Skólavarðan - 01.10.2005, Blaðsíða 16

Skólavarðan - 01.10.2005, Blaðsíða 16
16 SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 5. ÁRG. 2005 LYKILATRIÐI um nám og kennslu 1. Nemendur koma í skólastofuna með ákveðnar hugmyndir um hvernig heimurinn virkar. Ef þessi skilningur þeirra er látinn óhreyfður er hætta á að þeir nái ekki tökum á nýjum hugtökum og upplýsingum eða að þeir læri eingöngu til að nota á prófum en gamli skilningurinn ráði utan kennslustofunnar. 2. Til að þróa með sér færni á einhverju sviði verður nemandi að: (a) búa yfir djúpri undirstöðuþekkingu (staðreyndum), (b) skilja staðreyndir og hugmyndir í samhengi og (c) skipuleggja þekkingu sína með þeim hætti að hún sé tiltæk og nothæf. 3. Ef stefnt er að því í kennslu að gera nemendur meðvitaða um eigið nám og námshætti (‹metacognitive‹ approach to instruction) getur það hjálpað þeim í að ná stjórn á eigin námi, þeir setja sér sjálfir markmið og fylgjast með hvernig gengur að ná þeim. Afleiðingar fyrir kennslu: Kennarar verða að draga fram og vinna með þann skilning sem nemandi býr yfir. Því verður að: Hætta að hugsa um nemandann sem tómt ílát sem kennarinn fyllir af þekk- ingu. Í staðinn verður kennarinn að kanna hugsun nemenda með virkum hætti, skapa aðstæður og búa til verkefni sem geta leitt í ljós hugsun nemandans. Upphaflegar hugmyndir nemenda eru grunnurinn sem byggja verður á fræðilegan skilning greinarinnar. Víkka hlutverk mats út fyrir hefðbundin próf. Tíð notkun leiðsagnarmats hjálpar til við gera hugsun nemenda sýnilega fyrir hann sjálfan, kennarann og samnemendur. Þannig fæst endurgjöf sem getur bætt og skýrt hugsun nemandans. Þar sem markmiðið er að læra með skilningi verður námsmat að snúast um skilning en ekki eingöngu að endurtaka staðreyndir eða sýna fram á færni í stökum aðferðum. Kennarar verða að kenna efni á dýptina, gefa mörg dæmi um notkun sama hugtaks og byggja sterkar undirstöður staðreyndaþekkingar. Því verður að: Hætta að fara yfir allt efni greinar með yfirborðskenndum hætti en fara þess í stað djúpt í færri atriði þannig að einhver skilningur myndist á lykilhugtökum greinarinnar. Auðvitað þarf ekki alveg að hætta að fara yfir mikið efni. En það verða að vera nægilega mörg tækifæri til að fara djúpt í námsefnið til að nemendur nái tökum á aðalatriðum á einhverjum sviðum greinar. Að auki krefst djúpnám þess oft að hugmyndir fái að gerjast með nemendum í langan tíma til að skilningur þeirra þróist frá því að vera lauslegur í það að verða mótaður. Þetta krefst þess að nám sé skipulagt yfir mörg skólaár. Kennarar verða að hafa djúpstæða þekkingu og reynslu af fagi sínu. Áður en kennari getur þróað öflugar kennslu- aðferðir verður hann að vera vel heima í fagi sínu, hvernig þekkingar í því er aflað og hvernig fræðileg samræða fer fram, hugtakaheimi fagsins. Jafn mikilvægt er að kennari skilji hvernig hugsun nemenda um þessi hugtök vex og þróast. Þetta síðasta atriði er alveg nauðsynlegt til að hægt sé að öðlast sérfræði í kennslu, auk fagsins. Verið getur að þetta krefjist sérhannaðra námskeiða fyrir kennara. Þegar námsárangur er metinn í sam- ræmdum prófum, eða öðrum prófum sem ætlað er að hafa eftirlit með skólastarfi, verður að prófa raunverulegan skilning en ekki yfirborðsþekkingu. Kennarar eru oft metnir út frá slíkum prófum. Kennari lendir í klípu ef til er ætlast að hann kenni nemendum að skilja hugtök en lendir svo í því að nemendur hans standa sig verr en aðrir á stöðluðum prófum. Ef ekki koma til ný matstæki er ólíklegt að nýir kennsluhættir hljóti stuðning skóla og foreldra. Þetta er mikilvægt markmið þótt erfitt sé að ná því. Snið staðlaðra prófa hentar betur