Iðjuþjálfinn - 01.11.2007, Blaðsíða 35

Iðjuþjálfinn - 01.11.2007, Blaðsíða 35
IÐJUÞJÁLFINN 2 / 2007 • 35 á færni skjólstæðings við iðju og upplifun hans á þeirri breytingu. Æski­ legast er að meta útkomu með aðferð­ um sem gefa niðurstöður bæði í ein­ staklings­ og þjónustusamhengi. Óháða þjónustuferlið Ferlið sem hér er kallað óháða þjónu­ stuferlið samsvarar í flestum grunn­ atriðum þjónustuferli AOTA (AOTA, 2002). Til að hnykkja enn frekar á ákveðnum atriðum eru felldir inn í ferlið þeir þættir sem eru mest ein­ kennandi fyrir þjónustuferli Fisher (Fisher, 1998 og 2006). Þjónustuferli AOTA er hluti af stærri starfsramma sem er ætlað að skýra hlutverk, við­ fangsefni og vinnulag iðjuþjálfa (AOTA, 2002). Þjónustuferli Fisher var fyrst kynnt fyrir tæpum áratug (Fisher, 1998) og hefur verið í stöðugri endurskoðun og vinnslu síðan (Fisher, 2006). Hugtök í starfsramma AOTA hafa ákveðna samsvörun og tengsl við hugtök alþjóðlega flokkunarkerfisins um færni, fötlun og heilsu eða ICF (Boyt Schell, Crepeau, og Cohn, 2003; World Health Organization, 2001) og Fisher vísar einnig til hugtaka ICF í sínu ferli (Fisher, 2006). Hvorugt ferlið byggir á fyrir fram ákveðinni grunnhugmyndafræði en rík áhersla er lögð á framkvæmdagreiningu þar sem horft er á skjólstæðinginn framkvæma tiltekin verk. Í kjölfar framkvæmda­ greiningarinnar eru síðan dregin inn ólík faglíkön og kenningar til að út­ skýra vanda skjólstæðingsins og leiða frekara mat og íhlutun. Fisher er upp­ hafsmaður þeirrar nákvæmu fram­ kvæmdagreiningar sem er vel þekkt innan iðjuþjálfunar í dag (Fisher, 1997 og 2006). Einnig hefur Fisher lagt mikið af mörkum við að skilgreina og útskýra á hvaða hátt megi nota iðju og athafnir til að hafa áhrif á færni og þátttöku fólks í iðju (Fisher, 1998 og 2006). Eitt af einkennum óháða þjónustuferlisins er því hversu ítarlega er gerð grein fyrir notkun eflandi iðju (therapeutic occupation) sem aðal verk­ færi í íhlutun. Óháða þjónustuferlið er skjól­ stæðings miðað í þeim skilningi að lögð er áhersla á að sinna þeim málefnum er íþyngja skjólstæðingnum og litið á þjónustuna sem samstarf við ákveðnar þjónustuaðstæður. Eflandi tengsl eru undirstaða þessa samstarfs. Í rökleiðslu sinni notfærir iðjuþjálfinn sér bestu fáanlegu rannsóknargögn um tengsl iðju og heilsu og áhrif ólíkra íhlutunar­ leiða á færni fólks og þátttöku (Boyt Schell, Crepeau, og Cohn, 2003). Ferlið er sett fram hér í fjórum megin­ skrefum sem hvert um sig spannar nokkur smærri skref eða áhersluatriði Mat Fyrsta skrefið í matsferlinu er að draga upp iðjumynd skjólstæðingsins. Iðjumyndin er fengin með viðtali við skjólstæðinginn og í sumum tilvikum aðstandendur hans. Þessi byrjun setur hinn skjólstæðingsmiðaða tón og er mikilvægt upphaf í þróun eflandi tengsla. Safnað er upplýsingum um iðjusögu og iðjureynslu skjólstæð ings­ ins, daglegt lífsmynstur hans, áhuga, gildi og þarfir. Skjólstæðingurinn er beðinn um að tilgreina styrkleika sína og erfið leika við að framkvæma iðju sem er honum mikilvæg. Matstæki með form legum viðtalsramma eins og COPM (Law o.fl., 1998) eða OPHI­II (Kielhofner o.fl., 2004) geta komið hér að góðum notum. Niðurstaða viðtalsins eru iðjuvandar sem staðfestir eru af skjólstæðingnum auk annarra mögu­ legra iðjuvanda sem iðjuþjálfann grun­ ar að geti verið fyrir hendi. Iðjumyndin stýrir næsta matsskrefi sem er fram­ kvæmdagreiningin. Framkvæmdagreining felst í að horfa á skjólstæðinginn framkvæma verk sem hann á í erfiðleikum með og tilgreina eða lýsa þeim gjörðum sem hafa mest áhrif á gæði framkvæmdarinnar. Niður staða greiningarinnar er lykil­ atriði í þeirri áætlanagerð og íhlutun sem á eftir kemur. Framkvæmdagreining getur verið formleg og er þá fyrst og fremst horft til matstækjanna AMPS (Fisher, 1997) og ACIS (Forsyth, Salamy, Simon og Kielhofner, 1998). Sé grein ingin gerð með óformlegu áhorfi þarf það að vera framkvæmt á mjög skipu legan hátt. Horft er eftir framkvæmda þáttum er varða hreyfingu og verkferli eða boð­ og samskipti og lagt mat á áreynslu, skilvirkni, öryggi og sjálfstæði skjólstæðings við að framkvæma eða hvort gjörðir hans eru félagslega við hæfi og eflandi fyrir sam­ skipti hans (Fisher, 2006). Fram­ kvæmda greining getur verið í öðru formi en byggist samt alltaf á áhorfi. Til dæmis má líta á hefðbundna athug­ un á færni við heimilis störf sem óform­ lega fram kvæmda greiningu. Á sama hátt má leiða að því rök að Barthel­ matstækið (Mahony og Barthel, 1965) sé formleg framkvæmdagreining sé áhorf notað við fyrirlögn þess. Í báðum tilvikum er framkvæmdagreiningin samt frekar ófull komin þar sem ein­ göngu er verið að meta sjálfstæði skjól­ stæðingsins og þörf fyrir aðstoð og horft fram hjá öðrum gæðaþáttum. Að tilgreina áhrifaþætti er lokaskrefið í matinu. Þetta eru skjólstæðings­ og umhverfisþættir sem ýta undir eða draga úr framkvæmd iðju og varpa þar með ljósi á orsökina fyrir iðjuvand­ anum. Hér eru hugmyndafræði og fag­ líkön dregin inn í rökleiðsluna um leið og hugsað er til baka um fram kvæmda­ greininguna og rifjað upp hvaða skjól­ stæðings­ eða umhverfis þættir hindr­ uðu framkvæmd verksins. Einnig eru nýttar upplýsingar frá iðjumyndinni 1. Mat I jumynd Framkvæmdagreining Áhrifa ættir 2. Íhlutunaráætlun Markmi Nálgun og a fer ir 3. Íhlutun Notkun i ju og athafna I jumi u fræ sla og rá gjöf Eflandi tengsl Skjólstæ ingsmi u nálgun Gagnreynt starf 4. Útkoma Framkvæmd i ju átttaka og ánægja En dur sko un Bre ytin gar Sam ætting Skráning Mynd 3. Óháða þjónustuferlið (AOTA, 2002; Fisher 1988 og 2006)

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.