldir lækkuðu sést ekki á súlu- ritinu. Skattar Reykjavíkurborgar, jafnt á ein- staklinga sem fyrirtæki voru lækkaðir á sama tíma. Frá og með valdatöku R-listans fór að síga á ógæfu- hliðina í fjármálum borgarinnar. Því var þó fjarri að þá hafi framkvæmdaviljinn í höfuðborginni verið mikill. Nú eru skuldir borgarinnar orðnar áhyggju- efni og það þótt allir gjaldstofnar hafi verið keyrðir upp í topp. Nýlega kom í ljós að ringulreið ríkir í daglegri fjármálastjórn borgarinnar. Í stað þess að snúa sér að því forgangsverkefni þykjast borgaryf- irvöld þurfa að taka yfir utanríkismál landsins og hafa þau til að nesta einn af pólitísum samherjum sínum sem flyst á nýjar slóðir. Lærdómsefni Eftir hið dapurlega tímabil þeirra Dags B. og Jóns Gnarr Kristinssonar var stemningin hjá borgarbúum sú að aðeins 60% þeirra gátu hugsað sér að fara á kjörstað vorið 2014! Eftir 8 ára samfellda stjórn Sjálfstæðisflokksins gekk samhentur meirihluti hans til sinna þriðju kosninga og fékk þá yfir 60% at- kvæða í sinn hlut. Slíka einkunn hafa borgarbúar ekki í annan tíma gefið sínum meirihluta, hún er ein- stök í sögu Reykjavíkur. Fámennið á kjörstað vorið 2014, aðeins um 60% treystu sér þangað og hinn einstæði 60% sigur í kosningunum 1990, getur sagt hverjum og einum þá sögu sem hann vill. En örugglega má draga þá ályktun af þessum töl- um, þegar horft er á þær saman, að kjósendum líki það best þegar umboðið, sem þeir veita, er metið og það tekið alvarlega og af ábyrgð og þunga. Sýndarmennskan og brölt eftir hverri bólu sem birtist og bardagi um hver geti náð að verða bjart- asti bjálfinn áður en þær springa stuttu síðar, mun að lokum skila litlu. Jafnvel engu. yrri helmingur ársins* F Morgunblaðið/Eggert 20.9. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.