Iðjuþjálfinn - 01.11.2007, Blaðsíða 17
IÐJUÞJÁLFINN 2 / 2007 • 17
hagsmuna að gæta … það hafði enginn
þetta ‘edge’ sem þurfti til að koma mér
upp á hólinn.“
Margir undirstrikuðu mikilvægi þess
að gleypa ekki allt hrátt; að geðsjúkir
þurfi ekki að taka við öllu sem að þeim
sé rétt. Þeir eiga að vera gagnrýnir á
það sem í boði er. ‘Bárður’ komst að
því eftir 10 ára veru hjá geðheil brigðis
starfsmanni að sú manneskja hefði
verið gagnslaus, hefði setið ‘passive’ og
ekki gert neitt.
Hlutverkin
Helstu hlutverk fólks í lífinu tengjast
skólagöngu, vinnu eða öðrum sam
skiptum. Að halda mikilvægum hlut
verkum þrátt fyrir veikindi eða að fá
tækifæri til að spreyta sig á nýjum vó
þungt í bataferlinu að mati viðmælenda.
Hlutverkin gátu falist í umönnun eða
atvinnuþátttöku. Í huga viðmælenda
höfðu hlutverk sem fólust í því að láta
gott af sér leiða sérstakt vægi í bata
ferlinu.
Raunhæf verkefni sem hafa þýð
ingu og gildi. Mikilvæg hlutverk lágu
í ýmsum verkefnum og atvinnutæki
færum sem höfðu persónulega þýðingu
og gildi fyrir viðmælendur. Í veikindum
var sjúklingshlutverkið allsráðandi og
tímabilið einkenndist af óvirkni. Bata
hvetjandi verkefni voru afar mismun
andi. Sem dæmi komst ‘Sigurrós’ í
sveit eftir útskrift af geðdeild. Í sveit
inni fékk hún hlutverk sem var henni
mikils virði og hún tók batastökk. Þar
var þess krafist af henni að hún færi á
fætur klukkan fimm á morgnana. Ef
hún vaknaði ekki gátu lömbin dáið, líf
þeirra var undir henni komið: „Ég
þurfti að vakna og svona klukkan fimm
um nóttina og þá að gá að rollunum og
ef ég gerði það ekki þá gat einhver önnur
rolla trampað á lambið eða eitthvað.“
Í tilfelli ‘Þórs’ voru það félagarnir í
starfseminni sem tengdust eftirfylgdar
úrræði sem gáfu honum mikilvægt
hlutverk. Þeir höfðu svipaðan bakgrunn
og ‘Þór’ og gátu samsamað sig honum.
‘Þór’ skilgreindi veru sína þarna, en þar
voru vinnutengd hlutverk í hávegum
höfð, á eftirfarandi hátt: „Þar sem mín
menntun og reynsla skilaði sér ... þannig
gat ég gert gagn … það var ýmislegt sem
þurfti að gera þarna eins og útgáfa blaðs,
skrifa greinar og svona.“ ‘Þór’ leit
einnig á það sem hlut verk og þátt í
batanum að segja sögu sína: „Að vera á
meðal fólks og segja frá sínum þroska.“
‘Sigurður’ fékk hlutverk sem hafði
þýðingu fyrir hann, í hópastarfi með
öðrum skjólstæðingum: „Það þurfti að
gera eitthvað sem var þess virði að gera
það … ég tók ábyrgð á kannski ein
hverjum hópi eða ábyrgð á einhverju sem
var gert skilurðu svona þar sem ég fann
fyrir því að ég skipti máli.“
Með hlutverkum sem höfðu þýðingu
og gildi fyrir viðmælendurna jókst
sjálfstraust þeirra. ‘Þór’ lýsti auknu
sjálfstrausti á eftirfarandi hátt: „Þór
getur þetta, hann getur þetta … í staðinn
fyrir Þór gerir ekki, Þór getur ekki.“
Að fá vinnu eftir veikindi og fá að
njóta sín þar sem bæði samstarfsfólk og
yfirmenn vissu um geðsjúkdóminn
skipti máli fyrir mörg þeirra: „Fólk
þekkir alveg mína forsögu, ég kem þarna
inn á þeim forsendum.“
Tækifæri til að gefa af sér. Margir
viðmælenda fundu sérstakan kraft
þegar þeir höfðu tækifæri til að miðla
af reynslu sinni og gefa af sér til þeirra
sem styttra voru komnir í bataferlinu.
