Iðjuþjálfinn - 01.11.2007, Síða 37
IÐJUÞJÁLFINN 2 / 2007 • 37
Kanadíska þjónustuferlið má nota í
fjölbreytilegum aðstæðum og tak mark
ast ekki við heilbrigðistengd málefni.
Vegna þess hve skilgreining á hugtakinu
skjólstæðingur er víð nýtist ferlið líka
fyrir iðjuþjálfa í óhefðbundnu starfi, til
dæmis í hlutverki þverfaglegs leiðtoga
eða skipuleggjanda. Aðalsmerki kana
díska ferlisins er áherslan á skjól stæð
ings miðaða nálgun og hvernig valdinu
er deilt með skjólstæðingnum. Það er
að sjálfsögðu mismunandi hversu vel
skjólstæðingurinn er í stakk búinn til
að nýta þetta vald en það er í verkahring
iðjuþjálfans að ýta undir þann hæfileika
hans og möguleika (Palmadottir,
2006). Kanadíska þjón ustu ferlið gefur
litlar leiðbeiningar um sértækar að
gerðir til að nota í íhlutun enda er
íhlutunin mjög sveigjanleg og lögð að
miklu leyti í hendur skjól stæðingsins
og þeirra sem honum tengj ast. Hér er
því mjög mikilvægt að iðjuþjálfinn líti
í eigin barm og velti því fyrir sér hversu
reiðubúinn hann er til að láta frá sér
það faglega vald sem honum er gefið í
krafti þekkingar sinnar. Rannsóknir
hafa sýnt að iðju þjálfinn sjálfur er
stærsta hindrunin í skjólstæðingsmið
aðri nálgun (Sumsion og Smyth,
2000). Það er einnig staðreynd að
skjól stæðingsmiðað starf samræmist
síður læknisfræðilegu bráða umhverfi
en sam félagsþjónustu (Baum, 1998).
Óháða þjónustuferlið getur átt við
flestar þjónustuaðstæður þar sem feng
ist er við heilsutengd málefni. Eins og í
kanadíska þjónustuferlinu er bæði
hægt að bjóða upp á skjótar lausnir á
iðju vanda skjólstæðingsins og að taka á
málefnum sem krefjast lengri tíma.
Óháða ferlið er „hlutlægara“ en hin tvö
og samskiptarökleiðslan ekki eins
mikið í forgrunninum. Því má leiða að
því líkum að ferlið eigi ekki eins vel við
í þjónustuumhverfi þar sem sálfélagsleg
sjónarmið eru ríkjandi. Aðferðafræðilega
rökleiðslan hefur meira vægi með til
vísun í gagnreynt starf og nýtingu
rannsóknarniðurstaðna. Ferlið gerir
mikl ar kröfur til áhorfstækni iðjuþjálf
ans og nákvæmni þegar upplýsingar
eru metnar. Þar sem ferlið er hluti af
starfs ramma sem er að mestu sam
hljóma við hugtök ICF kerfisins er ef
til vill auðveldast að útskýra þetta
vinnu lag fyrir öðrum heilbrigðis stétt
um.
Hugmyndafræði, hlutverk og vinnu
lag iðjuþjálfa eru í stöðugri þróun og
hið sama gildir um þjónustuferli. Sem
dæmi má nefna að í nýútkominni bók
um eflingu iðju er kanadíska þjónustu
ferlið sett fram í endurskoðaðri mynd
byggðri á frekari rannsóknum og
reynslu (Townsend og Polatajko,
2007). Í öllum þjónustuferlum er
sívaxandi áhersla á samvinnu iðju
þjálfans og skjól stæðingsins við að leysa
iðjuvanda hins síðarnefnda. Hið sama
er að segja um iðjumiðaða nálgun og
notkun iðju sem aðalverkfæri í íhlutun.
Í rannsókn undirritaðrar á upplifun
skjólstæðinga af iðjuþjálfun á endur
hæfingarstofnunum (Palmadottir,
2003) var afar misjafnt hversu mikið
viðmælendurnir höfðu verið hvattir til
að vera virkir þátt takendur í þjónust
unni. Fæstir þeirra tóku þátt í skipu
lagðri markmiðssetningu og áætlana
gerð og margir urðu ekki varir við að
þjónusta iðjuþjálfa fylgdi markvissu
ferli. Viðmælendur fundu samt vel
hvernig íhlutun iðjuþjálfa hafði það að
meginmarkmiði að bæta færni þeirra
við daglega iðju en þessi áhersla endur
speglaðist alla jafna ekki í þeim matsað
ferðum sem notaðar voru til að kort
leggja vanda þeirra í upphafi. Þannig
virtist vera ákveðið ósamræmi milli
mats og íhlutunaraðferða. Með mark
vissri skráningu á atburðum, ákvörð
unum og niðurstöðum innan ramma
ákveðins þjónustuferlis er auð veldara
fyrir iðjuþjálfann að sjá hvort aðgerðir
hans mynda rökræna samfellu. Einnig
varpar skráningin skýrara ljósi á hvort
aðgerðir í mati og íhlutun stýrast af
iðju vanda, mark miðum og gildismati
skjólstæðingsins. Slíkt vinnulag ýtir
und ir faglega rök leiðslu og skjól stæð
ingsmiðaða nálgun og stuðlar von andi
einnig að aukinni starfsánægju iðju
þjálfans.
