Iðjuþjálfinn - 01.11.2007, Blaðsíða 4

Iðjuþjálfinn - 01.11.2007, Blaðsíða 4
Nú lítur dagsins ljós annað tölublað Iðjuþjálfans á þessu ári sem er nýmæli, en undanfarin ár hefur einungis eitt tölublað komið út á ári. Vegna fjölda greina á vormánuðum varð þetta niðustaðan, að gefa út tvö blöð á þessu ári, en framvegis kemur blaðið út á haustmánuðum. Það er afar ánægjulegt að sjá tvær ritrýndar greinar í sama blaðinu og er það vonandi vísbending um það sem koma skal. Iðjuþjálfar stunda rannsóknir í sífellt meira mæli og mikilvægt er að birta niðurstöður þeirra í fagblaði okkar. Ekki er síður mikilvægt að birta greinar sem eru ekki ritrýndar, greinar um ýmis málefni sem varða fagið og stéttina. Blaðið okkar þarf að vera vettvangur fyrir hvort tveggja, ritrýndar fræðigreinar og greinar annars eðlis. Iðjuþjálfun er ört vaxandi stétt á Íslandi og fleiri og fleiri þekkja störf iðjuþjálfa, ýmist af eigin raun eða að afspurn. Sífellt fleiri störf eru auglýst og alltaf einhver sem ekki tekst að manna. Það er því ljóst að mikilvægt er að fjölga iðjuþjálfum á Íslandi og í þeim efnum eru það afar ánægjuleg tíðindi sem bárust á haustmánuðum frá Háskólanum á Akureyri að fyrirhugað sé að bjóða kennslu í iðjuþjálfun í fjarnámi strax haustið 2008. Þetta mun gefa fleirum tækifæri til að nema fagið. Iðjuþjálfafélag Íslands og námsbraut í iðjuþjálfun við HA hafa verið í samstarfi en þetta skapar nýja fleti á samvinnu, m.a. um kynningu á faginu. Það er mikilvægt að hafa í huga að kynning á faginu á sér ekki einungis stað í fjölmiðlum heldur einnig í hvert sinn sem iðjuþjálfun er nefnd, eins og þegar iðjuþjálfar halda fyrirlestra, eru spurðir um starfið sitt eða taka þátt í Skólatöskudögum. Um 50 iðjuþjálfar tóku þátt í þeim í september sl. og hittu nokkur þúsund skólabörn. Þau fóru með upplýsingar frá iðjuþjálfum heim og kennarar og annað starfsfólk í skólum sá iðjuþjálfa að störfum. Nú líður að jólum og öllu því annríki sem þeim fylgja. Þá er áríðandi að gefa gaum að jafnvægi í daglegu lífi og engir eru betur til þess fallnir en iðjuþjálfar að leiðbeina öðrum um þennan þátt í lífsstílnum. Göngum á undan með góðu fordæmi, það er kynning líka, og óska ég ykkur öllum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs. Lilja Ingvarsson formaður Frá formanni ■ Lilja Ingvarsson, formaður IÞÍ 4 • IÐJUÞJÁLFINN 2 / 2007

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.