Iðjuþjálfinn - 01.11.2007, Page 13
IÐJUÞJÁLFINN 2 / 2007 • 13
Inngangur
Geðheilsa er undirstaða almenns
heil brigðis og vellíðunar. Þegar geð
heilsan er góð trúum við á okkur sjálf,
höfum áhrif á umhverfi okkar, berum
virðingu fyrir okkur sjálfum og sam
ferðamönnum okkar. Góð geðheilsa
byggist annars vegar á þeim „góðu
genum“ sem okkur er úthlutað við
getn að og hins vegar á uppeldis og
umhverfisþáttum eins og sjálfstrausti,
trú á eigin áhrifamætti, félagslegri og
samskiptalegri færni. Félagslegar að
stæður eins og menntun, atvinna, fjár
hagur og þjóðfélagsstaða hafa einnig
áhrif (Nikelly, 2001). Skilin á milli
eðlilegrar geðheilsu og geðheilsubrests
eru ekki alltaf ljós. Alvarleg áföll, s.s.
líkamlegur heilsubrestur, missir og
umhverfisógnanir geta t.d. stuðlað að
geðrænum vanda. Þá skipta menn
ingaráhrif og aðferðir við sjúkdóms
greiningu máli. Ekki hefur fundist einn
ákveðinn orsakavaldur geðheilsubrests
eða geðsjúkdóma en ýmsar tilgátur
hafa komið fram á síðustu áratugum.
Talið er að um 50.000 Íslendingar,
fimm ára og eldri, eða 22% þjóðarinnar,
eigi við geðræna kvilla að stríða á
hverjum tíma (Heilbrigðis og trygg
ingamálaráðuneytið, 2000).
Hlutfall geðraskana sem aðalorsök
örorku hefur farið hækkandi undan
farin ár. Á árinu 2005 var geðröskun
helsta orsök örorku hjá um 40% þeirra
karla sem þá voru á slíkri skrá hjá
Trygg ingastofnun ríkisins. Á meðal
kvenna voru algengustu orsakirnar
stoð kerfisvandamál (35%) og geðrask
anir (31%) (Sigurður Thorlacius,
Sigurjón Stefánsson og Stefán Ólafsson,
2007).
Samkvæmt lögum um heilbrigðis
þjónustu skulu allir landsmenn eiga
kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu
sem á hverjum tíma eru tök á að veita
til verndar andlegu, líkamlegu og
félags legu heilbrigði (lög um heil
brigðisþjónustu nr. 97/1990). Til að
framfylgja þessum lögum er nauðsyn
legt að gera gæðabundnar rannsóknir á
skilvirkni heilbrigðisþjónustunnar.
Á ráðherrastefnu Alþjóðaheilbrigðis
málastofnunarinnar (WHO), sem
hald in var í Helsinki 12.15. janúar
2005, undirritaði þáverandi heil brigð
is ráðherra, Jón Kristjánsson, ásamt
kollegum sínum í Evrópu, yfirlýsingu
um geðheilbrigðismál. Í yfirlýsingunni
er sett á oddinn að stjórnvöld verði að
móta, innleiða og meta stefnulöggjöf
sem leiði til aðgerða. Þetta felur m.a. í
sér áherslu á að fólk með geðraskanir sé
virkir þátttakendur í samfélaginu. Jafn
framt er undirstrikað að það sé sam
eiginlegt átak allra að taka á fordómum,
mismunun og ójafnræði. Í yfirlýsing
unni er hvatt til þess að styðja fólk með
geðraskanir og aðstandendur þeirra til
virkrar þátttöku í því starfi að móta og
innleiða samþætt og skilvirkt heildar
kerfi í geðheilbrigðismálum sem nái frá
forvörnum til eftirfylgni ásamt lykil
þáttum sem áhrif hafa á bata og bata
ferlið (World Health Organization,
2005).
Miklar breytingar hafa orðið á geð
heilbrigðisþjónustu síðustu áratugi
víða um heim. Lokaðar sjúkrastofnanir
hafa vikið fyrir opnari geðdeildum auk
þess sem dagdeildar og göngudeildar
þjónusta hefur aukist. Legurýmum á
sjúkrahúsum fækkar stöðugt (Rogan,
2006). Fleiri stéttir koma að málefnum
geðsjúkra en áður. Meiri skilningur er
á geðheilsu og mikilvægi hennar fyrir
alla. Í stað þess að tala um sjúkdóma er
farið að tala um truflanir, færni skerð
ingar, fötlun eða vandamál. Í stað þess
að tala um sjúklinga er farið að tala um
notendur þjónustunnar. Svokölluð
notendaþekking er farin að ryðja sér til
rúms og einokunarstaða sérfræðiþekk
ingar er á undanhaldi (Topor og Filipe,
2006).
Batarannsóknir hafa leitt í ljós að
batinn liggur fyrst og fremst í höndum
skjólstæðinganna sjálfra. Fagaðilar og
sú þjónusta sem veitt er eru engu að
síður mikilvægir áhrifavaldar í bata
(Borg, 2004; Borg og Kristjansen,
2004; Borg og Topor, 2003; Jensen,
2004b; Topor o.fl., 2006).
Einstaklingar sem átt hafa við geð
sjúkdóma að stríða en náð bata hafa
stigið fram á völlinn og m.a. gagnrýnt
geðheilbrigðisþjónustuna. Má þar
nefna Patricia Deegan (1988, 1992,
Geðrækt geðsjúkra
- Að ná tökum á tilverunni
■ Elín Ebba Ásmundsdóttir
Lektor við Háskólann á Akureyri
Forstöðuiðjuþjálfi geðsviðs
Landspítala háskólasjúkrahúss
Efniviður rannsóknarinnar var
reynsla og skoðanir geðsjúkra á bata
og bataferlinu. Markmið rannsókn
arinnar var að draga fram þá geð
heilsueflandi þætti sem voru í ein
staklingunum sjálf um og umhverfi
hans. Viðtöl voru tekin við 25
einstaklinga sem náð höfðu tökum á
geðsjúkdómi sínum. Einnig var gerð
vettvangsathugun þar sem fólk í bata
kom saman til að takast á við daglegt
líf. Aðferðir fyrirbæra fræðinnar, sem
tilheyra eigindlegri rann sóknarhefð,
voru notaðar til að lýsa ferli batans
og merkingu batans í huga við
mælenda. Dregin voru út helstu
þemu sem viðmælendur voru sam
mála um að hefðu áhrif á bataferlið.
Gögnin voru einnig skoðuð út frá
grundaðri kenningu og túlkunar
fræði. Niðurstöður rannsóknarinnar
sýndu fram á samspil umhverfis og
ein staklings í bataferlinu. Bati næst
ekki nema með fullri þátttöku og
mikilli vinnu viðkomandi ásamt
hvatningu og tækifærum í um hverf
inu. Af niður stöðunum má draga þá
ályktun að breytinga sé þörf í
geðheil brigðis þjónustunni, efla þurfi
nærþjónustu og vinna meira með
umhverfisþætti sem geta örvað bata
ferlið.