Skólavarðan - 01.10.2005, Blaðsíða 3

Skólavarðan - 01.10.2005, Blaðsíða 3
3 FORMANNSPISTILL SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 5. ÁRG. 2005 Í nýliðnum septembermánuði fóru fram svæðisþing tón- listarskóla út um land þar sem um 350 tónlistarkennarar og stjórnendur komu saman. Yfirskrift þinganna var „Hlutverk tónlistarskóla í samfélaginu – stefna hins opinbera“ en til umræðu voru eftirfarandi málefni: Tónlistarkennaramenntun, ný tónfræðanámskrá, drög að frumvarpi til nýrra laga um tónlistarskóla auk þess sem haldnar voru málstofur á hverjum stað með þátttöku þriggja bæjarstjóra eða fulltrúa sveitarfélaga á hverju svæði auk tveggja fulltrúa fagfólks. Um þessar mundir gætir víða stefnubreytinga hjá sveitar- félögum í málefnum tónlistarfræðslu og má þar m.a. nefna ákvarðanir um að taka ekki við tónlistarnemendum úr öðrum sveitarfélögum nema lögheimilissveitarfélag greiði kostnað vegna þeirra. Á öllum svæðisþingunum komu síðan fram dæmi þess að sveitarfélög hyggjast ekki greiða með nemendum sem þurfa að sækja tónlistarnám sitt annað en til lögheimilissveitar félags. Þá hafa mörg sveitarfélög takmarkað greiðslu kennslu- kostnaðar með nemendum innan sveitarfélagsins við ákveðinn aldur. Einnig kom fram í málstofum vísir að stefnubreytingu sveitarfélaga varðandi nauðsyn þess að hafa faglegan stjórn- anda í tónlistarskólum. Sveitarfélögin í landinu hafa haft rekstur tónlistarskóla með höndum frá árinu 1989 en vilja nú að ríkið taki yfir hluta af honum, þau horfa þar til verkaskiptingar í almenna skólakerfinu og telja sig einungis eiga að sjá um leik- og grunnskólabörn. Af þeim ákvörðunum sveitarfélaga að dæma, sem taldar voru upp hér að framan, virðist sýnt að ætlunin er að þrýsta á ríkisvaldið að koma enn frekar að rekstri tónlistarskóla en það gerir nú. Sam- komulag ríkis og sveitarfélaga frá því í október 2004 kveður á um greiðsluþátttöku ríkisins vegna tónlistarnáms nemenda sem jafnframt stunda nám í framhaldsskólum og fá nám sitt metið þar, en að öðru leyti er umræða um verka- og kostnaðarskiptingu aðila ekki í neinum formlegum farvegi. Í umræðum í málstofum á svæðisþingum tónlistarskóla, þar sem rætt var um hlutverk tónlistarskóla í samfélaginu og stefnu hins opinbera, voru þessi mál og fleiri rædd á málefnalegum nótum. Heyra mátti á máli margra fulltrúa sveitarfélaga að umræðu- og samskiptavettvangur sem þessi væri mikilvægur fyrir báða aðila og of lítið um samvinnu af þessu tagi. Það er ljóst að á nokkrum undanförnum árum hefur víða verið sótt að tónlistarskólum úr ýmsum áttum og hafa bæði nemendur, foreldrar, kennarar, skólastjórnendur og fag- og stéttarfélög þurft að glíma í auknum mæli við rekstraraðila tónlistarskóla. Brýna hefur þurft rödd talsmanna tónlistarfræðslu. Þetta breytta umhverfi gerir miklar kröfur til þess að samskipti allra aðila séu með þeim hætti að allar raddir fái að heyrast og traust ríki í samvinnu fagfólks og rekstraraðila. Aðeins þannig fæst árangursríkasta niðurstaðan þegar á heildina er litið. Stjórn Félags tónlistarskólakennara telur það þýðingarmikinn þátt í þróun menntastofnana, á hvaða sviði sem er, að samstarf sé viðhaft og kröftum fagfólks og ráðamanna teflt saman. Þar sem samstarf byggt á gagnkvæmri virðingu er viðhaft fær skólakerfið best notið sín en jafnframt skyldi ekki vanmeta hve miklu sátt meðal manna fær áorkað. Vinna þarf að bættum samskiptum og þannig aukinni hlutdeild fagfólks í faglegri stefnumótun og þróun skólakerfisins. Sigrún Grendal Hlutdeild fagfólks í mótun skólakerfis Sigrún Grendal Ljósmynd Krístin Bogadóttir

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.