Iðjuþjálfinn - 01.11.2007, Blaðsíða 6

Iðjuþjálfinn - 01.11.2007, Blaðsíða 6
6 • IÐJUÞJÁLFINN 2 / 2007 „Gjörið svo vel og gangið í bæinn,“ segir Okoo Sergelen, starfsmaður MND félagsins í Mongólíu, og brosir út að eyrum. Við erum stödd í einu af Ger­hverfum* Úlan Bator. Kuldinn er nán ast óbærilegur. Mælirinn sýndi ­25°C þegar við yfirgáfum hótelið. Lykt af kolareyk fyllir loftið. Við fáumst ekki inn í húsið, ef hús skyldi kalla. Kofi sem er ekki meira en 20­30 fermetrar. Við erum hreinlega of for­ vitin og of agndofa til að fást til að fara inn. Ger­ hverfið er girt af með háum girðingum, inni í hverri girðingu úir og grúir af tjöldum og kofaskriflum. Þarna býr stór hluti mongólsku þjóðar­ innar án þess að vera tengdur við vatns­ veitu eða klóaklagnir. Hríðhoraðir hundar eru út um allt í leit að æti. Við höfum verið vöruð við að vingast við þá, margir bera með sér hundaæði. Ég sé gamla konu staulast út úr einu tjald­ inu og feta sig varlega yfir freðna jörð­ ina í átt að kamrinum, sem er sameigin­ legur þessari 4 húsa þyrpingu sem er innan þessarar girðingar. Iðju þjálfinn í mér fer strax að hugleiða hvernig í ósköpunum þessi háaldraða hruma kona ætli sér að athafna sig á salerninu, sem í raun er eiginlega of fínt orð fyrir skúrinn. Hér er ekki um að ræða Gustavs berg með 10 cm salernis­ upphækkun með skol­ og þurrkbúnaði ásamt veggföstum salernisstoðum hvora sínum megin. Hér er um að ræða einfalda timburveggi og holu í jörðinni. Ég kemst ekki hjá því að hugsa með hryllingi til kuldans sem brátt muni leika um neðri hluta gömlu konunnar, en ákveð samt með sjálfri mér að þessi aðstaða hljóti að vera betri í frost hörkunum, heldur en sumar­ hitanum sem oft fer upp í 40°C. Þá hlýtur lyktin að vera óbærileg. Við göngum loks inn í húsið. Mér líður eins og ég sé komin á Byggðasafnið á Skógum og árið sé 1920. Kolaeldavél stendur í einu horninu, pönnur og pott ar á gólfinu. Rúmræksni standa með fram veggjum. Veggirnir eru fóðr­ aðir með gólfteppum til að verjast kuldanum. Hér býr hin fertuga Bayartsetseg ásamt systrum sínum og móður. Bayartsetseg situr í hjólastól, sem muna má fífil sinn fegri. Hún var nýlega greind með MND sjúkdóminn. Við fáum að vita að Bayartsetseg hafi fundið til einkenna allt frá unglings­ árum. Þau komu til borgarinnar í leit að lækningu fyrir hana. Systir hennar er einnig fötluð. Við fyrstu sýn virðist hún vera með CP. Við stöldrum strax við óvenjuleg sjúk dómseinkenni sem Bayartsetseg lýsir. Þau passa ekki við MND sjúkdóminn. Við förum varlega í að segja að það sé afar óvenjulegt að MND sjúkdómurinn geri vart við sig svo snemma sem hún lýsir. Þetta er þriðja heimsókn okkar inn á heimili þar sem augljóst er MND sjúklingur hefur verið greindur á rangan hátt. „Can you please diagnose her“ ákalla starfsmenn og þeir læknar sem fylgja okkur í heimsóknirnar. Við erum mjög ráðvilltar, vitum ekki til hvers er af okkur ætlast og engan veginn í stakk búnar út frá faglegri siðvitund til að svara þessum spurningum sem dynja á okkur þrátt fyrir margra ára reynslu í að vinna með MND veikum. Örvænt­ ingin er mikil að fá klára sjúkdóms­ greiningu því ferlið hefur verið langt hjá sjúkl ingunum. Við reynum að út­ skýra að það þurfi að fara í gegnum töluvert margar rannsóknir til að fá úr því skorið hvort um MND sé að ræða. Við segjumst ekki geta sjúkdómsgreint einn né neinn. „Ég er bara iðjuþjálfi,“ reyni ég að segja. Bayartsetseg horfir á okkur „töfralæknana úr vestri“ von­ brigða aug um. Hjúkrunarfræðingarnir í hópnum segja það sama: „Við getum ekki sjúk dómsgreint.“ Bayarsetseg er döpur, hún hafði bundið miklar vonir við að fá loksins vestrænt, læknisfræði­ legt álit. Við reynum að vera hressilegar þegar við segjum að það sé jákvætt að við teljum hana ekki vera með MND sjúk dóminn, því mögulega sé hún með sjúk dóm sem gefi henni fleiri lífár en MND myndi gera. Við yfirgefum heimil ið ráðvilltar og í uppnámi, því við komum alls ekki með það að mark­ miði að ganga á milli heimila í Mong­ ólíu og veita sjúkdómsgreiningar. Ég fæ mig varla til að setjast upp í upphitaða hvíta Land­Cruiserinn með leðursætunum, þessi miklu skil milli ríkidæmis og fátæktar eru allt í einu fáránleg og ég skammast mín. Þegar við keyrum í gegnum hverfið sé ég að dauðir hundar liggja víða í vegkantinum frosnir í hel. Ég sé hvar ungt par kemur gangandi hönd í hönd með hvítvoðung vafinn inn í skinn og tvö önnur börn, líklega tveggja og þriggja ára, skondrast með þeim, þau brosa til okkar og veifa. Þau hafa verið að sækja sér vatn í eina af vatnssjoppunum sem Rauði krossinn stendur fyrir. Við keyrum aðeins lengra inn í borgina. Ég sé hvar götubörnin koma upp úr holræsinu sem er svefn­ staður þeirra. Þau lifa á götunni og hafa lífsviðurværi sitt af betli og vændi. Ég kemst ekki hjá því að tárast. Á Iðjuþjálfun án landamæra - Mongólíuverkefni MND félagsins ■ Kristín Einarsdóttir Yfiriðjuþjálfi Landspítala Fossvogi

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.