Iðjuþjálfinn - 01.11.2007, Blaðsíða 36

Iðjuþjálfinn - 01.11.2007, Blaðsíða 36
36 • IÐJUÞJÁLFINN 2 / 2007 auk þess sem iðjuþjálfinn getur notað ýmis mats tæki sem eru sérstaklega hönn uð til að meta skjól stæðingsþætti og umhverfi. Mikilvægt er að vera vakandi fyrir því hvaða upplýsingar þarf og hvenær nægilegar upplýsingar eru fyrir hendi til að unnt sé að skipu­ leggja markvissa íhlutun. Íhlutunaráætlun. Skipulagning íhlut­ unar hefst með markmiðssetningu. Markmið í óháða þjónustuferlinu eru skráð sem árangurs mörk (sbr. kana­ díska þjónustuferlið) og hafa beina til­ vísun í þau verk þar sem framkvæmd skjólstæðingsins er ófull nægjandi. Í sum um tilvikum eru sett bæði yfir­ og undirmarkmið eða markmið til lengri og skemmri tíma. Nálgun í íhlutun er valin í kjölfar markmiðssetningar. Lausnir á iðju­ vanda einstaklinga má nálgast frá tveimur ólíkum sjónarhornum, en þau eru styrk ing (restorative model) og jöfnun (compensatory model). Í báð­ um til vikum er tilgangurinn að auka færni skjólstæðingsins við iðju en eftir ólíkum leiðum. Í jöfnun er leitað leiða til að bæta upp skerta færni við að framkvæma en í styrkingu er áhersla á að byggja upp, endurheimta og örva leikni í athöfnum eða líkamlega starf­ semi. Þegar unnið er með stærri hópum og samfélögum í heilsueflingar­ eða for varnarskyni er verið að koma í veg fyrir iðjuvanda. Í slíkum tilvikum er eðli legast að nálgast málefnið frá þriðja sjónarhorninu sem er nám (educational model). Í áætlanagerðinni er einnig tilgreint hvaða almennu aðferðir verða notaðar í íhlutun. Kennsla og þjálfun þar sem raun veruleg iðja er notuð, aðlögun, iðju miðuð fræðsla og ráðgjöf um lausn­ ir sem skjólstæðingurinn framkvæmir sjálf ur eru þær aðferðir sem eru not­ aðar. Forðast skal sviðsetta iðju, beinar æfingar og meðferð eins og skynörvun og vax þar sem skjólstæðingurinn er óvirkur. Slíkar aðferðir geta þó átt rétt á sér í einstaka tilviki en þær má aldrei nota einar sér. Tekin er ákvörðun um hver veitir íhlutunina, hvar hún fer fram og hvenær. Íhlutun. Íhlutun er ýmist bein, það er veitt af iðjuþjálfanum sjálfum, eða óbein þar sem einhver annar tekur að sér fram kvæmdina eftir að hafa fengið leið beiningar frá iðjuþjálfanum. Íhlut­ un er veitt með því að samþætta notk­ un iðju og athafna við iðjumiðaða fræðslu og ráðgjöf. Nákvæm útfærsla íhlutunar byggir á þeim kenningum og faglíkön um sem iðjuþjálfinn velur til að stýra einstökum aðgerðum, rann­ sóknum sem styðja notagildi þessara íhlutunar aðgerða og þeim sértæku verkefnum eða iðju sem skjólstæðing­ urinn tekur þátt í. Notkun iðju og athafna er hinn „verk legi þáttur“ íhlutunarinnar. Þegar skjólstæðingurinn æfir sig í að vinna verk sín á nýjan hátt, til dæmis með notkun hjálpartækja, breyttu verklagi eða í aðlöguðu umhverfi, er talað um þjálfun í aðlagaðri iðju (adaptive occupation). Þjálfun í áunninni iðju (acquisitional occupation) er þegar athafnir eru æfðar með það fyrir augum að skjólstæðingurinn nái leikni í að framkvæma þær á dæmigerðan máta. Ef athafnir eru notaðar til að byggja upp, endurheimta eða örva líkamlega starf semi er um að ræða þjálfun með styrkjandi iðju (restorative occupati­ on). Iðjumiðuð fræðsla og ráðgjöf er hinn „munnlegi“ eða upplýsandi þáttur íhlutunarinnar. Honum er jafnan beitt