Skólavarðan - 01.10.2005, Blaðsíða 6

Skólavarðan - 01.10.2005, Blaðsíða 6
6 GESTASKRIF SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 5. ÁRG. 2005 Sköpun, tjáning og samvinna er kjarni leiklistarinnar og ómetanleg þau fræ sem fjölmargir kennarar og leiðbeinendur hafa sáð með því að gera sér grein fyrir því hve leiklistin er stór hluti af lífinu. En það þarf ekki útreikninga til þess að sjá þetta því fullorðnir leika sér í leiklist ekki síður en börnin; um allt land, í hverju plássi, í fyrirtækjum og á heimilum eru sett upp leikrit eða leikþættir eða söngskemmtanir með leiknum atriðum, í einni eða annarri mynd. Áhugaleikfélögin eiga sennilega stærsta partinn af leiklistariðkun fullorð- inna. Samkvæmt nýjustu tölum frá landssamtökum áhugafélaga, Bandalagi íslenskra leikfélaga, um leikárið 2004 – 2005 þá tóku 1309 manns þátt í samtals 69 uppsetningum. Þessi 69 verk voru sýnd samtals 485 sinnum. Áhorfendur voru 26.383. Samkvæmt skýrslum til styrk- umsókna frá þeim 38 leikfélögum sem settu þessar sýningar upp var fjöldi félaga í þeim samtals 2.192. Inni í þessum tölum eru ekki leikfélög framhaldsskólanna með allan þann fjölda sem tekur þátt í eða sækir sýningar þeirra. Þetta eru skemmtilega háar tölur sem sýna að mjög margir stunda leiklist í frístundum og gríðarmargir sækja leiksýningar áhugafélaga fyrir utan allan þann fjölda fólks sem fer að sjá leiksýningar atvinnuhópa og stóru leikhúsanna. Þó eru tölurnar ekki tæmandi þar sem ekki sækja allir, sem setja upp sýningar, um styrki til BÍL. Síðastliðin ár hef ég farið víða um land til þess að skrifa gagnrýni um leiklist fyrir Morgunblaðið og fengið staðfestan þann grun minn að það pláss þekkist varla á landinu þar sem ekki er verið að æfa leikrit. Eftir vinnu á kvöldin og um helgar. Menntamálayfirvöld styrkja áhugaleik- starf í landinu. En eins og á mörgum öðrum póstum hafa styrkir ríkisins til menningar og mennta skroppið saman. Til samanburðar við tölurnar hér að ofan, frá síðasta leikári, birti ég hér líka tölur frá leikárinu þar á undan en ég trúi því að færri sýningar og færri áhorfendur eigi rót sína að rekja til niðurskurðar ríkisins. Leikárið 2003 -2004 tók 1681 þátt í107 uppsetningum sem voru sýndar 533 sinnum af 44 leikfélögum en áhorfendur voru 43.614. Árið þar á undan voru tölurnar hærri og þær voru enn hærri frá árinu þar á undan. Menntamálayfirvöld vilja veg barna sem bestan og breiðastan, hvort sem er í borg eða bæ, og þau vilja líka að fólkið í landinu geti stundað áhugamál sín um landið allt; jafnvel með því að skreyta byggðarlögin af menningarlegri elju. En yfirvöld vilja líka reisa sér minnisvarða úr steinsteypu um landið allt, til dæmis í formi menningarhúsa. Og á meðan er hætt við að stuðningurinn við aukna leiklistarkennslu og tómstundir verði útundan. Það er hætt við að leiklistarfræin sem leiðbeinendur barnanna okkar hafa sáð verði ekki þeir safaríku stönglar sem þeir þurfa að vera til þess að geta seinna borið fögur blóm. Hrund Ólafsdóttir Höfundur er bókmenntafræðingur, framhaldsskólakennari, leikskáld, áhugaleikari og leikstjóri. Þann 18. nóvember nk. verða stofnuð á Selfossi Samtök áhugafólks um skólaþróun. Samtökunum er öðru fremur ætlað að verða umræðu- og samstarfsvettvangur þeirra sem áhuga hafa á markvissri þróun skólastarfs, skólaumbótum og rannsóknum. Stofn- þingið er haldið á Hótel Selfossi og síðasti skráningardagur er 5. nóvember. Þess er vænst að til liðs við samtökin gangi kennarar, stjórnendur, kennsluráðgjafar og kennaramenntunarfólk sem áhuga hefur á að efla þátt virkra kennsluaðferða, s.s. sjálfstæðra viðfangsefna, skapandi starfs, samkennslu, teymiskennslu, heild- stæðrar kennslu, einstaklingsmiðaðs náms og samvinnunáms. Samtökin eru ætluð áhugafólki um skólaþróun á öllum skólastigum. Samtökin munu gangast fyrir árlegum ráðstefnum þar sem fólk miðlar af reynslu sinni, skiptist á skoðunum og lærir hvert af öðru. Þá stefnir félagið að útgáfu-starfi, m.a. rekstri upplýsingavefjar um skólaþróun. Í tengslum við stofnþingið á Selfossi verður fjölbreytt dagskrá. Þema þingsins er Kennarinn sem leiðtogi í breytingastarfi. Aðalfyrirlesari verður Barry Murphy skóla- stjóri frá Minneapolis. Þá munu kennarar og skólastjórar af öllum skólastigum ræða stöðu skólaþróunar á viðkomandi skólastigi. Efnt verður til málstofa um ýmis efni og má þar nefna teymiskennslu, lýðræði í skólastarfi, námsmat, nýtingu kennslurýmis, sjálfstæði og ábyrgð í námi og samkennslu aldurshópa. Einnig er vakin athygli á því að sam- tökin munu gangast fyrir námskeiði um nýja strauma í námsmati þann 17. nóvember. Námskeiðið verður haldið í Skriðu, aðalfyrirlestrasal KHÍ, og stendur yfir frá kl. 15 – 17. Leiðbeinandi verður Barry Murphy, sá hinn sami og flytur inngangserindi á stofnþinginu. Nánari upplýsingar um samtökin, stofnþingið og námskeiðið er að finna á vef samtakanna. Slóðin er vefir.khi. is/skolathroun Þar er einnig hægt að skrá sig til þátt- töku í stofnþinginu. Samtök áhugafólks um skólaþróun verða stofnuð 18. nóvember - takið daginn frá - Gátuverðlaun Krossgátulausnir eftirtaldra þriggja lesenda Skólavörðunnar voru dregnar af Hrafnhildi Kristbjörnsdóttur í Kennarahúsinu, úr hattkúfi ritstjórans. Handhafar þeirra fá senda bók að gjöf. 1. Sólveig Kristjánsdóttir Sóleyjargötu 15 í Reykjavík. 2. Anna M. Birgisdóttir Ásvegi 28 í Breiðdalsvík. 3. Sverrir Kolbeinsson Furugerði 13 í Reykjavík. Í jólablaði Skólavörðunnar, sem jafn- framt er næsta tölublað, geta lesendur skemmt sér við að leysa myndagátu. Þuríður dóttir Hjartar sem er krossgátusmiður Skólavörðurinn mun taka að sér að semja þá gátu. Að sjálfsögðu verða verðlaun í boði. En hver? Það verður ekki upplýst fyrr en í jólablaðinu!

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.