Skólavarðan - 01.10.2005, Blaðsíða 26

Skólavarðan - 01.10.2005, Blaðsíða 26
SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 5. ÁRG. 2005 að hann vilji breyta þeirri einhliða mynd af Afríku sem honum fannst einkenna viðhorf fólks og sýna að „Afríka er miklu meira en eymd“ (bls. 5). Það sem ég hef nokkrar efasemdir um í þessari bók er kaflinn „Hversvegna eru blökkumenn svartir?“ Að mörgu leyti tel ég óheppilegt að litarháttur fá rými heils kafla í bók um Afríku og velti fyrir mér hvort umræða og fræðsla um litarhátt ætti ekki að eiga sér stað í öðru samhengi. Má benda á að ólíklegt er að í bók um Evrópu væri kafli sem fjallaði um af hverju „hvítingjar“ væru hvítir. Með því að setja þessa umfjöllun í samhengi við Afríku er litarháttur fólks þar enn og aftur dreginn upp sem afbrigðið sem þarf að skoða og ræða um og Afríka afmörkuð sem rými fólks með dökkan litarhátt þótt í raun megi finna dökkt fólk um allan heim. Orðavalið er einnig óheppilegt að mínu mati, en hugtakið „blökkumaður“ (eins og svertingi) skilgreinir einstaklinginn út frá litarhættinum. Einstaklingurinn er ekki manneskja með dökkan, brúnan eða svartan litarhátt heldur er blökkumaður. Hugtakið lítur líka fram hjá því að þeir sem eru flokkaðir í einn hóp vegna þess að þeir eru dökkir á litinn eru alls ekki eins á litinn heldur er um að ræða mjög fjölbreytt litróf ólíkra brúnna, brúnrauðra og gulbrúnna lita. Hugtökin svartur og blökkumaður eru því eingöngu skiljanleg sem andstaða við ljósan litarhátt. Hér má þó vissulega benda á að litarháttur er mikilvægt málefni samtímans og í mörgum ríkjum Afríku er misskipting byggð á litarhætti. Sú staðreynd að skipting og flokkun fólks eftir litarhætti er félaglegur veruleiki skapar nauðsyn á að ræða um litarhátt. Það þarf hins vegar að huga vel að því hvernig, í hvaða samhengi og í hvaða námsefni það er gert. Ég er ekki viss um að sú umfjöllun eigi endilega heima í umfjöllun um Afríku sem slíka. Lokaorð Það er að mörgu leyti auðveldara í fræðimennsku að gagnrýna það sem aðrir hafa gert en að benda á það sem er vel gert. Hér hef ég fjallað um bækur sem ég tel í heildina mjög vel heppnaðar og í samræmi við þá stefnu sem fylgja á. Ég hef þó einnig gagnrýnt nokkur atriði og vil undirstrika að ekki er um að ræða gagnrýni á einstaka höfunda heldur fyrst og fremst verið að líta á þessar ímyndir sem þætti í hugmyndum þess samfélags sem bækurnar eru sprottnar úr og notaðar í. Ég tel mikilvægt að skoða námsbækur í samhengi hverja við aðra og velta alvarlega fyrir okkur á gagnrýninn hátt hvað við erum að segja og til hverra við erum að tala. Kristín Loftsdóttir kristinl hjá hi.is Höfundur er dósent í mannfræði við Háskóla Íslands. Frumheimildir Arnheiður Borg og Rannveig Löve. (1998). Í baði. Reykjavík: Námsgagnastofnun Reykjavíkur. Arnheiður Borg og Rannveig Löve. (1996). Mús í móa. Reykjavík: Námsgagnastofnun. Arnheiður Borg og Sigrún Löve. (2003). Í sól. Reykjavík: Námsgagnastofnun. Arnheiður Borg og Sigrún Löve. (2003). Á róló. Reykjavík: Námsgagnastofnun. Berg, Lars-Eric. (2003). Er til lím í Afríku? (Dagmar Vala Hjörleifsdóttir þýddi úr sænsku). Reykjavík: Námsgagnastofnun. Gerður G. Óskarsdóttir, Á. G., Gunnlaugur Ástgeirsson, María Jónasdóttir, Birna Sigurjónsdóttir, Hrólfur Kjartansson og Sylvía Guðmundsdóttir. (1989). Nefnd um Námsgagnastofnun. Skýrsla um stöðu Námsgagnastofnunar og framtíðarþróun. Reykjavík: Menntamálaráðuneytið. Guðbjörg Pálsdóttir. (2002). Dýr í Afríku; þemahefti í stærðfræði. Reykjavík: Námsgagnastofnun. Fræðilegar heimildir Eyrún María Rúnarsdóttir og Sigrún Aðalbjarnardóttir. (1996). Námsbókin: Stefnumörkun í námsefnisgerð fyrir grunnskóla. Reykjavík: Höfundar. Aðalnámskrá grunnskóla. (1999). Reykjavík: Menntamálaráðuneytið. Bordo, S. (1993). Unbearable Weight: Feminism, Western Culture and The Body. Berkeley, Los Angeles, London: University of California Press. Kristín Loftsdóttir. (2005). Menntaðar og villtar þjóðir: Afríka í texta íslenskra námsbóka. Uppeldi og menntun, 14(1):71-101. Kristín Loftsdóttir. (2004). ,,Ég er ekki með kynþáttafordóma en…” Hugtakið kynþáttur og íslenskt samfélag. Úlfar Hauksson (Ritstj) Rannsóknir í félagsvísindum V. Félagsvísindadeild. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2004 (bls. 575-585). Reykjavík: Háskólaútgáfan. Palmberg, M. (2000). Afrikabild för partnerskap: Afrika i de svenska skolböckerna. Uppsala: Nordiska Afrikainstitutet. 1 Rannsóknin var styrkt af Rannís, Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands og Aðstoðarmannasjóði Háskóla Íslands. 2 Benda má á að þær bækur sem eru til umfjöllunar hér voru ekki markvisst valdar heldur endurspegla eingöngu nokkrar nýlegar bækur sem vöktu athygli mína vegna tilvísun þeirra til fjölmenningar á einn eða annan hátt. 26 „Það sem mér finnst ánægjulegt við allar þessar bækur er að hvergi í textanum er minnst á að börnin eigi sér einhvern annan uppruna en íslenskan eða að þau séu „öðruvísi“ á litinn.“ SAMFÉLAGIÐ

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.