Skólavarðan - 01.10.2005, Blaðsíða 5

Skólavarðan - 01.10.2005, Blaðsíða 5
5 GESTASKRIF SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 5. ÁRG. 2005 Þor steinn Gunn ars son Það ætti að kenna jafn marga leik- listartíma í grunnskólum og tímana í tónmennt, myndlist, smíðum, textíl, sundi og íþróttum. Það ætti að kenna leikskólabörnum leiklist rétt eins og farið er að kenna þeim í sérstökum leikfi mitímum. Það ætti að auka vægi valgreina í framhaldsskólum og gefa nemendum kost á að velja leiklist öll árin. Það ætti að gefa krökkum í öllum félagsmiðstöðvum kost á leiklistar- námskeiðum og/eða því að setja upp sýningar á hverjum vetri. Hvert sveitarfélag ætti að styrkja barna- og unglingastarf í áhugaleikfélagi eða leikdeild ungmennafélags í sínu héraði og menntamálayfi rvöld ættu að eyrna- merkja ungu fólki ákveðið hlutfall af þeim peningum sem áhugaleikhúsinu eru veittir árlega. Hvers vegna? Er ekki nóg af æskulýðs- og íþróttastarfi í íþróttafélögum? Er ekki nóg af kirkjustarfi , skátastarfi og alls kyns námskeiðum í öllu mögulegu út um borg og bý? Jú, auðvitað og það er líka til fullt af börnum sem kunna að leika sér; þau leika leikrit af krafti, þau klæða sig í búninga, þau búa til skemmtiatriði og heilu leikritin fyrir bekkjarskemmtanir, kvöldvökur og árshátíðir. Sem betur fer. Það sem þarf að gera er að virkja markvisst eitthvert brot af þessum krafti og þessari sköpunargleði, unga fólkinu sjálfu til hagsbóta og sam- félaginu til heilla. Það er margsannað mál að leikræn tjáning losar um feimni og höft, gerir fólki kleift að þjálfa röddina í leik og söng, kennir fólki að vinna saman í hóp og að taka leiðsögn og fyrirmælum. Þegar borið er saman forvarnargildi íþrótta og leiklistarstarfs er ekki vafi á því að leiklistin stendur jafnfætis íþróttum og jafnvel framar hvað þetta varðar. Nýlega kenndi ég hópi af krökkum á fermingaraldri á leiklistarnámskeiði. Nokkru eftir að námskeiðinu lauk heyrði ég af því hvernig margir þessara krakka höfðu breyst við að sækja námskeiðið, ekki aðeins hvað sjálfstrausti viðkom heldur einnig almennri framkomu og félagslegri hæfni. Þeir leiklistarkennarar og leikstjórar sem hafa unnið með unglingum þekkja þessa reynslu; það er jafnvel talað um fyrir og eftir fyrsta leiklistarnámskeiðið. Raunar er sama hvaða aldur er talað um, áhrifi n eru alltaf þau sömu, líka hjá fullorðnum. Það ætti heldur ekki að koma kenn- urum á óvart hve vel reynist að samþætta leiklist öðrum námsgreinum svo að áhugi og skilningur verði meiri á viðkomandi grein. Í ensku- og íslenskukennslu hef ég gert litlar tilraunir með slíka samþættingu og orðið mjög ánægð með árangurinn. Auk leiklistar og viðkomandi námsgreinar hafa skapandi skrif stundum verið hluti verkefnisins en það þarf ekki að fjölyrða um hve nemendur opna marga glugga út í lífi ð með því að semja sjálfi r textann sinn. Það er margsannað mál að leikræn tjáning losar um feimni og höft, gerir fólki kleift að þjálfa röddina í leik og söng, kennir fólki að vinna saman í hóp og að taka leiðsögn og fyrirmælum. Þegar borið er saman forvarnargildi íþrótta og leiklistarstarfs er ekki vaf i á því að leiklistin stendur jafnfætis íþróttum og jafnvel framar hvað þetta varðar. Hvers vegna leiklist? Hrund Ólafsdóttir

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.