Skólavarðan - 01.08.2005, Blaðsíða 9
9
skóli Sumargjafar en hann bar nafnið
Fósturskóli Íslands þegar Björg stundaði
þar nám sem tók þrjú ár. „Þetta var góður
skóli sem bjó mann vel undir starfið á vett-
vangi, enda var Valborg Sigurðardóttir
skólastjóri mjög metnaðarfull fyrir hönd
skólans og stéttarinnar,“ sagði Björg.
Í gamla daga var sem kunnugt er talað
um barnaheimili og fóstrur en þessi gömlu
heiti fela í sér gildi sem ekki þóttu hæfa
nútímalegum hugsunarhætti né því starfi
sem fram fór í leikskólum. Því má segja að
nafnabreytingin endurspegli mikilvæga
viðhorfsbreytingu. Árið 1991 voru lög um
leikskóla samþykkt frá Alþingi. Valborg
Sigurðardóttir, fyrrverandi skólastjóri Fóst-
urskólans og frumkvöðull í menntunar-
málum leikskólakennara, var fengin til
að setja fram grundvallarhugmyndir sínar
fyrir frumvarpsgerðina um þroska og upp-
eldi barna á leikskólaaldri.
Í formála að greinargerð sinni sagði
Valborg m.a. að gildi leiksins fyrir þroska
barna á þessum ungu árum væri löngu
viðurkennt og staðfest á fræðilegum
grundvelli. Leikurinnn væri ekki aðeins
gleðigjafi, hann væri þeim nám og starf.
Uppeldisstofnanir þessar skyldu því bera
nafnið leikskólar í samræmi við megin-
kjarna þess uppeldisstarfs sem þar færi
fram. Valborg benti líka á að grísk-lat-
neska orðið schola þýddi í upprunalegri
merkingu tómstundir sem notaðar væru
til náms. Starfsheitið fóstra var lagt af
1994 í kjölfar lagasetningarinnar og
heitið leikskólakennari tekið upp. Stuttu
síðar var nám leikskólakennara flutt með
formlegum hætti á háskólastig. Árið 1998
luku fyrstu leikskólakennararnir námi frá
Kennaraháskóla Íslands og ári síðar frá
Háskólanum á Akureyri.
Kennarahópurinn verður að vinna sem
ein heild út frá ákveðinni sýn sem og í
góðu samstarfi við foreldra
Hefur orðið mikil breyting á námi og
störfum leikskólakennara á síðustu árum?
„Ég hygg að námið hafi þróast í takt við
þarfirnar í samfélaginu og þær hafa breyst
gífurlega. Ég fullyrði að ein sterkasta hlið
leikskólakennara sé sú hvað hópurinn
hefur verið tilbúinn til að brydda upp á
nýjungum. Námið hefur þar haft mikil
áhrif ásamt öflugu þróunarstarfi á vett-
vangi og stöðugri símenntun. Leikskóla-
kennarar hafa tekið á sig nýjar skyldur,
ný hlutverk og mætt síauknum kröfum.
Stundum um of finnst sumum því launin
hafa ekki hækkað í réttu hlutfalli. Það er
alltaf spurning hvað kemur á undan, en
við höfum markvisst notað þetta í kjarabar-
áttunni. Leikskólakennarar eru nútímaleg
stétt sem þróar sig í starfi og hefur tekist
vel að laga skólana að breyttum tímum.“
Það er
mikil gróska
í starfi leik-
skólakennara
víða um
land og hug-
myndin um
nám gegnum
leik er sýnd í
verki með afar mismunandi hætti. Margir
leikskólar hafa sérhæft sig á ákveðnu sviði
og hverfist daglegt starf um þetta svið.
Sem dæmi má nefna ýmiss konar áherslur
í einstökum leikskólum, „út um mó, inn
í skóg“, sagnamennt, tónlistarkennslu,
heilsueflingu og ýmsar uppeldisstefnur.
Nokkrir hafa tekið upp vistvæna stefnu
með umhverfisfræðslu og hlotið Græn-
fánann. Björg var innt eftir því hverju
mætti þakka þessa miklu grósku.
„Aðalnámskrá leikskóla er mjög opin
og ég met það svo að það sé einn helsti
kostur þess að starfa sem leikskólakennari.
Frelsi til að skipuleggja starfið eins og
langanir og hæfileikar hvers og eins
segja til um er því sem næst ótakmarkað.
En auðvitað verður kennarahópurinn í
hverjum leikskóla að vinna sem ein heild
út frá ákveðinni sýn sem birtist í skóla-
námskrá hvers skóla og í góðu samstarfi
við foreldra. Þetta tel ég vera skýringuna
á þessari miklu fjölbreytni í leikskólastarfi,
það er ekki bundið á klafa af opinberum
aðilum. Þróunarsjóður leikskóla sem settur
var á stofn með lögunum frá 1991 hafði
einnig mikið að segja fyrir starfsþróun í
leikskólum.“
Talað fyrir því að fella
niður skólagjöld í leikskólum
Félag leikskólakennara hefur um árabil
bent á mikilvægi þess að fella niður skóla-
gjöld í leikskólum. Síðastliðið haust var
fimm ára börnum í Reykjavík og nokkrum
öðrum stöðum boðin frí leikskólaganga
hluta úr degi og í Reykjavík hafa verið
settar fram
h u g m y n d i r
um framhald
á því. Það
var gleðilegt,
segir Björg,
þegar þau
ánægjulegu
tíðindi bárust
nýlega að Súðavíkurhreppur, fyrst sveitar-
félaga á landinu, hefði ákveðið að endur-
gjaldslaus leikskólamenntun yrði í boði fyrir
öll börn á leikskólaaldri frá og með næsta
hausti. Með þeim skrefum sem verið er að
taka er viðurkennt í verki að leikskólinn sé
fyrsta skólastigið og vonandi verður þess
ekki langt að bíða að öll sveitarfélög stígi
skrefið til fulls eins og Súðavík. Björg segir
að sveitarfélögin hafi, í flestum tilfellum,
staðið myndarlega að uppbyggingu leik-
skóla, enda geri foreldrar þær kröfur að
góður leikskóli sé fyrir hendi. „Flest börn
eiga þess nú kost að sækja nám í leikskóla
ef foreldrar þeirra kjósa. Þetta hefur leitt
af sér að fjölmargir nýir leikskólar hafa
orðið til á síðustu árum. Þannig hafa
skapast spennandi tækifæri fyrir fólk með
frjóar hugmyndir til að byggja upp og
Það þarf nauðsynlega að byggja
upp sterkari sjálfsmynd kenn-
ara. Það er eitt af brýnustu verk-
efnum Kennarasambandsins.
Björg á tali við Hildi Gísladóttur leikskólastjóra í Arnarborg.
SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 5. ÁRG. 2005