Iðjuþjálfinn - 01.11.2007, Blaðsíða 13

Iðjuþjálfinn - 01.11.2007, Blaðsíða 13
IÐJUÞJÁLFINN 2 / 2007 • 13 Inngangur Geðheilsa er undirstaða almenns heil brigðis og vellíðunar. Þegar geð­ heilsan er góð trúum við á okkur sjálf, höfum áhrif á umhverfi okkar, berum virðingu fyrir okkur sjálfum og sam­ ferðamönnum okkar. Góð geðheilsa byggist annars vegar á þeim „góðu genum“ sem okkur er úthlutað við getn að og hins vegar á uppeldis­ og umhverfisþáttum eins og sjálfstrausti, trú á eigin áhrifamætti, félagslegri og samskiptalegri færni. Félagslegar að­ stæður eins og menntun, atvinna, fjár­ hagur og þjóðfélagsstaða hafa einnig áhrif (Nikelly, 2001). Skilin á milli eðlilegrar geðheilsu og geðheilsubrests eru ekki alltaf ljós. Alvarleg áföll, s.s. líkamlegur heilsubrestur, missir og umhverfisógnanir geta t.d. stuðlað að geðrænum vanda. Þá skipta menn­ ingaráhrif og aðferðir við sjúkdóms­ greiningu máli. Ekki hefur fundist einn ákveðinn orsakavaldur geðheilsubrests eða geðsjúkdóma en ýmsar tilgátur hafa komið fram á síðustu áratugum. Talið er að um 50.000 Íslendingar, fimm ára og eldri, eða 22% þjóðarinnar, eigi við geðræna kvilla að stríða á hverjum tíma (Heilbrigðis­ og trygg­ ingamálaráðuneytið, 2000). Hlutfall geðraskana sem aðalorsök örorku hefur farið hækkandi undan­ farin ár. Á árinu 2005 var geðröskun helsta orsök örorku hjá um 40% þeirra karla sem þá voru á slíkri skrá hjá Trygg ingastofnun ríkisins. Á meðal kvenna voru algengustu orsakirnar stoð kerfisvandamál (35%) og geðrask­ anir (31%) (Sigurður Thorlacius, Sigurjón Stefánsson og Stefán Ólafsson, 2007). Samkvæmt lögum um heilbrigðis­ þjónustu skulu allir landsmenn eiga kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar andlegu, líkamlegu og félags legu heilbrigði (lög um heil­ brigðisþjónustu nr. 97/1990). Til að framfylgja þessum lögum er nauðsyn­ legt að gera gæðabundnar rannsóknir á skilvirkni heilbrigðisþjónustunnar. Á ráðherrastefnu Alþjóðaheilbrigðis­ málastofnunarinnar (WHO), sem hald in var í Helsinki 12.­15. janúar 2005, undirritaði þáverandi heil brigð­ is ráðherra, Jón Kristjánsson, ásamt kollegum sínum í Evrópu, yfirlýsingu um geðheilbrigðismál. Í yfirlýsingunni er sett á oddinn að stjórnvöld verði að móta, innleiða og meta stefnulöggjöf sem leiði til aðgerða. Þetta felur m.a. í sér áherslu á að fólk með geðraskanir sé virkir þátttakendur í samfélaginu. Jafn­ framt er undirstrikað að það sé sam­ eiginlegt átak allra að taka á fordómum, mismunun og ójafnræði. Í yfirlýsing­ unni er hvatt til þess að styðja fólk með geðraskanir og aðstandendur þeirra til virkrar þátttöku í því starfi að móta og innleiða samþætt og skilvirkt heildar­ kerfi í geðheilbrigðismálum sem nái frá forvörnum til eftirfylgni ásamt lykil­ þáttum sem áhrif hafa á bata og bata­ ferlið (World Health Organization, 2005). Miklar breytingar hafa orðið á geð­ heilbrigðisþjónustu síðustu áratugi víða um heim. Lokaðar sjúkrastofnanir hafa vikið fyrir opnari geðdeildum auk þess sem dagdeildar­ og göngudeildar­ þjónusta hefur aukist. Legurýmum á sjúkrahúsum fækkar stöðugt (Rogan, 2006). Fleiri stéttir koma að málefnum geðsjúkra en áður. Meiri skilningur er á geðheilsu og mikilvægi hennar fyrir alla. Í stað þess að tala um sjúkdóma er farið að tala um truflanir, færni skerð­ ingar, fötlun eða vandamál. Í stað þess að tala um sjúklinga er farið að tala um notendur þjónustunnar. Svokölluð notendaþekking er farin að ryðja sér til rúms og einokunarstaða sérfræðiþekk­ ingar er á undanhaldi (Topor og Filipe, 2006). Batarannsóknir hafa leitt í ljós að batinn liggur fyrst og fremst í höndum skjólstæðinganna sjálfra. Fagaðilar og sú þjónusta sem veitt er eru engu að síður mikilvægir áhrifavaldar í bata (Borg, 2004; Borg og Kristjansen, 2004; Borg og Topor, 2003; Jensen, 2004b; Topor o.fl., 2006). Einstaklingar sem átt hafa við geð­ sjúkdóma að stríða en náð bata hafa stigið fram á völlinn og m.a. gagnrýnt geðheilbrigðisþjónustuna. Má þar nefna Patricia Deegan (1988, 1992, Geðrækt geðsjúkra - Að ná tökum á tilverunni ■ Elín Ebba Ásmundsdóttir Lektor við Háskólann á Akureyri Forstöðuiðjuþjálfi geðsviðs Landspítala háskólasjúkrahúss Efniviður rannsóknarinnar var reynsla og skoðanir geðsjúkra á bata og bataferlinu. Markmið rannsókn­ arinnar var að draga fram þá geð­ heilsueflandi þætti sem voru í ein­ staklingunum sjálf um og umhverfi hans. Viðtöl voru tekin við 25 einstaklinga sem náð höfðu tökum á geðsjúkdómi sínum. Einnig var gerð vettvangsathugun þar sem fólk í bata kom saman til að takast á við daglegt líf. Aðferðir fyrirbæra fræðinnar, sem tilheyra eigindlegri rann sóknarhefð, voru notaðar til að lýsa ferli batans og merkingu batans í huga við­ mælenda. Dregin voru út helstu þemu sem viðmælendur voru sam­ mála um að hefðu áhrif á bataferlið. Gögnin voru einnig skoðuð út frá grundaðri kenningu og túlkunar­ fræði. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu fram á samspil umhverfis og ein staklings í bataferlinu. Bati næst ekki nema með fullri þátttöku og mikilli vinnu viðkomandi ásamt hvatningu og tækifærum í um hverf­ inu. Af niður stöðunum má draga þá ályktun að breytinga sé þörf í geðheil brigðis þjónustunni, efla þurfi nærþjónustu og vinna meira með umhverfisþætti sem geta örvað bata­ ferlið.

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.