óformlega samtímis með notkun iðju og athafna þegar skjólstæðingnum, aðstandendum hans og öðrum er kennt að breyta iðju og umhverfi til að efla færni og þátttöku. Iðjumiðaðri fræðslu og ráðgjöf er einnig beitt á formlegri hátt þegar unnið er markvisst að því að auka þekkingu ákveðinna hópa með sérsniðnum fræðsluprógrömmum. Útkoma. Íhlutun iðjuþjálfa er fyrst og fremst ætlað að auka færni skjól stæð­ ingsins við að framkvæma tiltekna iðju og þá á þátttaka og ánægja að aukast í kjölfarið. Til að meta útkomu er fram­ kvæmda greiningin endurtekin og niður stöður við upphaf og lok þjónustu eru bornar saman. Auk þess er lagt mat á ánægju og þátttöku skjólstæðingsins með form legum eða óformlegum hætti. Niðurlag Í raunveruleikanum gerast atburðirnir sjaldnast í þeirri fastmótuðu röð þrepa sem sett eru fram í fræðunum. Atburðir tvinnast saman og skilin á milli þrepa eru oftast ekki skýr. Í raun er leiðin í gegnum ferlið farin mörgum sinnum með hverjum skjólstæðingi því hún er endurtekin fyrir sérhvern iðjuvanda eða málefni sem fengist er við. Og þar sem málefnin eru stödd á mismunandi stig um er oftast verið að vinna á mörg­ um þrepum samtímis. Þá er endur­ skoðun og aðlögun markmiða, áætlana og aðferða einnig stöðugt í gangi. Það má því líta á þjónustuferli hvers skjól­ stæðings eins og fléttu þar sem atburðir tengjast saman og mynda samfelldan vef. Það er mikilvægt að iðjuþjálfinn sé fær um að leysa þennan vef í sundur og fella atburðina að hinum ólíku þrepum ferlisins þannig að þeir myndi eina samfellda keðju. Þetta er hluti af því að vera meðvitaður um eigið vinnulag og faglega rökleiðslu. Þjónustuferlin þrjú sem lýst er hér að ofan eru mismunandi þegar kemur að hugmyndafræðilegri sýn, hlutverki iðju þjálfans og deilingu á valdi. Þegar ákveða skal hvaða þjónustuferli sé heppilegast að fylgja er mikilvægt fyrir iðjuþjálfann að líta til þjónustu um­ hverfisins og þarfa skjólstæðinga hóps­ ins sem um ræðir. Þá er ekki síður mikil vægt að líta í eigin barm og skoða hvaða vinnulag manni fellur best og hvernig unnt sé að samræma það þörf­ um skjólstæðinganna svo að þekk ing manns og leikni nýtist á sem hag kvæmastan máta. Þjónustuferli MOHO gerir alla jafna kröfur til þess að tengsl iðjuþjálfa og skjólstæðings séu ekki alltof skamm­ vinn. Styrkleiki ferlisins liggur í miklu innsæi iðjuþjálfans í líf skjól stæðingsins eftir ítarlega upplýsinga öflun. Til að nýta þetta innsæi í þágu skjólstæðingsins þarf góðan tíma auk þess sem breyting sem er afleiðing af virkni skjólstæð­ ings ins við iðju tekur alla jafna nokkuð langan tíma. Kiel hofner (2004) bendir á að líkanið um iðju mannsins nýtist sér staklega vel í aðstæðum þar sem unn ið er út frá sálfélagslegum sjónar­ miðum, en alls ekki ef markmiðið er að hafa á áhrif á undirliggjandi líkam­ lega hæfni. Líkan ið og þar með ferlið hefur reynst afar vel í heildrænni lang­ tíma endur hæfingu þar sem markmiðið er að hjálpa skjólstæðingum til að skapa sér nýtt og innihaldsríkt líf þrátt fyrir varanlega fötlun. Hið sama er að segja um vinnu með einstaklingum sem hafa afar tak markaða færni og lítinn vilja. MOHO þjónustuferlið er alla jafna einstaklings miðaðra en hin ferl in, en má samt vel nota með hóp­ um.

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.