Skólavarðan - 01.10.2005, Blaðsíða 17

Skólavarðan - 01.10.2005, Blaðsíða 17
17 eTwinning er ein af fjórum undir- áætlunum eLearning menntaáætlunar Evrópusambandsins. Henni er ætlað að gefa ungu fólki í Evrópu á aldrinum 12-20 ára aukin tækifæri til náms með rafrænu samstarfi milli grunn- og framhaldsskóla í Evrópu. Markmið eTwinning er, líkt og í Sókrates áætluninni, að auka hreyfanleika fólks innan Evrópu, bæta tungumálakunnáttu, styrkja menningar- tengsl og koma á tengslum milli landa og menntastofnana. Fyrir kennara er eTwinning leið til að efla gagnvirkar og fjölbreyttar kennsluaðferðir. Fyrir jafnt kennara sem nemendur er þetta aðferð til að komast í bein og óhindruð kynni við fólk af öðru þjóðerni og uppruna. Í eTwinning geta nemendur og kennarar komið á samvinnu við aðra skóla í Evrópu um námsverkefni sem tengjast námsefni skólanna. Algengasta form eTwinning samstarfs er á milli tveggja skóla en engar hömlur eru á því hversu margir skólar geti verið í samstarfi á sama tíma. Verkefnin geta verið að stærð, umfangi og hraða eins og hentar hverjum og einum. Eina skilyrðið er að verkefnið falli að uppeldis- og kennslufræðilegum markmiðum skólans og taki til þátta á borð við fjöltyngi og fjölmenningu í evrópsku sam-hengi. Þannig er hægt að byrja með lítil og þægileg verkefni sem síðan er hægt að víkka út þegar á líður eftir því sem hverjum og einum hentar. Slíkt er samkomulag milli samstarfsskólanna. Verkefnin geta verið á sviði tungumála, samfélagsfræði, landafræði, sagnfræði, stærðfræði, eðlisfræði, líffræði, o.s.frv. Einnig er hægt að vinna fleiri en eitt verkefni ásamt þverfaglegum verkefnum sem nýtast í mörgum kennslufögum. Sam- starfið getur einnig leitt til frekari tengsla við samstarfsskólann og þannig orðið til stöðugt og gagnvirkt vinaskólasamband sem gagnast báðum aðilum. Hægt er að byggja á þeirri reynslu sem margir skólar hafa þegar aflað sér með þátttöku í öðrum áætlunum. Reynslan af eTwinning getur einnig auðveldað þátttöku víðar, eins og til dæmis í Sókrates-Comenius og Nordplus Junior. eTwinning áætlunin býður kennurum og nemendum upp á marga kosti, svo sem margmiðlunartækni til að gera kennsluna fjölbreyttari og nemendur virkari. Áætlunin gerir fólki kleift að komast í samband við önnur evrópsk samfélög og menningu og eykur tungumálakunnáttu nemenda og kennara. Kennslan verður skemmtilegri og fjölbreyttari en ella og dýpkar skilning og þekkingu þátttakenda á lífi fólks í Evrópu. Verkefni, ráðgjöf og samkeppni Nokkrir íslenskir skólar hafa nú þegar tekið þátt í eTwinning. • Samstarf um verkefnið Water Babies er milli Víkurskóla í Reykjavík og IES A. J. Cavanilles skólans á Spáni en það fjallar um líf ungs fólks á Íslandi og Spáni og upplifun þess á eigin samfélagi. Verkefnið var einfalt í upphafi en var í lokin farið að teygja anga sína út í aðra þætti skólastarfsins. • Water & Fire kallast verkefni á vegum Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu og Kolcsey Ferenc Gimnazium í Ungverjalandi sem fjallar um nýtingu jarðvarma, samfélag og menningu og líf ungs fólks í löndunum tveimur. Verkefnið hefur gengið vel og á vetri komanda munu þátttakendur heimsækja skóla hvor annars. • The Image of the Other er unnið af Flensborgarskóla í Hafnarfirði og Länsi- Lapin Ammatti-Instituutti í Finnlandi, en það er verkefni sem nýtir sér kosti margmiðlunartækni til að varpa ljósi á sýn nemenda á hver annan. Hefur vinnan við það verkefni gengið mjög vel og vakið eTwinning á Íslandi eTwinning áætlunin var formlega opnuð í Brussel í Belgíu 14.-16. janúar 2005 og var meira en 300 kennurum og sérfræðingum á kennslusviði í Evrópu boðið á opnunarhátíðina. Fyrir hönd Íslands voru (frá vinstri til hægri) Hjördís Skírnisdóttir frá Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu, Jónas Helgason frá Menntaskólanum á Akureyri, Baldur A. Sigurvinsson frá Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins, Ágústa Bárðardóttir frá Víkurskóla í Reykjavík, Guðrún Á. Guðmundsdóttir frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði, Kristín Jónsdóttir frá Langholtsskóla í Reykjavík og Sigurður Sigursveinsson frá Fjölbrautarskóla Suðurlands á Selfossi. MENNTAÁÆTLUN ES Lj ós m yn d fr á Ba ld ri A S ig ur vi nn ss yn i

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.