Iðjuþjálfinn - 01.11.2007, Blaðsíða 34

Iðjuþjálfinn - 01.11.2007, Blaðsíða 34
ingsins er nýtt á fjölbreytilegan máta. Ferlið er sett fram í sjö þrepum (CAOT, 2002; Fearing og Clark, 1998; Fearing og Clark, 2000) Í upphafi ferlisins er skjólstæðingur­ inn beðinn um að nefna, réttmæta og forgangsraða málefnum er varða færni við iðju. Iðjuþjálfinn hlustar á sögu skjólstæðingsins og út frá þeirri sögu eru iðjuvandar tilgreindir og skjól­ stæðingurinn staðfestir mikilvægi þeirra og ákveður hverjir skuli hafa forgang. Þessir iðjuvandar eru lykil­ atriði í öllum þrepunum sem á eftir koma. Æskilegt er að nota matstækið COPM (Law, Baptiste, Carswell, McColl, Polatajko og Pollock, 1998) í þessum tilgangi en önnur matstæki og óformleg viðtöl geta vel gert sama gagn. Sjái skjólstæðingurinn enga iðju­ vanda sem honum finnst mikilvægt að leysa lýkur þjónustunni hér. Á þrepi tvö er valin fræðileg nálgun. Hér setur iðjuþjálfinn fram tilgátu um mögulega orsök iðjuvanda og velur fræðiramma, líkön og kenningar til að rökstyðja aðferðir í mati og íhlutun. Fræði og kenningar sem útskýra iðju­ vanda snúa annars vegar að einstakl­ ingnum og hins vegar að umhverfinu. Fræðilegar nálganir um einstaklinginn geta átt við líkama, tilfinningar, sam­ félag, menningu, vitsmuni eða tauga­ atferli. Einstaklings­ og umhverfisþættir er stuðla að iðjuvanda eru tilgreindir á þrepi þrjú. Með notkun fjölbreytilegra matsaðferða er safnað upplýsingum um og lagt mat á þá þætti sem talið er að orsaki eða ýti undir vanda skjól­ stæðingsins. Ákvörðun um hvaða þætt­ ir skuli metnir er tekin í samráði við skjólstæðinginn og einnig er mikilvægt að hann taki virkan þátt í að túlka matsniðurstöður og tengja þær við hina ólíku iðjuvanda eftir því sem við á. Slíkur „vandamálalisti“ varpar ljósi á að hvaða þáttum er eðlilegast að beina athyglinni þegar kemur að íhlut un. Þrep fjögur snýst um að tilgreina styrk og úrræði. Upplýsingaöflun og mat upplýsinga á þessu þrepi fléttast saman við sömu aðgerðir á þrepinu á undan. En það sem hér er dregið út eru styrkleikar skjólstæðingsins og úr­ ræðin sem hann hefur aðgang að í um­ hverfi sínu og geta nýst við lausn á iðjuvanda hans. Einnig eru í sama tilgangi tilgreind sérstök úrræði í starfsumhverfi iðjuþjálfans og sértæk þekking hans eða leikni fram yfir það sem almennt er vænst. Á þrepi fimm er samið um árangurs­ mark og áætlun mótuð. Tekin er ákvörð un um að hvaða marki skuli leitast við að leysa iðjuvanda skjól­ stæðingsins. Oftast koma iðjuþjálfi og skjólstæðingur sér saman um eitt árangursmark fyrir hvern iðjuvanda og þannig hefur árangursmarkið beina tilvísun í þrep eitt. Árangursmark er skjólstæðingsmiðað atferlismarkmið eða með öðrum orðum vel skilgreind fullyrðing um hvað skjólstæðingurinn gerir þegar markinu er náð. Það vísar til iðju sem skjólstæðingurinn metur mikils og þarf að vera bæði mælanlegt og tímatengt. Íhlutunaráætlunin skal vera í takt við þá fræðilegu nálgun sem valin var á þrepi tvö og sjónum er beint að völdum þáttum frá þrepi þrjú og styrk og úrræðum frá þrepi fjögur. Í áætluninni á að koma skýrt fram hvað verður gert, af hverjum og hvenær. Að framkvæma íhlutun með iðju gerist á þrepi sex. Íhlutun með iðju vísar ekki eingöngu til beinnar fram­ kvæmdar heldur er hér átt við fjöl­ breytilegar iðjumiðaðar aðgerðir og þátttöku svo sem skipulagningu og umræður um iðju. Í samræmi við þá áætlun sem gerð hefur verið koma ýmsir aðilar aðrir en skjólstæðingurinn og iðjuþjálfinn að framkvæmd íhlut­ unar. Iðjuþjálfinn er nokkurs konar verkefnisstjóri og heldur utan um það sem gert er, fylgist með framvindunni og sér til þess að framkvæmdaplan og aðgerðir séu aðlagaðar eftir því sem þörf er á. Í grófum dráttum snúast íhlutunarleiðir annars vegar um að styrkja einstaklinginn og hins vegar um að styrkja umhverfið og fjarlægja hindr anir sem þar eru. Þessar leiðir má tengja við íhlutunarnálganir Dunn og félaga hennar sem eru settar fram í hug tökunum að byggja upp eða endur­ heimta, viðhalda, fyrirbyggja, skapa, að laga og skipta um (Dunn, Brown og McGuigan, 1994). Vonir og draumar skjólstæðingsins eru hér hið leiðandi afl. Að byggja upp eða endurheimta persónulega leikni og kunnáttu hefur oft forgang í huga skjólstæðings fram yfir það að aðlaga umhverfið eða fá aðra til að taka að sér verk sem eru hon um ofviða. Það er hins vegar skylda iðjuþjálfans að upplýsa hann og leið­ beina honum um þær ólíku leiðir sem til greina koma um leið og hann gætir þess að taka ekki frá honum ákvörð­ unar valdið. Íhlutunaraðferðum er því best lýst með hugtakinu efling, en efl­ ing felur meðal annars í sér hvatn ingu, leiðsögn, þjálfun, fræðslu, virka hlust­ un, ígrundun, stuðning og áróð ur. Á síðasta þrepinu er útkoma metin. Þetta mat sker úr um hvort iðjuvandi er leystur eða óleystur. Útkoman er metin af iðjuþjálfa og skjólstæðingi sem í sameiningu skoða hvort árangurs­ markinu er náð og hvort nema eigi staðar eða setja nýtt árangursmark. Útkoman sem fæst með því að bera saman mælingu fyrir og eftir íhlutun segir til um hvaða breyting hefur orðið 34 • IÐJUÞJÁLFINN 2 / 2007 1 2 3 4 5 6 7 Marki ná Marki ekki ná Nefna, réttmæta og forgangsra a málefnum er var a færni vi i ju Velja fræ ilega nálgun Tilgreina einstaklings- og umhverfis ætti er stu la a i juvanda Tilgreina styrk og úrræ i Semja um árangursmark og móta áætlun Framkvæma áætlun me i ju Meta útkomu Sta festing á a lausn sé fengin Mynd 2. Kanadíska þjónustuferlið (Fearing og Clark, 2000; CAOT, 2002)

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.