Iðjuþjálfinn - 01.11.2007, Blaðsíða 33

Iðjuþjálfinn - 01.11.2007, Blaðsíða 33
IÐJUÞJÁLFINN 2 / 2007 • 33 ferlið er skipulagt sem mest í samstarfi við hann og iðjuþjálfinn leggur sig fram við að skilja hvernig skjólstæð­ ingurinn upplifir sjálfan sig og aðstæður sínar. Í kenningum sínum lýsir Kiel­ hofner hvernig iðja mótar manneskjuna og hvernig þroski fólks, tilvist og persónuleg einkenni eru afleiðing af því sem það tekur sér fyrir hendur. Virkni við iðju (occupational engage­ ment) er því lykillinn í þjónustu iðjuþjálfa og iðjan sem er notuð verður að vera „alvöruiðja“ sem hefur þýðingu fyrir skjólstæðinginn. Þjónustuferli tengt líkaninu um iðju mannsins var sett fram árið 2002 þegar Forsyth og Kielhofner lýstu sex þrepum þess (Kielhofner, 2002). Ferlið hefst með því að spyrja spurn­ inga sem stýra faglegri rökleiðslu. Þetta eru spurningar sem iðjuþjálfinn spyr sjálfan sig í huganum út frá aðstæðum skjólstæðingsins. Spurningarnar snúa að fyrrnefndum tíu fyrirbærum þar sem iðjuþjálfinn grennslast fyrir um aðlögun skjólstæðingsins sem iðjuveru, iðju hans, persónueinkenni og um­ hverfi. Á næsta þrepi er safnað upplýsingum um skjólstæðinginn í samstarfi við hann. Upplýsingarnar veita svör við spurn ingunum í þrepi eitt og leggja þannig grunninn að skilningi iðju þjálf­ ans á skjólstæðingnum sem iðjuveru. Innan líkansins um iðju mannsins hafa verið þróuð fjölmörg skjólstæðings­ miðuð matstæki í þessum tilgangi, en óformlegar aðferðir eru einnig mikil­ vægur þáttur í upplýsingaöfluninni. Nokkur matstækjanna eru almenns eðlis og til þess fallin að fá skýra heildar mynd af skjólstæðingnum og iðju hans meðan önnur eru sérstaklega ætluð til að nota í ákveðnum þjón ustu­ aðstæðum með áherslu á ákveðna þætti. Á þrepi þrjú dregur iðjuþjálfinn upp mynd af aðstæðum skjólstæðingsins. Þessi mynd fæst með því að samþætta fræðileg hugtök MOHO við hinar sértæku upplýsingar um skjólstæð ing­ inn. Þetta er iðjumynd skjólstæðingsins í MOHO hugtökum og sýnir meðal annars hvað ýtir undir og hvað hindrar aðlögun hans sem iðjuveru. Þrep fjögur snýst um að tilgreina markmið og áætlun. Hér er mikilvægt annars vegar að sjá fyrir sér hvaða breyt ing þarf að verða hjá skjólstæð­ ingnum (stefnumörkun í MOHO hugtökum) og hins vegar að tilgreina skýrt hvaða marki skal náð á þeim tíma sem þjónustan varir. Þannig er breyt­ ingin aðgerðabundin í markmiðs setn­ ingunni. Í markmiði er tilgreint hvað skjólstæðingurinn gerir þegar mark­ miðinu eru náð, hvar hann gerir þetta, að hvað marki og innan hvaða tíma­ ramma. Áætlunin lýsir hvernig iðja verður notuð til að vinna að mark­ miðinu og hvernig iðjuþjálfinn hyggst beita sér í samskiptum sínum við skjólstæðinginn til að styðja við virkni hans við iðju. Virkni við iðju (occu­ pational engagement) í MOHO táknar ekki einungis verklega framkvæmd eða gjörð heldur nær hún einnig til þess er gerist innra með skjólstæðingnum, það er hugsana hans og tilfinninga sem hafa með iðju að gera. Íhlutun er veitt og endurskoðuð á þrepi fimm. Áætlunin er framkvæmd samtímis því að safnað er upplýsingum um framvinduna, það er hvernig miðar að settu marki, og íhlutunin aðlöguð með tilliti til þess. Virkni við iðju er eina gilda íhlutunarleiðin í MOHO því samkvæmt líkaninu er hún það eina sem getur orsakað breytingu hjá skjólstæðingnum. Sem dæmi um slíka virkni má nefna að velja, semja um og prófa sig áfram við verkefni og einnig að skipuleggja, æfa, endurskoða og halda út við verk. Eflandi tengsl iðju­ þjálfa og skjólstæðings skapa jarðveginn fyrir virknina þar sem iðjuþjálfinn notar sjálfan sig markvisst í samskiptum sínum við skjólstæðinginn. Aðferðir sem iðjuþjálfinn beitir eru meðal ann­ ars að setja ramma og mörk, réttmæta upplifun og reynslu skjólstæðingsins, skipuleggja og aðlaga umhverfi, gefa ráð, hvetja og veita leiðsögn og líkam­ legan stuðning. Á lokaþrepinu er safnað upplýsingum til að meta útkomu. Þessi síðasta upplýsingaöflun hefur þann tilgang að ákvarða hvort tekist hefur að ná þeim markmiðum er sett voru. Mörg af mats tækjum MOHO gagnast til að skoða hvaða breyting hefur orðið hjá einstökum skjólstæðingnum og sum einnig til að meta afrakstur þeirrar heildarþjónustu sem iðjuþjálfar veita ákveðnum hópi. Kanadíska þjónustuferlið Kanadíska þjónustuferlinu var upp­ haflega lýst af Fearing, Law og Clark árið 1997. Ferlið grundvallast á kana­ dísku hugmyndafræðinni um eflingu iðju (CAOT, 2002) og er kanadíska iðjulíkanið innbyggt í myndræna fram­ setningu þess. Til viðbótar við þessa umgjörð eru aðrar fræðilegar nálganir og kenningar notaðar til að útskýra orsök iðjuvanda og stýra mati og íhlutun. Skjólstæðingsmiðuð iðjuþjálf­ un er hinn sterki kjarni í þessu ferli, en þjónustunni er lýst í formi gagnvirks sambands og samvinnu sem byggir á jafnræði og virðingu. Hugtakið skjól­ stæðingur hefur hér víða tilvísun. Ferlið er þannig ekki bara hugsað sem verkfæri til að vinna með einstaklingum heldur hentar það einkar vel í að­ stæðum þar sem unnið er með samtök­ um, fyrirtækjum eða stofnunum. Iðju­ þjálfinn er í hlutverki breytingaliða fremur en framkvæmdaaðila og íhlut­ unar leiðir eru margar hverjar óhefð­ bundnar þar sem umhverfi skjólstæð­ Skjólstæ ingur lætur í té uppl singar og er samherji 1. Spyrja spurninga sem st ra faglegri röklei slu 2. Safna uppl singum um og me skjólst. me formlegum og óformlegum a fer um 3. Skapa mynd af a stæ um skjólst. .m.t. styrk, hvötum og hindrunum Mat 5. Veita og endur- sko a íhlutun 4. Tilgreina markmi , og áætlun – .e. æskilega breytingu, virkni vi i ju og a fer ir Íhlutun 6. Safna upp- l singum til a meta útkomu Útkoma Mynd 1. Þjónustuferli MOHO (Kielhofner, 2002)

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.