Það efldi þá enn frekar í bataferlinu að
verða þannig fyrirmyndir: „Ég verð að
láta þessa reynslu nýtast … það er
kannski ástæðan fyrir því að mér líður
svona vel hér, hér er ég alltaf að berjast
fyrir því að öðrum líði vel,“ sagði ‘Anna’.
Hún lagði mikla áherslu á að hún vildi
koma upplýsingum til fólks: „Upp
lýsingum svo fólk geti varað sig, svo að
það þurfi ekki að lenda í sama pyttinum
og ég.“ ‘Sigurður’ var svip aðrar skoð
unar, þegar hann sagði: „Ég vona að
mín reynsla nýtist einhverjum öðrum …
þegar ég var að byrja sem geðveikur ein
staklingur í þessu okkar samfélagi … ég
fékk engar upplýsingar, ég fékk enga
aðstoð, ég vissi ekkert hvað ég var, ég
bara stóð einn í myrkr inu.“
Hafa áhrif. Verkefni sem þau tóku
þátt í, og höfðu áhrif á umhverfið
vegna þeirra framlags, skiptu miklu
máli og höfðu batahvetjandi áhrif.
‘Gyða’ fann til stolts þegar hún var
metin út frá sínu framlagi og án þess
að gerðar væru kröfur sérstaklega til
hennar. Hún fékk virðingu og athygli
út á... „kosti persónu minnar, ekki út á
sjúkdóminn og lyfin eða allt það“ eins og
hún orðaði það. Með eftirfylgdar
úrræðum hafði hún allt í einu fleiri
möguleika en að leggjast á geðdeild og
það örvaði hana til bata. Á þeim stað
fann hún fyrir metnaði fyrir hennar
hönd og hún var hvött áfram. Hún átti
hlutdeild í að skapa umhverfi sitt.
‘Bárður’ lýsir þessu þannig: „Þær breyt
ingar sem urðu á mér í gegnum starfið er
þáttur í því að ég á meiri möguleika á að
safna góðum minningum heldur en áður.
Ég hef tækifæri að til að vera í félagsskap
… upplifa virkni og vera virkur þátt
takandi í ákvarðanatöku.“
Umhverfið
Stuðningur fjölskyldu, vina og
sam ferðamanna. Stuðningur og
þrautseigja aðstandenda vó þungt. Þeir
viðmæl endur sem áttu fjölskyldu sem
studdi þá, hélt út með þeim og gat sett
þeim mörk í veikindunum álitu að
aðkoma þeirra hafi skipt sköpum í
bataferlinu. ‘Benni’ benti á að það
hefði verið mikilvægt fyrir bataferlið að
fjölskyldan setti honum mörk þegar
hann var sem veikastur og lét svipta
hann sjálfræði: „Þau voru bara hörð við
mig, sko, þau sviptu mig bara, skiptir
miklu máli að leyfa þessu ekki að malla
eitthvað sko, það er bara að tækla þetta,
sko.“ Fjölskylda ‘Sigurrósar’ stóð með
henni allan tímann, hún heimsótti
hana og hafði trú á að henni myndi
batna. Í veikindunum var ‘Sigurrós’
reið út í fjölskylduna, hún braut allt og
braml aði, skaðaði sjálfa sig og réðst á
fjöl skyldumeðlimi: „Þau ætluðu bara
ekk ert að gefast upp á mér … ég var
alveg eins og brjálæðingur á tímabili og
var alltaf að skaða mig og rústa hlutum
og svona, en þau sögðu bara að það skipti
ekki máli, þér batnar bráðum og þau
trúðu alveg á það og smátt og smátt fór
ég að hugsa svona, já, þetta er líklega rétt
hjá þeim.“ Vinir ‘Sigurrósar’ héldu
einnig í vonina um að halda tengslum
við hana og efldu sjálfstraust hennar:
„Vinir, sem hringja í mann og tala við
mann og eru tilbúnir að gera eitthvað
með manni.“
Tiltrú samferðafólks á viðmælend
unum og hvatning og metnaður fyrir
þeirra hönd voru áhrifavaldar í bata:
„Ég var svo hrædd um að fólk myndi
segja, heyrðu þú ert nú eitthvað klikk uð
... ég sá hvað margir stóðu á bak við mig
þegar ég veiktist.“ ‘Bárður’ lagði áherslu
á að hugsun hans og sjálfsmynd
mótaðist í samskiptum við aðra. Þess
vegna væri svo mikilvægt í bata að fá
tækifæri til að vera samvistum við sem
fjölbreyttastan hóp fólks, ekki bara
aðra sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólk.
‘Gyða’ talaði um batann sem tækifæri
til að „hrærast í deginum í dag“ og takast
á við hversdagslega hluti. Þá hafi hún