Iðjuþjálfinn - 01.11.2007, Blaðsíða 23

Iðjuþjálfinn - 01.11.2007, Blaðsíða 23
IÐJUÞJÁLFINN 2 / 2007 • 23 skilnings á fötlun eru enn ríkjandi innan heilbrigðiskerfisins, bæði leynt og ljóst (Snæfríður Þóra Egilson og Guðrún Pálmadóttir, 2006). Lawlor og Mattingly (1998) benda á að þjálfarar séu upp til hópa aldir upp við klíníska menningu (clinic culture) þar sem litið er á fagmanninn sem sér­ fræðing, og áhersla lögð á mat og meðferð á þjálfunarstað. Loks finnst þjálfurum oft erfitt að vinna með foreldrum sem hafa annan bakgrunn, gildi og viðhorf en þeir sjálfir, sér í lagi ef þarfir barns og fjölskyldu fara ekki fyllilega saman að þeirra mati (Franck og Callery, 2004; Hinojosa, Mank­ hetwit og Sproat, 2002). Allir þessir þættir geta torveldað framkvæmd fjölskyldumiðaðrar þjónustu í reynd. Þverfagleg teymisvinna er oft talin meginforsenda þess að fjölskyldur barna með flóknar þarfir fái þjónustu við hæfi (King og Meyer, 2006; Sloper, 2006). Í rannsóknum hefur þó iðulega verið lögð meiri áhersla á ferlið, þ.e. lýsingu á því sem gert er í stað út­ komunnnar fyrir barn og fjölskyldu, sem torveldar yfirsýn yfir það hverju þjónustan skilar í raun (Sloper, 2004). Teymisvinna er æ algengari í þjónustu við börn og fjölskyldur, s.s. í snemm­ tækri íhlutun (early intervention). Algengt er að iðjuþjálfar og sjúkra­ þjálfarar vinni í teymum af ýmsum toga en hlutur foreldra í teymisvinnu er mismikill enn sem komið er. Hér á landi gætir aukinnar áherslu á notendastýrða þjónustu í umræðu um fatlað fólk. Í drögum að stefnu Félagsmálaráðuneytisins um þjónustu við fötluð börn og fullorðna 2007­ 2016 kemur m.a. fram að þjónustan skuli sniðin að þörfum notenda og að byggt skuli á heildstæðri, einstaklings­ miðaðri þjónustuáætlun sem sé endur­ skoðuð reglulega. Ábyrgð á þjónustunni sé samhæfð hjá einum aðila, hún skuli vera einstaklingsmiðuð, sniðin að þörfum þess sem í hlut á og byggð á heildstæðri og sveigjanlegri þarfagrein­ ingu (Félagsmálaráðuneytið, 2006). Stefnudrögin ná þó aðeins til þess hluta sem er á forræði og ábyrgð Félags­ málaráðuneytisins. Greiningar­ og ráð­ gjafarstöð ríkisins (GRR) starfar á vegum ráðuneytisins. Þar fer m.a. fram athugun og greining barna með fatlanir og frávik í taugaþroska, stuðningur við fjölskyldur fatlaðra barna, auk ráðgjafar um þjálfun og aðra íhlutun. GRR er eini formlegi þjónustuaðilinn hér á landi með skilgreindar skyldur gagnvart börnum með hreyfihömlun (Lög um Greiningar­ og ráðgafarstöð ríksins, 2003). Þar starfa nokkrir iðjuþjálfar og sjúkraþjálfarar á hreyfihömlunarsviði. Flestir íslenskir iðjuþjálfar og sjúkra­ þjálfarar starfa hins vegar samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu sem kveða ekki skýrt á um ábyrgð eða þjónustu við börn með hreyfihömlun. Á undanförnum árum hefur verið fjallað töluvert um þá þjónustu sem fötluðum börnum og foreldrum þeirra stendur til boða hér á landi. Sjónarhorn foreldra á eðli og innihald þessarar þjónustu hafa þó lítt verið könnuð svo vitað sé. Markmiðið með rannsókninni var að öðlast skilning á viðhorfum foreldra íslenskra barna með hreyfi­ hömlun til þjónustu iðjuþjálfa og sjúkraþjálfara. Leitast var við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: 1) Hvernig skynja foreldrar barna með hreyfihömlun og meta þjónustu iðjuþjálfa og sjúkraþjálfara? 2) Hvers konar þjónustu vilja foreldrar barnanna? Aðferð Rannsóknin var unnin innan eig in­ legrar rannsóknarhefðar (Bogdan og Biklen, 1998; Strauss og Corbin, 1998). Byggt er á gagnaöflun í tengsl­ um við doktorsrannsókn mína um þátttöku nemenda með hreyfi hömlun í skólastarfi (Snæfríður Þóra Egilson, 2005). Þátttakendur Alls tóku 17 foreldrar barna með hreyfihömlun þátt í rannsókninni, 14 mæður og þrír feður frá fertugsaldri að sextugsaldri. Í tíu tilvikum bjuggu börnin hjá báðum foreldrum þegar gagnaöflun fór fram en fjögur börn bjuggu hjá móður. Átta fjölskyldur voru af höfuðborgarsvæðinu en sex utan þess, ýmist úr þéttbýliskjörnum eða dreifbýli. Börnin 14 stunduðu nám í 1.­7. bekk grunnskóla, 11 skólum alls. Öll höfðu þau og fjölskyldur þeirra Fjöldi Kyn Drengir 9 64 Stúlkur 5 36 Bekkjardeild Fyrsti – annar bekkur 4 29 Þriðji – fjórði bekkur 4 29 Fimmti – sjötti – sjöundi bekkur 6 42 Sjúkdómsgreining Heilalæg lömun (CP) 8 57 Hryggrauf 2 14 Stoðkerfis­, vöðva­ eða taugasjúkdómar 4 29 Námsörðugleikar 7 50 Óhefðbundnar tjáskiptaleiðir 2 14 Meginaðferð við að fara um skólahúsnæðið Gengur sjálf(ur) 3 21,5 Hækjur, stafir eða göngugrind 3 21,5 Handknúinn hjólastóll 1 7 Rafknúinn hjólastóll 1 7 Annað (spelkur, stuðningsfulltrúi fylgir nemanda) 3 21,5 Fluttur/keyrður af öðrum 3 21,5 Stoðþjónusta Sjúkraþjálfun 14 100 Iðjuþjálfun 4 29 Tengsl við þjálfara á Greiningarstöð 9 64 Tafla 1 Yfirlit yfir einkenni barnanna í rannsókninni n %

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.