Iðjuþjálfinn - 01.11.2007, Blaðsíða 14

Iðjuþjálfinn - 01.11.2007, Blaðsíða 14
14 • IÐJUÞJÁLFINN 2 / 2007 1997, 2001), Judi Chamberlin (1997), Mary Ellen Copeland (2001) og Dan Fisher (1998). Rannsóknarfólk hefur fylgt í kjölfarið, s.s. William Anthony (1993, 2000), Marit Borg (1999, 2006), Alain Topor (2003, 2004, 2005), Jensen (2004a, 2004b) og fleiri. Fyrir geðsjúka er bati nátengdur valdeflingu (empowerment), sem teng­ ist persónulegri baráttu og baráttu fyrir pólitískum breytingum þar sem geð­ sjúkir setja hæfileika sína, valmöguleika og sjálfræði á oddinn. Valdefling Hugtakið valdefling (empowerment) hefur tengst réttindabaráttu minni­ hlutahópa frá því á sjöunda áratug 20. aldar. Fjöldi fræðimanna hefur gert þetta hugtak að viðfangsefni sínu og skilgreiningar byggjast á mismunandi túlkunum á merkingu þess (Hanna Björg Sigurjónsdóttir, 2006). Einföld skilgreining á valdeflingu er að færa vald frá þeim sem hafa það fyrir yfir til þeirra sem ekki hafa það (Chamberlin, 1997). Valdefling er huglæg tilfinning sem í gegnum tengsl manna á milli ýtir undir sjálfsákvörðunarrétt, sjálfsvirð­ ingu, sjálfsmat og hefur áhrif á félags­ stöðu. Valdeflandi samskipti stuðla þannig að því að fólk hafi vald yfir aðstæðum sínum og lífi (Hanna Björg Sigurjónsdóttir, 2006). Geðsjúkir eru einn þeirra hópa sem hafa verið valda­ og áhrifalausir um eigin málefni. Í rannsókn Townsend (1998) er skortur á völdum og áhrifum talinn hindra bataferlið. Niðurstaða Townsend var sú að til að auka áhrif þessa hóps þurfi að skoða dreifingu valds innan heil­ brigðiskerfisins, á hvaða forsendum ákvarðanir séu teknar og hvaða hug­ myndafræði stýri uppbyggingu þjón­ ust unnar. Þó svo að niðurstöður notenda­ rannsókna sýni ótvírætt að breytinga sé þörf varðandi þjónustuúrræði, t.d. að þjónusta við geðsjúka verði færð í meiri mæli út í samfélagið, hefur reynst erfitt að fá fjármagn flutt frá sjúkrastofnunum (Rebeiro, Day, Semeniuk, O’Brien og Wilson, 2001). Judi Chamberlin, sem verið hefur helsti boðberi mikilvægis valdeflingar á meðal geðsjúkra, skil­ greindi í rannsókn sinni (1997) fimm­ tán lykilatriði sem þurftu að vera til staðar í meðferðarstarfi. Birtingarform valdeflingar í meðferðarstarfi voru m.a. valddreifing, að eiga val, að hafa áhrif, aðgengi að upplýsingum, réttindi, efling jákvæðrar sjálfsmyndar og að komast yfir eigin fordóma. Að mati Chamberlin á árangur meðferðar að snúast um aukna þátttöku í samfélaginu og betri stjórn á eigin lífi. Batafrásagnir og batarannsóknir Frásagnir notenda um eigin reynslu af áhrifavöldum í bata hafa birst víða í fagtímaritum (Bledsoe, 2001; Frese, 1993; Hatchard og Missiuna, 2003; Heezik, 2000; Houghton, 1982; Mack, 2001). Fjöldinn allur af not­ enda rannsóknum hefur síðan stutt frásagnir þessara einstaklinga um bata­ ferlið (Baker og Strong, 2001; Borg, 2006; Borg og Kristjansen, 2004; Borg o.fl., 2005; Borg og Topor, 2003; Davidson o.fl., 2005; Mezzina o.fl., 2006a, 2006b; Jensen, 2004a, 2004b; Kogstad, 2004; Kristjansen, 2004, 2005; Smith, 2000; Topor, 2003, 2004, 2005; Young og Ensing, 1999). Bati að mati notenda er ekki það sama og að vera einkennalaus eða vera án færniskerðingar, heldur er bati að finna sjálfan sig, geta sett tilveru sína í samhengi og hafa stjórn á eigin lífi. Bati er endapunktur fyrir marga en fyrir suma er batinn stöðugt ferli