Heimildir
American Occupational Therapy Association (2002).
Occupational therapy practice framework: Domain
and process. American Journal of Occupa tional
Therapy, 56, 609639.
Baum, C. (1998). Clientcentred practice in a changing
health care system. Í M. Law (ritstj.) Clientcentered
occupational therapy (bls. 2945). Thorofare: Slack.
Boyt Schell, B. A., Crepeau, E. B. og Cohn, E. S.
(2003). Occupational therapy intervention. Í E. B.
Crepeau, E. S. Cohn, og B. A. Boyt Schell, (ritstj.)
Willard and Spackman´s occupational therapy (10.
útg.) (bls. 455490). Philadelphia: Lippincott
Williams & Wilkins.
Canadian Association of Occupational Therapists
(2002). Enabling occupation: An occupational
therapy perspective. Ottawa, ON: CAOT Publi
cations ACE.
Dunn, W., Brown, C. og McGuigan, A. (1994). The
ecology of human performance: A framework for
considering the effect of context. American Journal
of Occupational Therapy, 48, 595607.
Fearing, V. G. og Clark, J. (1998). The clientcentred
occupational therapy process. Í M. Law (ritstj.)
Clientcentered occupational therapy (bls. 6788).
Thorofare: Slack.
Fearing, V. G. og Clark, J. (ritstj.) (2000). Individuals
in context: A practical guide to clientcentred
practice. Thorofare: SLACK.
Fearing, V. G., Law, M. og Clark, J. (1997). An
occupational performance process model: Fostering
client and therapist alliances. Canadian Journal of
Occupational Therapy, 64, 715.
Fisher, A. (1997). Assessment of motor and process
skills (2. útg.). Fort Collins, CO: Three Star Press.
Fisher, A. (1998). Uniting practice and theory in an
occupational framework. American Journal of
Occupational Therapy, 52, 509521.
Fisher, A. G. (2006). A model for planning and
implementing topdown, clientcentered, and
occupa tionbased occupational therapy interventions.
Óbirt handrit.
Forsyth, K., Salamy, K., Simon, S., og Kielhofner, G.
(1998). A user's guide to the assessment of communi
cation and interaction skills (ACIS). Version 4.0.
Chicago: University of Illinois.
Hagedorn, R. (1995). Occupational therapy:
Perspectives and processes. Edinburgh: Churchill
Livingstone.
Kielhofner, G. (2002). A model of human occu pation:
Theory and application (3. útg.). Philadelphia:
Lippincott Williams and Wilkins.
Kielhofner, G. (2004). Conceptual foundations of
occupational therapy (3. útg.). Philadelphia: F.A.
Davis.
Kielhofner, G., Mallison, T., Crawford, C., Nowak,
M., Tigby, M., Henry, A., og Walens, D. (2004). A
user’s manual for the Occupational Performance
History Interview (útgáfa 2, 1) OPHIII. Chigago:
The Model of Human Occupation Clearinghouse,
University of Illinois at Chicago.
Law, M., Baptiste, S., Carswell, A., McColl, M.A.,
Polatajko, H. og Pollock, N. (1998). Canadian
Occupational Performance Measure (3. útg.).
Ottawa, Ontario, CAOT Publications ACE.
Law, M. og Mills, J. (1998). Clientcentred occupational
therapy. Í M. Law (ritstj.) Clientcentered
occupational therapy (bls. 118). Thorofare: Slack.
Mahony, F. I. og Barthel, D. W. (1965). Functional
evaluation: The Barthel Index. Maryland State
Medical Journal, 6163.
Mattingly, C. og Fleming, M. H. (1994). Clinical
reasoning: Forms of inquiry in a therapeutic practice.
Philadelphia: F.A. Davis.
Mendez, L. og Neufeld, J. (2003). Clinical reasoning...
What is it and why should I care? Ottawa, ON:
CAOT Publications ACE.
Palmadottir, G. (2003). Client perspectives on
occupational therapy in rehabilitation services.
Scandinavian Journal of Occupational Therapy, 10,
157166.
Palmadottir, G. (2006). Clienttherapist relation ships:
Experiences of occupational therapy clients in
rehabilitation. British Journal of Occupational
Therapy, 69, 394401.
Reed, K. L. og Sanderson, S. N. (1999). Concepts of
occupational therapy (4. útg.). Philadelphia:
Lippincott Williams and Wilkins.
Sumsion, T. og Smyth, G. (2000). Barriers to client
centredness and their resolution. Canadian Journal
of Occupational Therapy, 67, 1521.
Townsend, E. og Polatajko, H. (2007). Enabling
Occupation II: Advancing an occupational therapy
vision for health, wellbeing and justice through
occupation. Ottawa, ON: CAOT Publications
ACE.
World Health Organization. (2001). International
Classification of Functioning, Disability and Health.
Geneva: World Health Organization.