Skólavarðan - 01.10.2005, Blaðsíða 13

Skólavarðan - 01.10.2005, Blaðsíða 13
13 SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 5. ÁRG. 2005 Löngu er viðurkennt að það skiptir miklu fyrir kennara að geta sífellt endurnýjað kunnáttu sína og hæfni. Í kjarasamningi framhaldsskólakennara er gert ráð fyrir að kennarar sinni endur- menntun í 80 klukkustundir á ári utan starfstíma skóla. Þeir þurfa að hafa yfir að ráða nýjustu þekkingu á hverjum tíma og aðferðum til að miðla henni. Kröfur um að kennarar fylgist vel með í starfi sínu og fagi aukast stöðugt. Því er mjög mikilvægt að þeim standi til boða góð endurmenntun og það fé sem lagt er til hennar nýtist sem best í þessum tilgangi. Hér á eftir verður gerð grein fyrir samstarfsnefnd um endurmenntun framhaldsskólakennara, starfssviði hennar og helstu áhersluatriðum. Samstarfsnefnd um endurmenntun framhaldsskólakennara var stofnuð af menntamálaráðuneytinu í samstarfi við HÍK haustið 1987 til að sjá um og úthluta fjármunum til endurmenntunar fyrir fram- haldsskólakennara. Nefndin starfaði í nokkur ár áður en hún var formlega skipuð í árslok 1993 en þá var jafnframt skilgreint að hlutverk hennar væri að ráðstafa því fé sem menntamálaráðuneytið úthlutaði til endurmenntunar framhaldsskólakennara ár hvert, þ.á.m. styrkveitingum sem áður höfðu verið í verkahring ráðuneytisins. Samstarfsnefndin er þannig skipuð að frá menntamálaráðuneyti kemur einn fulltrúi sem jafnframt er formaður nefndarinnar og einn fulltrúi frá Háskóla Íslands, tveir frá Félagi framhaldsskólakennara og einn frá FÍF (Félagi íslenskra framhaldsskóla). Menntamálaráðuneytið gerir árlega samning við EHÍ (Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands) um framkvæmd nám- skeiða, fjármál og rekstur nefndarinnar. Sérstakur fulltrúi stofnunarinnar hefur yfir- umsjón með fjárreiðum nefndarinnar og framkvæmd námskeiða. Fulltrúi Háskóla Íslands í nefndinni kemur frá uppeldis- og kennslufræðiskor og frá árinu 2000 hefur Félag íslenskra framhaldsskóla einnig átt fulltrúa í nefndinni. Samstarfsnefndin er nú svo skipuð að formaður og fulltrúi menntamálaráðu- neytis er Karl Kristjánsson, Hjördís Þorgeirs- dóttir er fulltrúi FÍF, fulltrúar FF eru Anna María Gunnarsdóttir, sem jafnframt er ritari nefndarinnar, og Ósa Knútsdóttir, fulltrúi Háskóla Íslands er Hafdís Ingvarsdóttir, Ragnheiður Heiðreksdóttir er faglegur starfsmaður nefndarinnar og fulltrúi EHÍ er Oddný Halldórsdóttir. Í fyrstu sá nefndin einungis um úthlutun til sumarnámskeiða í samvinnu við fagfélög framhaldsskólakennara en síðar bættist við vettvangsnám sem var greinabundið nám á starfstíma skóla. Smám saman jókst svo umfang starfseminnar og alls kyns námskeið voru styrkt af nefndinni; átaks- verkefni ýmiss konar, farandnámskeið fyrir skóla, fyrirlestrahald í skólum auk styrkja til einstaklinga og fagfélaga vegna annarra námskeiða og ráðstefna. Frá 1999 - 2004 stóð yfir átak á sviði upplýsinga- og tölvutækni þar sem m.a. var boðið upp á vettvangsnám og styrki til einstaklinga til að sækja námskeið að eigin vali. Þá hefur nefndin um nokkurra ára skeið staðið fyrir stuttu námskeiði fyrir formenn fagfélaga á hverju vori og heldur kynningarfund fyrir formenn fagfélaga hvert haust um styrkfyrirkomulag. Á síðasta ári minnkuðu framlög til samstarfsnefndar um endurmenntun framhaldsskóla nokkuð. Árið 2003 og 2004 voru framlög um 30.000.000 króna hvort ár en árið 2005 voru þau 21.000.000. Þetta kom m.a. til af því að þá lauk sérstöku átaksverkefni í upplýsingatækni og fjárveiting til þess féll niður. Vegna þessa þurfti að sameina tölvustyrki og einstaklingsstyrki. Þá þurfti nefndin að Um endurmenntun framhaldsskólakennara gæta aðhalds við styrkveitingar og gætti þess vel að styrkja aðeins námskeið sem tengdust kennslugrein viðkomandi umsækjanda. Aðalfundur Félags framhaldsskóla- kennara sem haldinn var þann 25. febrúar síðastliðinn ályktaði um niðurskurðinn og lýsti þungum áhyggjum yfir skertum framlögum menntamálaráðuneytis til samstarfsnefndar um endurmenntun framhaldsskólakennara. Þar sem allmiklar hækkanir urðu á öllum kostnaði milli ára er ljóst að skerðingin er veruleg. Það er von nefndarinnar að geta á næstu árum aukið framboð á endur- menntun og stuðningi við kennara, náms- og starfsráðgjafa og stjórnendur í framhaldsskólum sem vilja efla þekkingu sína með því að sækja námskeið til dæmis í faggreinum sínum, á sviði upplýsinga- tækni eða á sviði skólaþróunar og efla vettvangsnám enn frekar en orðið er. Þá er ætlun nefndarinnar að bjóða upp á lengra nám sem metið yrði til eininga á háskólastigi og sérsniðið að þörfum framhaldsskólakennara og náms- og starfsráðgjafa. Anna María Gunnarsdóttir Höfundur er faglegur ráðgjafi Félags framhaldsskólakennara í skólamálum og formaður skólamálanefndar félagsins. Anna María Gunnarsdóttir Í töflunni hér að neðan má sjá hvernig styrkveitingum árið 2004 var varið. KJARAMÁL Lj ós m yn d: k eg

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.