Skólavarðan - 01.10.2005, Blaðsíða 12

Skólavarðan - 01.10.2005, Blaðsíða 12
SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 5. ÁRG. 2005 Í síðasta tölublaði skrifaði ég um fæðingarorlof, en nú er ætlunin að taka fyrir veikindarétt. Það er ekki óalgengt að fólk velti lítið fyrir sér veikindarétti sínum fyrr en á þarf að halda. Mig langar að minnast á nokkur atriði sem mest er spurt um hér hjá KÍ varðandi veikindi, veikindi barna og langtímaveikindi maka og barna. Veikindaréttur miðast við starfsaldur og verður mest 360 dagar eftir 18 ár í starfi. Laun í veikindum eru þó ekki greidd lengur en ráðningu er ætlað að standa. Ef starfsmaður flytur sig milli skóla eða sveitarfélaga flyst veikindaréttur með viðkomandi. Til að geta flutt veikindarétt með sér þarf starfsmaður að hafa unnið einhvern tíma í 12 mánuði samfellt hjá sama vinnuveitanda. Ef starfsmaður verður óvinnufær vegna veikinda eða slyss þarf að tilkynna það yfirmanni þegar í stað sem svo ákveður hvort læknisvottorðs skuli krafist og hvort það skuli vera frá trúnaðarlækni hlutaðeigandi stofnunar. Ef starfsmaður er óvinnufær vegna veikinda eða slyss um langan tíma verður viðkomandi að endurnýja læknisvottorð sitt eftir nánari ákvörðun yfirmanns en þó ekki sjaldnar en mánaðarlega. Frá þessu má þó veita undanþágu eftir tillögu trúnaðarlæknis ef ljóst er að um lengri veikindafjarvist verði að ræða. Yfirmaður getur krafist vottorðs hvenær sem er ef þörf þykir á og skiptir þá ekki máli hvort heldur er skammtíma- eða langtímaveikindi. Starfsmaður þarf aftur á móti ekki að að gefa yfirmanni nákvæma lýsingu á veikindum sínum þar sem yfir- maður á rétt á að senda viðkomandi til trúnaðarlæknis og fá vottorð ef þörf þykir á. Rétt er að benda á að launagreiðandi skal endurgreiða starfsmanni gjald vegna læknisvottorða sem krafist er og einnig gjald vegna viðtals hjá lækni til að afla vottorðs. Varðandi veikindi í sumarorlofi þá er rétturinn mismunandi eftir því hvaða félagi viðkomandi tilheyrir innan KÍ: Nái grunnskólakennari ekki að nýta orlofsrétt sinn (24, 27 eða 30 daga) á tímabilinu 15. júní til 15. ágúst telst það sem á vantar veikindi í orlofi. Veikist leikskólakennari í orlofi telst sá tími, sem veikindum nemur, ekki til orlofs, enda sanni hann með læknis- vottorði að hann geti ekki notið orlofs. Sé framhaldsskólakennari veikur í sumar- hléi svo nemi einum mánuði eða lengri tíma skal það, sem fram yfir er, skoðast veikindi í orlofi allt að fullum orlofstíma. Sé tónlistarkennari veikur á tímabilinu 1. júní til 31. ágúst svo nemi einum mánuði eða lengri tíma skal það, sem fram yfir er, skoðast veikindi í orlofi allt að fullum orlofstíma. Undir öllum kringumstæðum skulu veikindi skýlaust sönnuð og vottorði skilað svo fljótt sem auðið er. Foreldrar barna yngri en 13 ára eiga rétt á að vera frá vinnu í samtals 10 vinnudaga (80 vinnuskyldustundir m.v. fullt starf) á hverju almanaksári og endur- nýjast sá réttur um hver áramót. Ekki er nauðsynlegt að taka þessa daga út í heilum dögum heldur má taka út hálfa daga eða jafnvel nýta nokkrar klukkustundir í senn. Ekki eru greidd laun vegna langtíma- veikinda maka en Sjúkrasjóður greiðir þó 12 Ingibjörg Úlfarsdóttir launafulltrúi KÍ skrifar um: Veikindarétt Ingibjörg hjá ki.is Ljósmynd: keg sjúkradagpeninga vegna sjóðfélaga sem verða fyrir tekjuskerðingu sem er afleiðing alvarlegra langtímaveikinda maka eða barna, enda hafi veikindin staðið í a.m.k. þrjá mánuði. Þess má geta að þeir sem fullnýta veikindarétt sinn geta í framhaldinu sótt um sjúkradagpeninga til Sjúkrasjóðs KÍ sem greiðast í allt að 360 daga vegna veikinda sjóðfélaga. Í lokin langar mig að minna ykkur á netfangið mitt ingibjorg@ki.is ef þið hafið frekari spurningar um veikindarétt eða annað. Ingibjörg Úlfarsdóttir Höfundur er launafulltrúi KÍ. KJARAMÁL Með því að kynna sér stöðu mála af eigin raun og miðla nemendum sínum og öðrum af reynslunni leggur maður sitt af mörkum til friðar og friðaruppeldis. Borgþór Kjærnested stendur fyrir ferð til Palestínu og Ísrael um jólin og enn eru laus sæti. Frést hefur af kennurum sem ætla að slást í för með Borgþóri en ferðin stendur yfir frá 22. desember til 2. janúar. Millilent er í Kaupmannahöfn og Istanbúl á leiðinni til Jerúsalem. Á aðfangadagskvöld er snætt í Betlehem að afloknum fundi með friðarsamtökum og messu. Ítarleg dagskrá liggur fyrir og allar nánari upplýsingar gefur Borgþór Kjærnested, borgtor@mmedia.is Ferð til Palestínu og Ísrael um jólin – laus sæti Veggspjald af leikriti um málefni Palestínu og Ísrael

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.