Skólavarðan - 01.10.2005, Síða 4

Skólavarðan - 01.10.2005, Síða 4
Eecera 8 Alþjóðlegu samtökin Eecera stuðla að kynningum á rannsóknum um uppeldi og menntun yngri barna. Þröstur Brynjarsson sat ráðstefnu samtakanna í Dublin en á næsta ári er hún haldin í Reykjavík. Kennaramenntun á tímamótum 10 Á næstu árum eru fyrirhugaðar miklar breytingar á kennaramenntun í landinu. Kennaraháskóli Íslands hefur lagt fram metnaðarfulla stefnu í þessum málaflokki. Veikindaréttur 12 Ingibjörg Úlfarsdóttir launafulltrúi KÍ skrifar. Um endurmenntun framhaldsskólakennara 13 Anna María Gunnarsdóttir faglegur ráðgjafi FF í skólamálum segir frá þróun mála á tímum töluverðs niðurskurðar. Verðlaun veitt fyrir nýsköpun 14 Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda 2005 er nýlokið með veglegri athöfn og afhendingu verðlauna. Framtakið hefur haft mikil áhrif á sköpunarstarf í skólum. Rannsóknir á námi 16 Hvað er nám? Ingólfur Gíslason tók sér fyrir hendur að þýða merkar niðurstöður námsrannsókna og Hafþór Guðjónsson skrifar aðfararorð. eTwinning á Íslandi 17 Einn liður í menntaáætlun Evrópusambandsins. Baldur A. Sigurvinsson verkefnisstjóri hjá Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins útskýrir málið. Ekki hús heldur hugmynd 19 Náttúruskóli Reykjavíkur var stofnaður nú á haustdögum. Honum er ætlað að verða miðstöð þekkingar í umhverfismennt, útinámi og náttúrufræði. Jólabókin í ár 20 Jón Þorvarðarson hefur setið í fjögur ár við skriftir stórglæsilegrar bókar um sögu stærðfræðinnar á blómaskeiði hennar. Titill bókarinnar er Og ég skal hreyfa jörðina. Þar sem rjúpan verpir við húshornið 22 Skólastarf á Eiðum tekur mið af náttúrunni sem umlykur skólann. Sökum þess hve skólinn er lítill geta kennarar verið sveigjanlegir varðandi tímamörk og nýtt góða veðrið þegar það gefst. Nýjar námsbækur, fjölmenning og Afríka 24 Kristín Loftsdóttir mannfræðingur segir frá því hvernig Afríka birtist í nýlegum íslenskum námsbókum. Formannspistill 3 Sigrún Grendal skrifar. Gestaskrif 5 Hrund Ólafsdóttir leikskáld og framhaldsskólakennari segir leiklistina með öllu ómissandi í skólastarfi og útskýrir af hverju í grein sinni Af hverju leiklist?. Smiðshöggið 29 Magnús Þorkelsson er ánægður með Power Point en ekki hvernig við notum það. Af alsælu og ósælu kallar Magnús pistil sinn um málið. Að auki... er blaðið fullt af fréttum af námsefni, tilkynningum og fleiru að ógleymdum leiðara. Kennarafjölskyldan Að mörgu er að hyggja í stórri fjölskyldu. Kennarasamband Íslands minnir um margt á stórfjölskylduna þar sem fólkið er á ýmsum aldri og með ólík áhugamál en samt tengt órjúfanlegum böndum. Þekkt er að í stærðinni er styrkurinn fólginn en það er þó ekki eina ástæða þess að kennarar kjósa að starfa saman. Önnur meginástæða er samstarfið sjálft, hið daglega ferli sem er eina raunverulega tryggingin fyrir því að málefni kennara séu til umræðu jafnt í kennarasamfélaginu sem utan þess. Kennarar eiga kennslureynsluna sameiginlega og enginn veit betur en þeir að til þess að geta kennt verður maður að geta lært af öðrum. Kennarasambandið er hornsteinn kennarasamfélagsins og staðurinn þar sem þetta nám fer fram. Því lýkur ekki með prófgráðu en afurðin er þróun í átt að meiri þátttöku kennara í mótun samfélagsins, betri kjörum, styrkari sjálfsmynd og bættri líðan. Á hverjum degi berst starfsmönnum Kennarahússins erindafjöld sem sýnir vaxandi breidd og dýpt í því sem kennarar láta sig