Skólavarðan - 01.10.2005, Blaðsíða 28

Skólavarðan - 01.10.2005, Blaðsíða 28
28 NÁMSEFNI SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 5. ÁRG. 2005 Verkefnabókin Áfram, áfram, áfram íslenska! – Dropar brosandi orða fyrir þyrsta málnotendur kom út í byrjun hausts og er þegar komin í notkun víða um land, enda þörfin brýn. Um er að ræða 100 verkefni í íslensku fyrir þá sem hafa íslensku sem annað tungumál. Leitast er við að virkja nemendur til sjálfsmats á námi sínu og eru í því skyni birtar lausnir í bókinni og aðferðir til þess að meta rétt og röng svör. Bókin er hugsuð til notkunar í efstu bekkjum grunnskóla og í framhaldsskóla. Að sögn höfundar, Gunnars Þorra framhaldsskólakennara í Vestmannaeyjum, er framhald væntanlegt á næsta ári. Bókinni fylgja glærur, leikir, leiðbeiningar, hljóðskrár og fleira sem notendur geta einnig hlaðið inn á tölvu af vef höfundar og breytt að vild, en glærur á vef eru sumar ítarlegri en í bókinni og með gagnvirkum æfingum. Slóðin er www.ismennt.is/not/thorri/ „Kennarar hafa sjaldnast verið höfundar að breytingum á skólastarfi þrátt fyrir að þeim sé ætlað að fylgja þeim eftir,“ segir í nýútkominni bók sem ber titilinn Fagleg kennsla í fyrirrúmi og er eftir þær Hafdísi Guðjónsdóttur, Matthildi Guðmundsdóttur og Árdísi Ívardsdóttur. Höfundar hafa margháttaða reynslu af skólastarfi; grunnskólakennslu, nám- skeiðahaldi, kennsluráðgjöf, rannsóknum og leiðsögn kennaranema ásamt fleiru. „Kennarar búa yfir mörgum frábærum hugmyndum en minnst af þeim er til skráð,“ segir í formála og höfundar, með aðstoð annarra kennara, leggja hér með sitt af mörkum til að bæta úr skortinum. Bókin er ætluð öllum sem hafa áhuga á skólamálum og kennslu en ekki síst þeim sem starfa með börnum á aldrinum fimm til níu ára. Í inngangi er efni bókarinnar lýst svo: „Megininnihald bókarinnar er hagnýt kennslufræðileg ráðgjöf og hugmyndir fyrir kennara og kennaranema sem kenna á byrjendastigi grunnskólans. Við leggjum áherslu á að stöðugleiki og samkvæmni eru lykilatriði að árangursríku skipulagi. Bekkjarstjórnun er skipulag og stjórnun á Íslenska sem annað tungumál Efnisyfirlit er í grófum dráttum eftir- farandi: 1. Leikir, bingó, setja rétt orð í rétta kassa. 2. Stafróf, framburður hljóða, orða og setninga á íslensku. 3. Tölur, raðtölur, litlar og stórar tölur. Hvað er klukkan? Peningar. 4. Líkami, föt, heimili, vinna og umhverfi, margræð orð, andheiti og samheiti. 5. Persónufornöfn. Fjölbreyttar æfingar. 6. Tjáning í skóla, frasar, orðasambönd og spurningar. Algeng sagnorð. 7. Ákveðinn greinir. Margar æfingar. 8. Sagnorð og spurningar. Margvíslegar æfingar. Áhugasamir geta pantað bókina og fengið nánari upplýsingar með því að senda tölvupóst til Gunnars Þorra: thorri@ismennt.is keg bekkjarumhverfinu þannig að aðstæður skapist til að kennsla og nám geti farið fram. Umsjónarkennari ber ábyrgð á að móta og hlúa að góðum bekkjaranda. Þetta er starf kennarans í hnotskurn. Við leggjum áherslu á þau málefni sem kennar- inn þarf að hafa í huga við skipulagningu kennslunnar þannig að komið sé í veg fyrir ýmiss konar vanda og að tækifæri til að læra sé í hámarki. Kennarar þurfa að þekkja og nota fjölbreyttar kennslu- og námsmatsaðferðir sem taka tillit til margbreytilegra hæfileika nemenda, persónuleika þeirra og mismunandi vinnu- bragða og vinnuhraða. Um þessa þætti fjöllum við í handbókinni.“ Meðal annars er fjallað um: • Einstaklingsmiðað nám og kennslu • Námsumhverfi og bekkjarstjórn • Samvirkt nám sem byggir á samvinnu og ábyrgð einstaklingsins • Ýmsar hugmyndir að námsmati • Samstarf kennara og foreldra • Kennsluáætlanir þar sem komið er til móts við fjölbreytta kennarahópa Fagleg kennsla í fyrirrúmi er til sölu í Bóksölu kennaranema í KHÍ, Bóksölu stúdenta í HÍ og Skólavörubúðinni. Nánari upp- lýsingar gefa höfundar; Árdís Ívarsdóttir ardis@borgaskoli.is, Hafdís Guðjónsdóttir hafgud@khi.is og Matthildur Guðmunds- dóttir mattgud@simnet.is keg Nýútkomin og hagnýt Höfundar bókarinnar Fagleg kennsla í fyrirrúmi Lj ós m yn d fr á hö fu nd um

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.