Iðjuþjálfinn - 01.11.2007, Blaðsíða 30
skyldna þeirra. „Lífsþarfalíkan“ King
og félaga (2002) í Kanada getur hugs
anlega nýst hér á landi, en það byggir á
samhæfðri þjónustu fyrir börn og
fjölskyldur. Áherslu á samhæfingu
þvert á umhverfi og stofnanir er einnig
að finna í skýrslu CanChildrann sókn
ar setursins í Kanada um þjónustu við
börn og ungmenni með flóknar þarfir
(CanChild o.fl., 2004).
Íslenskt þjónustulíkan ætti að byggja
á fjölskyldumiðaðri sýn. Huga þarf að
umgjörð, áhersluatriðum og tíma
setningu þjónustunnar til að mæta
aldurstengdum þörfum barnanna og
fjölskyldna þeirra. Jafnframt þarf líkan
ið að tilgreina hvar þjónustan á að fara
fram. Samhæfing er lykilatriði þar sem
margir vinna saman að fjölþættum
verkefnum og það þarf að tryggja að
foreldrar taki virkan þátt í að skilgreina
markmið og leiðir til að fylgja þeim
eftir. Ítarlegur undirbúningur, gott
skipulag, skýrir verkferlar og vel sam
hæft þjónustunet skiptir miklu máli til
að skapa viðhorf og vinnuvenjur sem
vænlegar eru til árangurs. Inn leiðing
ICF hér á landi getur stuðlað að því að
þörfum fatlaðra barna og fjölskyldna
þeirra verði betur mætt en hingað til
(Goldstein, Cohn og Coster, 2004;
Rosen baum og Stewart, 2004; Snæ
fríður Þóra Egilson og Guðrún Pálma
dóttir, 2006; World Health Organi
zation, 2001). Tengill sem ber ábyrgð
á að tryggja samhæfða þjónustu getur
auðveldað foreldrum yfirsýn og dregið
úr þörf þeirra fyrir að bera upplýsingar
milli kerfa (Drennan, Wagner og
Rosenbaum, 2005; Sloper; 2006,
2002). Loks er brýnt að undirbúa
fram tíðina svo sem með því að skil
greina úrræði og leiðir sem stuðla að
þroska og þátttöku barns og fjölskyldu
við sem flestar aðstæður.
Tryggja þarf að þjónustan miðist við
þarfir barnanna og fjölskyldna þeirra. Í
því sambandi ber að nefna að aukin
sam vinna stofnana og kerfa tryggir
ekki samhæfðari eða betri þjónustu til
notenda. Áhersla á skilvirkni, samskipti
og verkaskiptingu milli fagfólks kann
að verða í brennidepli frekar en út
koman fyrir notendur. Í nýrri stefnu
Félagsmálaráðuneytisins er til dæmis
gert ráð fyrir að hver þjónustuaðili setji
fram og móti eigin stefnu. Hér er hætta
falin því hefðir, vinnulag og þarfir
tiltekinna faghópa og stofnana geta
hugsanlega ráðið för. Þörf kerfisins
fyrir skilvirkni má ekki verða þörfum
fólks fyrir þjónustu yfirsterkari. Í um
ræðu um þjónustu við fatlað fólk
beinist megingagnrýnin iðulega að því
hvað þjónustukerfi félags, mennta og
heilbrigðismála starfa illa saman. Það
er því afar brýnt að skilgreina hvernig
samstarfi kerfanna skuli háttað, hver
skuli sýna frumkvæði og hver beri
ábyrgð. Mikilvægt er að bætt útkoma
fyrir börn og fjölskyldur sé ávallt
þunga miðja starfsins.
Í dag er iðjuþjálfun fyrir börn helst
að finna á sjálfseignarstofnunum og
starfsmönnum þar oft þröngur stakkur
sniðinn við að veita eftirfylgd út í dag
legt umhverfi barnsins. Niðurstöður
rann sóknarinnar sýna mikilvægi þess
að þjónustan fari fram í nærsamfélaginu.
Þá gefa þær vísbendingar um að iðju
þjálfar skuli leggja meiri áherslu á
daglegar athafnir, félagslega þátttöku
og samstarf við foreldra og kennara en
nú er almennt gert. Iðjuþjálfum er
vinna með börnum hefur fjölgað tölu
vert síðustu árin og nýlega hafa nokkrir
skólar á landsbyggðinni ráðið til sín
iðjuþjálfa sem vinna í náinni samvinnu
við kennara og foreldra (Valdís Guð
brandsdóttir, 2007). Aðgengi að
sjúkra þjálfun er almennt betra í nær
samfélaginu en þó starfa barnasjúkra
þjálfarar fyrst og fremst á hefðbundnum
sjúkrastofnunum, sjálfseignar stofnun
um eða einkastofum.