varða. Sinnuleysið sem rætt er um á götuhornum, í saumaklúbbum og á fréttastofum á svo sannarlega ekki við um kennara. Að sjálfsögðu hringir fólk í Kennarahúsið og spyr um kaup sín og kjör; orlofsmál, veikindarétt og launaflokka. Þannig á það líka að vera. En margir koma með ábendingar um mikilsverð verkefni fyrir samtökin, færa fréttir af akrinum, setja fram hugmyndir um kjara,- mennta – og menningarmál. Kennarasambandið er tíu þúsund manna heildarsamtök og kennarar eru áhrifamikil rödd í samfélaginu. Á því leikur enginn vafi. Að frátöldu starfi með nemendum, foreldrum og samstarfsmönnum sitja kennarar í sveitarstjórnum, nefndum og ráðum, þeir skrifa greinar í blöð, skipuleggja ráðstefnur og fundi, gegna stjórnunarstöðum hjá hinu opinbera og í einkageiranum og upplýsa vini og ættingja um skólamál. Kennarasamband Íslands, summan af einstaklingunum sem mynda það, er fjölbreytt og sterkt afl. • Átak Landsvirkjunar til að ná augum og eyrum upprennandi liðs- heildar ber vott um stórhug og hugmyndaauðgi. Hví skyldi fyrirtækið ekki leita leiða til að afla fylgis? Það er ekki Landsvirkjunar að ganga í berhögg við almenna viðskiptahætti og krefja sjálfa sig um siðferði. Það er hlutverk okkar hinna. Almenningur, stjórnmálamenn, foreldrar og kennarar eiga að mótmæla innrásum markaðsafla í skólastarf og skilgreina með skýrum hætti aðskilnað skóla og fyrirtækja. Um er að ræða eitt öflugasta fyrirtæki landsins sem stendur í einni umdeildustu framkvæmd Íslandssögunnar, eins og Ólafur Páll Jónsson kallar Kára- hnjúkavirkjun í grein í Netlu sem ber titilinn „Skólinn, börnin og blýhólkurinn“. Ég hvet kennara til að lesa þessa grein, slóðin er netla. khi.is/greinar/2005/013 • Hinn nýstofnaði Náttúruskóli er kynntur til sögunnar í þessari Skólavörðu. Áhugi skólamanna á útivist og útikennslu fer vaxandi og hlutverk Náttúruskólans verður fyrst og fremst að koma á samstarfi milli þeirra sem sinna þessum þætti skólastarfs. Einnig að þróa nýjar leiðir og fræðslu sem styðja kennara til að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til umhverfismenntar og útikennslu í námskrá. Kennaramenntun tekur miklum breytingum á næstu árum. Þetta er eitt stærsta viðfangsefni kennarasamfélagsins um þessar mundir. Kennaraháskólinn á hrós skilið fyrir að stefna beint að fimm ára heildstæðu kennaranámi til meistaraprófs og koma fram með jafnglæsilega stefnu og raunin er. Meira um þetta inni í blaðinu. • Þrjátíu ár eru liðin síðan íslenskar konur breyttu heimssögunni á kvennafrídegi sínum. Þegar þetta er skrifað er 24. október ekki runninn upp en þá munu konur enn á ný ganga af vinnustöðum því til áréttingar að launamunur og annað misrétti er enn við lýði, í okkar fagra og annars ágæta landi á því herrans ári 2005. Krístin Elfa Guðnadóttir 4 LEIÐARIEFNISYFIRLIT FASTIR LIÐIR SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 5. ÁRG. 2005 Ritstjóri: Kristín Elfa Guðnadóttir kristin@ki.is Ábyrgðarmaður: Helgi E. Helgason helgi@ki.is Umsjónarmaður félagatals: Sigríður Sveinsdóttir sigridur@ki.is / sími 595 1115 Hönnun: Zetor ehf. Ljósmyndir: Jón Svavarsson, nema annars sé getið Forsíðumynd: Forsíðumyndin er af nýbökuðum verðlaunahöfum í Nýsköpunarkeppninni 2005 Auglýsingar: Stella Kristinsdóttir stella@ki.is / sími 595 1142 eða 867-8959 Prentun: Svansprent Skólavarðan, s. 595 1118 (Kristín) og 595 1119 (Helgi). Laufásvegi 81, 101 Reykjavík

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.