Skólavarðan - 01.10.2005, Blaðsíða 23
23
SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 5. ÁRG. 2005
vinsældir snertir.
Ár hvert er farin lengri ferð með
nemendur. Farið hefur verið út í Húsey
í Hróarstungu þar sem er fjöldinn allur
af dýrum að ógleymdum selunum sem
svamla í Jökulsá á Dal (Jöklu) en hún
rennur samsíða veginum á leið í Húsey.
Einnig hefur verið farið á Borgarfjörð
eystri til að skoða fuglalíf, renna fyrir fi ski
á bryggjunni og skoða steina.
Komið er til móts við þarfi r hvers nem-
anda. Skólahúsið býður upp á marga
möguleika til að skipta bekkjunum í
smærri hópa sem gerir okkur kleift að
vinna á fjölbreyttan hátt með nemendum.
Lestrarhópar eru í báðum árgöngum sem
unnið er sérstaklega með einu sinni í viku.
Í þá hópa röðum við nemendum m.a.
eftir því hversu langt þeir eru komnir í
lestrarnámi.
Í hverri viku er „val“ þar sem nem-
endum hefur m.a. verið boðið upp á
smíðar, ensku, sænsku, skuggaleikhús,
handmennt, náttúrufræði og legó dacta
svo fátt eitt sé nefnt. Í valinu blandast
árgangar saman og skapast oft skemmti-
leg stemning á svæðunum þar sem þeir
eldri kenna þeim yngri. Einnig eru tekin
fyrir þemaverkefni og er nemendum
bekkjanna þá blandað saman þannig að
þeir læri hver af öðrum.
Allir föstudagar byrja á söng. Koma
þá allir nemendur saman á sal og syngja
ýmiss konar lög. Flest eru þau á íslensku
en þó hafa einnig heyrst sænsk, afrísk
og ensk lög. Vegna söngáhuga nemenda
voru fyrirtæki á staðnum fengin til þess að
styrkja Eiðaskóla með því að gefa skólanum
fallega boli sem nemendur skrýðast við
góð tækifæri. Nýjasta verkefni okkar er
Þar sem rjúpan verpir við húshornið
samstarf 1. og 2. bekkjar við drengina
í 8. bekk á Egilsstöðum. Þeir komu nú á
haustdögum, ásamt smíðakennaranum
sínum, einu sinni í viku, tvo tíma í senn
og byggðu kofa með krökkunum. Þetta
var ákafl ega vinsælt. Hver bekkur fékk
tvo tíma til að smíða. Þetta heppnaðist
mjög vel og voru strákarnir einkar lagnir
við að segja þeim yngri til. Þess má til
gamans geta að tónmenntakennarinn
okkar sem fl ytja átti fyrirlestur um tónlist
í Listaháskólanum í Reykjavík gat notfært
sér þessa vinnu krakkanna við smíðarnar.
Hann tók upp á band hamarshögg og
sagarhljóð og hugðist nota þau við fyrir-
lesturinn og vildi þá m.a. tengja þessi
skemmtilegu hljóð tónlist sem iðkuð er í
Nýju Guineu.
Á Eiðum höfum við yfi r að ráða legó
dacta kubbum sem hafa vakið mikinn
áhuga nemenda. Þessir kubbar hafa
gefi ð mörgum nemandanum tækifæri til
að sýna hvað í honum býr. Það að geta
unnið sér inn stund til að byggja bíla eða
krana svo að eitthvað sé nefnt hefur haft
jákvæð áhrif á marga einstaklinga.
Vegna þess hve lítil eining við erum
getum við leyft okkur að vera mjög
sveigjanleg hvað varðar tímamörk, til
dæmis þegar veðrátta er hagstæð. Ef veður
er gott bregðum við okkur út og leikum,
dönsum eða skoðum næsta nágrenni.
Við notfærum okkur heimasíðu skólans
til þess að færa foreldrum og öðrum sem
áhuga hafa fréttir af starfi okkar. Þeir sem
vilja sjá og fylgjast með því sem við erum
að gera geta séð það á heimasíðu skólans
egilsstadaskoli.egilsstadir.is
Á VEF SKÓLANS ERU BIRTAR SKÓLAFRÉTTIR. ÞESSI ER FRÁ 13. OKTÓBER:
Kúabjöllur, vínber og ostar í 7.bekk
Í samfélagsfræði eru nemendur í 7. bekk að læra um Evrópulöndin. Krakkarnir
koma með hluti að heiman, ef þeir eiga, sem tengjast hverju landi. M.a.
hefur komið kúabjalla frá Sviss, sem og ilmvötn frá Frakklandi og treyjur frá
ýmsum félagsliðum á Englandi. Í síðustu viku var Frakkland tekið fyrir. Hlustað
var á franska tónlist, nemendur fengu að bragða á vínberjum, snittubrauði
og Camenbert. Í þessari viku er fjallað um Sviss og Austurríki. Horft verður á
myndband um alpafjöllin og hver veit nema boðið verði upp á toblerone í lok
tímans.
Hreyfi stærðfræði. Hversu hratt kemst ég?Krummi svaf í klettagjá. Við byggjum líka úr snjó.
Ertu dáinn? Útikennsla.
Fann ég á fjalli.
Lego dacta reynir á hug og hönd.
SKÓLASTARF