Skólavarðan - 01.10.2005, Blaðsíða 10

Skólavarðan - 01.10.2005, Blaðsíða 10
10 BREYTINGAR Á KENNARAMENNTUN SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 5. ÁRG. 2005 Án þess að fara fram með vopnaskaki sveigði Kennaraháskóli Íslands umræðuna frá fjögurra ára kennaranámi yfi r í fi mm ára heildstætt meistaranám. Án þess að slá sig til riddara settu rektor og kennarar skólans fram ígrundaðar hugmyndir um breytingar á skipulagi kennara-menntunar í landinu sem hvíla, hér eftir sem hingað til, á styrkum stoðum manngildishugsjónarinnar. Eða eins og segir í drögum að meginviðmiðum í stefnumótun skólans fyrir árin 2005-2010 (en stefnan var samþykkt 21. desember 2004 og byggir á samningi skólans og menntamálaráðuneytis um kennslu og rannsóknir): „Manngildishugsjónin á að móta starf og starfshætti Kennaraháskóla Íslands. Leitast skal við að efl a siðgæðis- vitund stúdenta og skilning á þeirri ábyrgð sem fylgir uppeldis- og kennslustörfum og þeirri alúð sem þeim ber að sýna skjól- stæðingum sínum.“ Þetta tvennt; fi mm ára meistaranám og manngildishugsjónin, er út af fyrir sig nóg til að fylkja fólki að baki hugmyndum skólans og samstarfsaðila hans í nefnd um breytingar á menntun íslenskra kennara. En það er fl eira og hér er einungis stiklað á stóru. Breytingarnar fela í sér að allt nám við skólann verði sveigjanlegt og starfsnám með tengsl við rannsóknir og vettvang ásamt með áherslu á sköpun og miðlun gangi eins og rauður þráður í gegnum námið. Stefnt er að fjórum meginnámsbrautum þar sem kjarni er sameiginlegur en námsleiðir margar og ólíkar, einnig er hugsanlegt að setja saman námsleiðir þvert á námsbrautir. Námsbrautirnar verði þessar: 1. Nám og þroski barna. Grunnnám fyrir verðandi leikskólakennara og grunn- skólakennara sem vilja sérhæfa sig í kennslu yngri barna eða kennslu á miðstigi og framhaldsnám á tengdum sviðum. 2. Þekking og hæfni barna og fullorðinna. Grunnnám fyrir verðandi kennara sem vilja sérhæfa sig í kennslu einstakra kennslugreina á öllum stigum grunnskóla eða í framhaldsskóla og fyrir þá sem vilja verða umsjónarkennarar á mið- eða unglingastigi grunnskóla. Nám til kennsluréttinda fyrir grunn- og framhaldsskólakennara og framhaldsnám á tengdum sviðum. 3. Íþróttir og lýðheilsa. Grunnnám fyrir verðandi íþróttakennara, íþróttafræðinga, íþróttaþjálfara og nám tengt lýðheilsu ásamt framhaldsnámi á tengdum sviðum. 4. Lífsleikni og samfélag. Grunnnám fyrir verðandi þroskaþjálfa og tómstunda- og félagsmálafræðinga ásamt með framhaldsnámi á tengdum sviðum. Í grunnnámi verður annars vegar boðið upp á B.Ed. nám þar sem uppeldis- og menntunarfræði eru þungamiðja og hins vegar B.A. eða B.S. nám sem tengist fagsviðum eða kennslugreinum, þ.e. möguleikar til sérhæfi ngar aukast. Framhaldsnám verður tvenns konar: 1. Starfstengt. Lýkur með M.Ed. eða Ed.D. gráðu. 2. Rannsóknartengt. Lýkur með M.S., M.A. eða Ph.D. gráðu. Í ársskýrslu KHÍ 2004 segir meðal annars um breytingar á kennaramenntun: „Meginmarkmið breytinganna er að efl a þá starfsmenntun sem Kennaraháskólinn veitir og jafnframt bæta aðgang ungs fólks að framhaldsnámi við skólann. Unnt verður að hefja meistaranám strax að loknu grunnnámi og námskeið verða almennt umfangsmeiri en nú er. Fagleg dýpt og heildarsýn á að einkenna öll námskeið skólans og áhersla verður lögð á sköpun og miðlun. Þessar breytingar eru í samræmi við þá þróun sem orðið hefur í Evrópu og er þeim ætlað að styrkja skólann enn frekar. Áætlað er að haustið 2007, á aldarafmæli Kennaraháskólans, geti nemendur hafi ð nám samkvæmt nýju skipulagi.“ keg Kennaramenntun á tímamótum

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.