Iðjuþjálfinn - 01.11.2007, Blaðsíða 24

Iðjuþjálfinn - 01.11.2007, Blaðsíða 24
24 • IÐJUÞJÁLFINN 2 / 2007 verið í nánum tengslum við iðjuþjálfa og sjúkraþjálfara frá unga aldri. Hreyfiskerðing barnanna var af ýmsum toga, allt frá vægri til alvarlegrar hömlunar. Markvisst úrtak úr fötlunar­ skrá GRR var nýtt til að endurspegla dæmigerðan hóp barna með hreyfi­ hömlun á aldrinum 6­12 ára. Börnin áttu flest hver erfitt með að komast um og jafnframt í erfiðleikum með hand­ beitingu. Helmingur hópsins fylgdi jafnöldrum sínum eftir í námi en jafnstór hluti var með náms örðugleika eða sértækar námsþarfir af einhverjum toga. Þegar rannsóknin fór fram sóttu einungis fjögur börn iðjuþjálfun reglu­ lega en 13 börn tengdust iðjuþjálfun á einhvern hátt, ýmist í gegnum mótt­ tökur GRR, skilgreinda eftirfylgd frá GRR, eða þjálfunarhrinur hjá Styrktar­ félagi lamaðra og fatlaðra (SLF). Öll börnin sóttu sjúkraþjálfun og störfuðu flestir sjúkraþjálfararnir á sjálfseignar­ stofnunum svo sem SLF, eða einka­ reknum stofnunum. Tafla 1 gefur yfirlit yfir einkenni barnanna í rann­ sókninni. Gagnaöflun og greining Rannsóknargagna var aflað með opnum viðtölum við foreldra. Stuðst var við nokkrar lykilspurningar en viðtölin þróuðust eftir því sem við­ mælendur kusu. Þeir voru meðal annars spurðir um þá þjónustu sem barnið naut og um tengsl og samskipti þjálfara við heimili og skóla. Þá voru foreldrar inntir eftir því hvernig þjónustu þeir vildu og hvar hún ætti helst að fara fram. Viðtölin fóru fram á heimili fjölskyldunnar og á tíma sem hentaði foreldrum. Þau tóku 90­120 mínútur að jafnaði. Að auki var haft samband við foreldra símleiðis einu til tveimur árum eftir að viðtalið fór fram til að kanna hvernig málin hefðu þróast. Öll viðtöl voru hljóðrituð og síðan afrituð með leyfi foreldra. Þátt­ tökuathuganir í skólum barnanna voru nýttar til samanburðar og rétt mætis. Þar var sjónum beint að því sem for­ eldrar sögðu um aðkomu þjálfara að notkun hjálpartækja, aðgengi og aðferðum til að stuðla að þátttöku barnanna í skólanum. Gögnunum var safnað á árunum 1999­2004 og alls söfnuðust 630 síður (afrituð viðtöl og þátttökuathuganir). Gagnagreining fór fram samhliða gagna öfluninni og eftir að henni lauk og byggðist að mestu á nálgun grundaðrar kenningar (Strauss og Corbin, 1998). Gögnin voru marglesin og borin saman innbyrðis af rann­ sakanda. Beitt var opinni kóðun til að finna hugtök og þemu er tengdust rannsóknarspurningunum tveimur. Þemun voru síðar flokkuð í stærri heildir og tengd í gegnum öxulkóðun. Upphaflega var ætlunin að beina eingöngu sjónum að iðjuþjálfun en það reyndist vandkvæðum bundið þar eð hluti barnanna hafði notið tak­ markaðrar þjónustu iðjuþjálfa síðan þau voru á leikskólaaldri. Auk þess reyndust skilin milli faggreinanna tveggja alls ekki skýr í hugum allra viðmælenda. Því var sú leið valin að fjalla um þjónustu beggja hópa. Einnig fylgja stöku dæmi um þjónustu annars fagfólks heilbrigðisþjónustunnar sem foreldrarnir notuðu máli sínu til áréttingar. Ekki voru tekin viðtöl við þjálfara barnanna og endurspeglar rann sóknin því ekki sjónarhorn þeirra. Siðferðileg álitamál Ég starfaði