Skólavarðan - 01.10.2005, Blaðsíða 14

Skólavarðan - 01.10.2005, Blaðsíða 14
14 NÝSKÖPUNARKEPPNI SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 5. ÁRG. 2005 Tvennt er öðru farsælla í uppbyggingu og viðhaldi samfélagsins: Siðmennt og sköpun. Í íslensku skólastarfi er báðum þáttum sinnt en skórinn kreppir hvað varðar sköpunarþáttinn sem gjarnan er settur undir hatt „sérverkefna“ og fær lítinn sess í samræmdum prófum. Leikskólar og tónlistarskólar búa að hefð og hugmyndafræði sem veldur því að sköpunin verður síður útundan en jafnt þar sem á öðrum vígstöðvum þurfa kennarar þó að standa vörð um skapandi hugsun meðan samfélagið siglir hraðbyri í hina áttina, til sífellt meiri mötunar. Af þessum sökum er uppgangur nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda svo gleðilegur. Það er kannski ofmælt að kalla hana ljós í myrkrinu en hún minnir okkur reglulega á að sköpunaraflið er nokkuð sem við verðum að virkja og halda í heiðri. Verðlaunaafhending vegna keppninnar á þessu ári fór fram í Vetrargarðinum í Smáralind í Kópavogi sunnudaginn 2. október sl. Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaunin ásamt því að opna sýningu á hugmyndunum úr keppninni og opna vefinn fyrir næstu keppni. Þetta var í 14. sinn sem keppnin var haldin og inn komu 1994 hugmyndir frá 40 skólum. Alls tóku 1328 börn þátt í keppninni, 696 stúlkur og 632 drengir. Flestar hugmyndir komu frá Foldaskóla, síðan Hafnarskóla á Hornafirði og Lækjar- skóla í Hafnarfirði. Hugmyndir voru flokkaðar eftir bekkjum og dreifðust svona: 3. bekkur 33 hugmyndir 4. bekkur 125 hugmyndir 5. bekkur 676 hugmyndir 6. bekkur 417 hugmyndir 7. bekkur 334 hugmyndir 8. bekkur 118 hugmyndir 9. bekkur 29 hugmyndir 10.bekkur 24 hugmyndir Lögð er áhersla á að allar hugmyndir barnanna séu sendar í keppnina og metnar af fagaðilum í matsnefnd hennar. Eitthvað hefur borið á því að skólar hafi einungis sent inn hugmyndir sem viðkomandi kennurum fannst góðar eða hæfar. Verðlaunaflokkar voru fjórir: Uppfinn- ingar, hugbúnaður, útlits- og formhönnun og loks þemaverkefni, en sá flokkur var að frumkvæði Slysavarnafélagsins Lands- bjargar og liður í lífsleikninámskeiðinu Geimálfurinn frá Varslys sem ætlað er 4., 5. og 6. bekk. Verkefnið fólst í að börn unnu hugmyndir út frá slysavörnum. Af innsendum hugmyndum voru 58 frá 19 skólum tengd þessu þemaverkefni. Að loknu mati á hugmyndum voru 56 þeirra valdar úr og hugmyndasmiðum gefinn kostur á að vinna þær frekar í vinnusmiðjum í Foldaskóla dagana 10.- 11.september. Að því loknu valdi verð- launanefnd hugmyndir fyrir 1., 2. og 3. sæti í fjórum flokkum keppninnar. Kynning á næstu keppni er að hefjast og verða gögn send til allra grunnskóla. Þeir sem vilja fá aðstoð við framkvæmdina eða frekari upplýsingar hafi samband við: Elínu Maríu Björnsdóttur s. 590-3100 elin@sjalandsskoli.is Umsóknarfrestur er til 24. mars 2006 og fyrirspurnir sendist á nkg@sjalandsskoli.is Vefur keppninnar er hýstur á www.nkg.is Ekki er öllu lokið þótt hugmynd hafi unnið til verðlauna. Hópur manna á vegum keppninnar vinnur að því í sjálfboðavinnu að fleyta völdum hugmyndum áfram og vonast er til að að árangur náist fljótlega. Þess má geta að þessi þáttur tilheyrir ekki sjálfri keppninni. Um þessar mundir eru viðræður í gangi við aðila í Svíþjóð um að fá stórt og þekkt fyrirtæki til að koma einni til tveimur hugmyndum barna í sölu árlega. Börn frá þeim Norðurlöndum sem halda nýsköpunarkeppni eiga möguleika á að fá hugmynd sína framleidda ef þetta gengur eftir. Keppnin heitir fullu nafni Nýsköpunar- keppni grunnskólanemenda og Marel. Fyrirtækið Marel hf. kom inn sem aðal- styrktaraðili keppninnar fyrir ári. Það er fagnaðarefni að fyrirtæki skuli sjá sér hag í því að styrkja nýsköpunarstarf með fjárframlögum án annarra skuldbindinga en að nafns þess sé getið. Afrakstur keppninnar á ugglaust eftir að koma íslensku atvinnulífi og fyrirtækjum til góða þegar fram líða stundir og frekar fyrr en síðar. keg VERÐLAUNAHAFAR ÁRIÐ 2005 Uppfinningar: 1.sæti Hjólagrind með lás - Foldaskóli Þórey Birgisdóttir 5. bekk. Linda Steinarsdóttir 5. bekk. 2.sæti Ofnhanki - Melaskóli Hrönn Guðmundsdóttir 6. bekk. 3.sæti Rósaþyrnaskeri - Hjallaskóli Ivan Titov 6. bekk. 3.sæti Hljóðdeyfisogskálar fyrir borvélar – Víkurskóli Hjördís L Hlíðberg 5. bekk. Hugbúnaður: 1.sæti Puttamús – Hvolsskóli Hrafn Sigurðsson 7. bekk. 2.sæti Nafnaleikurinn – Melaskóli Guðrún María Johnsson 6. bekk. 3.sæti Hljóðkjuðar – Grunnskóli Húnaþings vestra Grétar Þór Bjarnason 7. bekk. Nýsköpunarkeppni 2005 lokið og sú næsta að hefjast Verðlaun veitt fyrir nýsköpun Útlits- og formhönnun: 1.sæti Gítarhótel – Hvassaleitisskóli Jóhann Einarsson 9. bekk. Ólafur Freyr Gíslason 9. bekk. 2.sæti Hringsmekkur – Víðistaðaskóli Iðunn Björk Ragnarsdóttir 5. bekk. 3.sæti Könnuhellarinn – Flúðaskóli Jóhanna Ýr Bjarnadóttir 7. bekk. 3.sæti Sundferðateljari - Selásskóli Helga Maren 5. bekk. Þemaverkefni: 1.sæti Ljósahjálmur – Hjallaskóli Embla Ísabella Pearl Róbertsdóttir 6. bekk. 2.sæti Sætisbeltaskynjari – Setbergskóli Fanney Þóra Þórsdóttir 5. bekk. 3.sæti Hjaralás – Grunnskóli Húnaþings vestra Stefán Freyr Halldórsson 6. bekk.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.