aftur á bak og áfram. Þörf er á stuðningi, en það er notandinn sem stjórnar því hvers konar stuðning hann vill, hvar og hvenær. Bati er að hafa áhrif á líf sitt og umhverfi. Forsendur geðsjúkra fyrir bata eru ekki endilega rétt sjúk­ dómsgreining, ákveðin meðferðartæki eða innlögn á sjúkrahús. Þeirra áherslu­ atriði eru almenn mannréttindi, mikil­ vægi þess að missa aldrei vonina um betri tíð, það að fá tækifæri til að eiga samleið með öðrum og að vera virkir þjóðfélagsþegnar. Atriði eins og að geta tengst öðru fólki, að á þá sé hlustað og þeim trúað, að geta lifað eðlilegu lífi og að vera séðir sem einstaklingar með hæfileika er þeim mikilvægt (Chamb­ erlin, 1997; Munetz og Frese, 2001; Turner­Crowson og Wallcraft, 2002). Gerðar hafa verið samantektir úr rannsóknum til að leiðbeina geðsjúk­ um, aðstandendum, fagfólki og áhrifa­ mönnum um hvað það er sem skipti máli til að ná bata og hvernig eigi að hanna þjónustu til að styðja geðsjúka í nærumhverfi þeirra (Anthony, 2000; Borg og Kristjansen, 2004; Borg og Topor, 2003; Chamberlin, 1997; Deegan, 2001; Fisher og Ahern, 1999; Jacobson og Greenley, 2001; Munetz og Frese, 2001; Ralph, 2000; Towns­ end og Glasser, 2003; Turner­Crowson og Wallcraft, 2002). Margir af þessum rannsakendum hafa dregið saman þætti sem eru einkennandi fyrir einstaklinga sem náð hafa bata og þá þætti sem einkenna umhverfi þeirra. Þættir eins og von, valdefling, val, tengsl við aðra, grunnmannréttindi, hvatning og já­ kvæðni voru t.d. afgerandi í bataferlinu. Samtvinnun persónutengdra þátta og umhverfisþátta myndaði vonarneista sem breytti sjúkdómsferlinu. Af hverju og við hvaða aðstæður slíkur vonarneisti kviknar er efni sem enn er verið að rýna í. Rannsakendur hafa fengið mörg svör við spurningunni ,,hvað hjálpar?“ en engin ein aðferð eða nálgun hefur náð að slá í gegn. Niðurstaða þeirra er sú að komi einhver með slíka stað­ hæfingu þá hafi notendarannsóknir alla vega sýnt að svo er ekki (Borg og Topor, 2003). Niðurstöður notenda­ rannsókna sýna fram á að bataferlið sé afar einstaklingsbundið og oft þver­ sagnakennt. Niðurstöður þeirra hafa ekki leitt til neinna forskrifta varðandi það hvað ber að gera á hverjum tíma. Hins vegar benda niðurstöður þeirra til að breytinga sé þörf í þjónustunni og hefðbundnar stéttir og hefðbundin þjónustuform séu afar takmörkuð og komi að takmörkuðu leyti til móts við þarfir geðsjúkra sem eiga við langvarandi vandamál að stríða (Borg og Kristjansen, 2004; Chamberlin, 1997; Jacobson og Greenley, 2001; Sells o.fl., 2006; Townsend, 1998). Aðferðafræði Tilgangur rannsóknarinnar var að varpa ljósi á reynslu geðsjúkra af bata og bataferli. Aðferðir fyrirbæra fræð­ innar, sem tilheyra eigindlegri rann­ sóknarhefð, voru notaðar til að lýsa ferli batans. Fyrirbærafræðin gefur leið­ beiningar til að skilgreina veru leikann og þá merkingu sem fólk leggur í hann (Creswell, 1998; Kvale, 1996; Taylor og Bogdan, 1998). Rannsóknarsniðið fólst í því að fá fram batasögur einstakl­ inganna sem rætt var við og gera vett­ vangsathuganir þar sem fólk í bata kom saman í eftirfylgd. Þær aðferðir sem notaðar voru fólust í opnum viðtölum til að draga fram reynslu þátttakenda af bata. Í viðtölunum var tekið mið af hinum tólf eigindlegu hliðum rann­ sóknarviðtala (Kvale, 1996). Þar er

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.