um árabil með fötluðum börnum og fjölskyldum þeirra áður en ég hóf störf við iðjuþjálfunarbraut Háskólans á Akureyri árið 1997. Vegna fyrri starfa þekkti ég suma viðmælendur frá fornu fari, hafði komið að greiningu nokkurra barnanna og veitt öðrum víðtækari þjónustu. Ekki er ólíklegt að bakgrunnur minn hafi haft áhrif á það sem viðmælendur kusu að deila með mér. Ég var frá upphafi meðvituð um hugsanlega hagsmunaárekstra og hef áður gert ítarlega grein fyrir sið ferði­ legum og aðferðafræðilegum áskorun­ um sem fylgja því að rannsaka eigin starfsvettvang (Snæfríður Þóra Egilson, 2006a). Vegna smæðar samfélagsins er ekki vísað til persónueinkenna heldur einungis kyns viðmælenda og aldurs barns þeirra í þessari grein. Í beinum tilvitnunum og dæmum úr þátttöku­ athugunum eru notuð gervinöfn á stöku stað. Rannsóknaráætlunin var tilkynnt til Tölvunefndar (TND­ 200000815) og samþykkt af Vísinda­ siðanefnd (03­116). Niðurstöður Allir viðmælendur höfðu skoðanir á þjónustu iðjuþjálfa og sjúkraþjálfara og nefndu fjölmörg dæmi um hvernig hún gæti nýst. Greiningin leiddi í ljós þrjú meginþemu: Hlutverk þjálfara, staðsetning þjónustu og einkenni góðrar þjónustu. Nokkur skörun er á milli þemanna þriggja en í stórum dráttum lýsa tvö þau fyrrnefndu stöð­ unni þegar gagnaöflun stóð yfir en horft er til framtíðar í því síðastnefnda. Hlutverk þjálfara Í lýsingu sinni á því hvað þjálfarar gerðu lögðu viðmælendur áherslu á nokkur meginatriði. Hvað iðjuþjálfun varðar var það að útvega hjálpartæki og fylgja þeim eftir við mismunandi að­ stæður langefst á blaði. Auk þess nefndu nær allir að iðjuþjálfar veittu fjölskyldu og skóla upplýsingar og ráðgjöf, svo sem um aðgengismál. Þjálf un í daglegum athöfnum og af­ mörkuð hreyfiþjálfun fylgdi í kjölfarið. Þegar að sjúkraþjálfun kom skipaði líkamleg þjálfun stærstan sess. Þar á eftir kom eftirfylgd vegna hjálpartækja, upplýsingar og ráðgjöf. Hjálpartæki Einungis tvö börn komust að mestu af án hjálpartækja en hin notuðu hjálpartæki af ýmsum toga. Foreldrum var tíðrætt um hjálpartæki barnanna og töldu þau afar mikilvæg, bæði til að auka færni barnanna og til að fyrirbyggja frekari vanda síðar meir. Að mati foreldra gegndu iðjuþjálfar og sjúkraþjálfarar lykilhlutverki í að ráð­ leggja um tækjabúnað, útvega tæki og fylgja notkun þeirra eftir. Nokkrir voru sérlega ánægðir með þjónustuna og fannst hún skilvirk og fagleg. Móðir 12 ára drengs sagði: „Ég bara tek upp tólið, nefni erindið við þessar konur sem ég bæði treysti og virði og það er síðan framkvæmt. Svona á þjónustan að vera.“ Móðir 13 ára drengs tók í svipaðan streng: Varðandi tæknibúnað og hjálpartæki, þar hafa starfsmenn bæði á Greiningar­ og ráðgjafarstöðinni og stoðtækja fræð ingur verið sko svo framarlega að ég hef bara sagt já takk. Og þeir hafa ýtt málunum áfram en alltaf í afar góðum tengslum við mig. Öðrum fannst misbrestur á að mál­ un um væri sinnt sem skyldi, svo sem að hjálpartæki væru stillt reglulega og notkun þeirra könnuð. Móðir 8 ára drengs sagði: Í fyrra og alveg fram að þessu þá var hann með sjúkraþjálfara sem var ágætis sjúkra­

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.