Að lokum skal áréttað að vegna þess
hve foreldrahópurinn var lítill er
varhugavert að álykta um of út frá
niðurstöðum. Þjónusta iðjuþjálfa og
sjúkraþjálfara kann einnig að hafa
breyst að einhverju marki á þeim árum
sem liðin eru frá gagnaöflun. Niður
stöðurnar gefa þó skýrar vísbendingar
og eru í takt við það sem fram kemur í
erlendum rannsóknum. Þær endur
spegla viðhorf foreldranna í rann
sókninni en hvorki raddir barnanna,
þjálfaranna né annarra sem málið
varðar. Mikilvægt er að gera frekari
rannsóknir á þessu sviði í framtíðinni
þar sem notendur tjá sig um hvers
konar þjónustu þeir þurfa og vilja. Þá
væri áhugavert að bera saman viðhorf
íslenskra iðjuþjálfa og sjúkraþjálfara
annars vegar og álit foreldra og annarra
notenda þjónustunnar hins vegar í því
skyni að stuðla enn frekar að gæða
þjónustu.
Þessi grein er ritrýnd.
Heimildaskrá
Bogdan, R. C. og Biklen, S. K. (1998). Qualitative
research for education. An introduction to theory
and methods (3. útgáfa). Needham Heights, MA:
Allyn and Bacon.
CanChild, Law, M., Rosenbaum, P., Jaffer, S., Plews,
N., Kertoy, M. o.fl. (2004). Service coordi nation
for childr en and youth with complex needs: Report
for the Ministry of Children and Youth Services.
Ham ilton: CanChild Centre for Disability
Research.
Drennan, A., Wagner, T. og Rosen baum, P. (2005).
Keeping current. The ´key worker´ model of service
delivery. Sótt af http://www.fhs.mcmaster.ca/
canchild/
Félagsmálaráðuneytið, (2006). Mótum framtíð.
Þjónusta við fötluð börn og fullorðna 20072016.
Sótt af http://www.felagsmalaraduneyti.is/vefir/
stefnu motun/
Franck, L. S. og Callery, P. (2004). Rethinking
familycentred care across the continuum of
children's healthcare. Child: Care, Health and
Development, 30, 265277. Sótt af http://www.
blackwellsynergy.com/doi/
abs/10.1111/j.13652214.2004.00412.x
Goldstein, D.N., Cohn, E.S. og Coster, W. (2004).
Enhancing parti cipation for children with
disabilities: Application of the ICF enablement
framework to pediatric physical thera pist practice.
Pediatric Physical Ther apy, 16, 17.
Hanna, K. og Rodger, S. (2002). Towards family
centred practice in paediatric occupational therapy:
A review of the literature on parenttherapist
collaboration. Australian Occupational Therapy
Journal, 49, 1424.
Hinojosa, J, Mankhetwit, S og Sproat, J. (2002). Shifts
in parenttherapist partnerships: twelve years of
change. American Journal of Occu pational Therapy,
56, 556563.
King, G., Cathers, T., King, S. og Rosenbaum, P.
(2001). Major elements of parents' satisfaction and
dissatis faction with pediatric rehabilitation services.
Children's Health Care, 30, 111134 Sótt af http://
search.ebsco host.com/login.aspx?direct=true&db=a
ph&AN=5190974&site=ehostlive
King, G. og Meyer, K. (2006). Service integration and
coordination: A framework of approaches for the
delivery of coordinated care to children with
disabilities and their families. Child: Care, Health
and Development, 32, 477492.
King, G., Tucker, M. A., Baldwin, P., Lowry, K.,
LaPorta, J. og Martens, L. (2002). A life needs
model of pediatric service delivery: Services to
support community participation and quality of life
for children and youth with disabilities. Physical &
Occu pational Therapy in Pediatrics, 22(2), 5377.
King, S., Teplicky, R., King, G. og Rosenbaum, P.
(2004). Familycent ered service for children with
cerebral palsy and their families: A review of the
literature. Seminars in Pediatric Neurology, 11, 78
86.
Law, M., Haight, M., Milroy, B., Willms, D., Stewart,
D. og Rosenbaum, P. (1999). Environ mental
factors affecting the occupations of children with
physical disabilities. Journal of Occupational
Science, 6, 102110.
Law, M., Hanna, S., King, G., Hurley, P., King, S.,
Kertoy, M. o.fl. (2003). Factors affecting family
centred service delivery for children with disa bilities.
Child: Care Health and Development, 29, 357
366.
Law, M., Majnemer, A., McColl, M.A., Bosch, J.,
Hanna, S., Wilkins, S. o.fl. (2005). Home and
community occupational therapy for children and
youth: A before and after study. Canadian Journal
of Occupational Therapy, 72(5), 289297.
Lawlor, M. og Mattingly, C. (1998). The complexities
embedded in familycentered care. American
Journal of Occupational Therapy, 48, 361366.
30 • IÐJUÞJÁLFINN 2 / 2007