til að mæla þekkingu á staðreyndum en hugtakaskilning þó að með þeim fáist nokkuð hlutlægur kvarði. Það er erfiðara að mæla skilning á hlutlægan hátt. Mikið verk á eftir að vinna í því að sameina þetta tvennt. Æskilegt er að kenna nemendum að vera meðvitaðir í eigin námi, það þarf að efla hugsun þeirra um eigin hugsun og ætti að flétta slíkt inn í nám í sem flestum greinum. Þar sem sjálfsmeðvituð hugsun er oft í formi innri samræðu gera nemendur sér oft ekki grein fyrir mikilvægi hennar nema kennarinn bendi þeim sérstaklega á, og tali um, innri hugsunarferli. Áhersla á sjálfsmeðvitaða hugsun verður að fylgja kennslu í öllum greinum vegna þess að gæta þarf að mismunandi hlutum í hinum ýmsu greinum. Í sögu til dæmis gæti nem- andinn spurt sjálfan sig ,,hver skrifaði skjalið og hvernig getur það haft áhrif á túlkun þess sem gerðist?” en í eðlisfræði gæti nemandinn verið meðvitaður um hvort hann skilur raunverulega grund- vallarlögmálið sem býr að baki atburði sem verið er að skoða. Það getur bætt árangur nemenda að flétta saman kennslu í því að vera með- vitaður um eigið nám og svo kennslu í hefðbundnum greinum og hjálpað þeim að verða sjálfstæðir námsmenn. Það ætti að vera markviss hluti af námi í öllum greinum á öllum skólastigum. Nám í kennslufræðum ætti að fela í sér að nemandi nái tökum á öflugum aðferðum til að hugsa sjálfsmeðvitað og læri að kenna þær. Þýðing: Ingólfur Gíslason Markmið skólastarfs er að fólk læri. Vitneskja um nám hlýtur því að skipta miklu máli fyrir kennara. Því skýrari hug- myndir sem kennari gerir sér um það hvernig nemendur hans læra þeim mun hægara ætti að vera fyrir hann að skapa góð skilyrði til náms. Umfangsmiklar rannsóknir á undanförnum 30 árum hafa leitt til dýpri skilnings á því hvernig fólk lærir. Því miður hafa upplýsingar um þessar rannsóknir ekki náð inn í skólana nema að mjög takmörkuðu leyti. Ein ástæða þessa er sú að rit og greinar um nám hafa iðulega verið á fræðilegu máli sem fólk á ekki auðvelt með að skilja. Hitt kemur líka til að rannsóknir á námi eru æði yfirgrips- miklar og ekki auðvelt að henda reiður á hvaða niðurstöður skipti mestu máli fyrir skólastarf eða eigi brýnast erindi við skólafólk. Nú hefur sem betur fer orðið nokkur breyting til batnaðar. Árið 1999 kom út í Bandaríkjunum á vegum Banda- ríska vísindaráðsins (National Research Council) lítið hefti sem ber heitið How People Learn – Bridging Research and Practice. Í heftinu eru dregnar saman helstu niðurstöður rannsókna á námi og útlistað hvernig þær tengjast starfi í skólastofu. Hefti þetta byggir á annarri bók sem kom út sama ár og heitir How People Learn: Brain, Mind, Experience, and School en sú bók er árangur af tveggja ára starfi sérsakrar nefndar vísindamanna sem skipuð var af Bandaríska vísindaráðinu og hafði það hlutverk að meta hverju rannsóknir á námi hafi í raun skilað, hver vitneskja okkar sé á þessu sviði. Þessa bók er að finna á netinu, slóðin er www.nap.edu/ html/howpeople1/index.html. Ég kynnti heftið How People Learn – Bridging Research and Practice fyrir nemendum mínum í kennslufræði raun- greina við Háskóla Íslands í fyrra. Þeim fannst það athyglisvert og nú hefur einn þeirra, Ingólfur Gíslason, tekið sig til og þýtt samantekt úr niðurstöðum bókarinnar sem heftið byggir á. Kann ég honum bestu þakkir fyrir þetta framtak og vona að það verði skólastarfi til góðs. Hafþór Guðjónsson Hafþór Guðjónsson kennari við KHÍ og HÍ skrifar eftirfarandi inngang að þýðingu Ingólfs Gíslasonar á samantekt niðurstaðna úr áhugaverðri bók. Þýðing Ingólfs fylgir beint á eftir. Rannsóknir á námi HVAÐ ER NÁM?

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.