Skólavarðan - 01.10.2005, Blaðsíða 30

Skólavarðan - 01.10.2005, Blaðsíða 30
30 SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 5. ÁRG. 2005 fyrirlestur jafn stöðluð lausn og endalausar ritgerðir voru hér í eina tíð. Þá voru allir að láta nemendur (alla vega í framhaldsskóla) semja ritgerð því annars duttu menn niður faglega virðingarstigann. Nú er það Power Point kynning sem er málið. Verkefnið er einfalt og auðunnið (þær systur Copy og Paste bjarga miklu). Fáir læra neitt að ráði vegna þess að þeir eru alltaf að gera það sama og auðvelt er að afrita. Að auki fá alltof fáir raunverulega umsögn eða gagnrýni því flestir nemendur láta þetta yfir sig ganga og kennarinn vill koma sem flestum að! En það er ekki síst vandi að nemendur eru hættir að setja saman heiðarlegan texta, hættir að lesa bækur því allt er á netinu. Þeir afrita bara og vita stundum ekki hvað þeir voru að afrita. Þetta leit svo vel út. Það að lesa gögn, meta þau, vinna úr þeim og setja þau fram sem skilmerkilegan texta er að gleymast. Svo að ekki sé nú talað um að fá góða umsögn, leiðréttingar og færi á að vinna úr þeim. En það er gamalt vandamál sem tengdist ofgnótt ritgerða. Verjum tölvuna og notum hana til góðs! Mér er mikið niðri fyrir lesandi góður (ef þú ert þá ekki löngu búinn að gefast upp eða tapa þræðinum). Tölvan og Power Point og mörg önnur forrit og tölvutengd tæki eru mikil framfaraspor í kennslu en þegar menn nota þau á einhæfan og leiðigjarnan hátt þá er illt í efni. Sama gildir um myndbönd og dvd. Ef kveikt er á tölvunni, sýningin sett af stað og nemendur eiga að þegja og skrá niður vísdóminn eða fá að sofa fram á útprentin þá er verið að drepa niður hugsun en ekki vekja hana. Magnús Þorkelsson Höfundur er aðstoðarskólameistari Flensborgarskólans. 1 Sjá grein Edmunds Tuftes á www.wired. com/wired/archive/11.09/ppt2.html, þýðingu Halldórs Gíslasonar á www.lhi. is/NamOgDeildir/Honnun/Frettir/nr/500 auk Skólavefrits Hafnarfjarðarbæjar - sjá www. hafnarfjordur.is. Færð þú kjarabót um næstu mánaðamót? Nær tíu mánuðir eru liðnir síðan félags- menn KÍ fengu rétt til kjarasamnings- bundins mótframlags launagreiðanda inn á séreignarsjóð. Þeir félagsmenn, sem hafa tekið þátt frá upphafi með því að gera samning um séreignarsparnað, hafa mánaðarlega fengið greiðslu inn á séreign sína frá launagreiðanda sem nemur allt að 2% af heildarlaunum. Ef miðað er við heildarlaun upp á 250.000 kr. þá er mótframlag launagreiðanda komið upp í 50.000 kr. á þessu ári. Til að fá þessa mánaðarlegu kjarabót þarft þú að hefja sparnað með því að gera samning við séreignarsjóð. Rétt er að hvetja alla, sem eiga það eftir, að gera samning sem fyrst. Evrópskt skólasamstarf Comeníus – styrkir tungumálaverkefni / nemendaskipti Tengslaráðstefna fyrir tungumálaverkefni verður haldin í Reykjavík 11.-12. nóvember. Evrópskir kennarar eru boðnir til ráðstefnu þar sem stefnt er að því að koma á fót nemendaskiptaverkefnum tólf ára og eldri. Ráðstefnan er kjörinn vettvangur til að koma á tengslum við evrópska skóla. Á ári hverju eru um sex nemendaskiptaverkefni styrkt af Comeníusi. Verkefni geta verið af ýmsum toga og náð til flestra greina auk tungumála. Allar nánari upplýsingar er að finna á www.ask.hi.is Hlíðasmári 11 · Sími: 517-6460 www.belladonna.is Fallegar haustvörur fyrir konur með sjálfstæðan smekk Opið: mán.-fös. kl. 11-18 laug. kl. 11-15 LSR hefur starfrækt séreignardeild frá árinu 1999 og er einfalt að hefja sparnað þar. Einungis þarf að fylla út samning um séreignarsparnað við Séreign LSR og senda til sjóðsins. Lífeyrissjóðurinn sér um að koma samningnum til launagreiðanda og fylgist með því að þú fáir þitt mótframlag. Hægt er að nálgast eyðublöð á heimasíðu LSR, www.lsr.is. Einnig er hægt að fá samning sendan heim með því að senda netpóst á netfangið sereign@lsr.is eða hringja í síma 510-6100. Það er rétt að huga að þessu sem fyrst og missa ekki af fleiri mánaðamótum. Ágústa H. Gísladóttir Höfundur er deildarstjóri Séreignar LSR SMIÐSHÖGGIÐ KJARAMÁL

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.