Skólavarðan - 01.10.2005, Blaðsíða 21

Skólavarðan - 01.10.2005, Blaðsíða 21
21 SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 5. ÁRG. 2005 z e t o r STJÓRN VETRARHÁTÍÐAR AUGLÝSIR EFTIR DAGSKRÁRATRIÐUM Vetrarhátíð verður haldin í fimmta sinn dagana 23. til 26. febrúar 2006 og er undir- búningur þegar hafinn. Við hvetjum listamenn og listunnendur, íþróttafélög og önnur félagasamtök, skólafólk, söfn, gallerí, veitingahús, verslanir, fyrirtæki - og alla þá sem hafa áhuga á að gæða borgina fjölbreyttu og leikandi lífi í febrúar að senda inn hugmyndir og tillögur að dagskráratriðum fyrir Vetrarhátíð 2006 fyrir mánudaginn 14. nóvember. Um takmörkuð fjárframlög til atriða getur verið að ræða og mun stjórn hátíðarinnar meta framlög á grundvelli framkvæmdar- og kostnaðaráætlanna. Hlutverk stjórnar Vetrarhátíðar er almenn samræming og kynning á Vetrarhátíð. Hugmyndir skal senda á Höfuðborgarstofu, Aðalstræti 2, 101 Reykjavík, merkt Vetrarhátíð. Einnig hægt að prenta út umsóknareyðublað af vefsvæðinu www.rvk.is. Nánari upplýsingar veitir Sif Gunnarsdóttir, sif@visitreykajvik.is, sími: 590 1500.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.