Skólavarðan - 01.10.2005, Blaðsíða 9

Skólavarðan - 01.10.2005, Blaðsíða 9
SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 5. ÁRG. 2005 „Gestur - Síðasta máltíðin“ var frumsýnt í Iðnó 22. október. Höfundar verksins eru Gautur G. Gunnlaugsson og Gunnar Kristmannsson en þeir fara einnig með hlutverk þeirra Lauga og Óla. Hrólfur Sæmundsson fer með hlutverk Gests, Þröstur Guðbjartsson leikstýrir og á píanó leikur Raúl Jiménez. Söngfarsinn „Gestur - Síðasta máltíðin“ er ný íslensk óperetta/leikverk með söngvum. Verkið fjallar um þá Lauga og Óliver sem eru samkynhneigð hjón í Grafarholtinu og nýjan nágranna þeirra, atvinnuflugmanninn og sjarmatröllið Gest. Laugi er heimavinnandi en Óli vinnur í banka og þeir una nokkuð glaðir við sitt þar til gesturinn Gestur setur líf þeirra úr skorðum. Smávægilegur misskilningur kallar fram afbrýði og hefndarhug sem kemur af stað bráðfyndinni atburðarrás með óvæntum endi. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt verk af þessu tagi er frumsýnt hérlendis og því merkilegur viðburður í íslensku menningarlífi. Tónlistin er ákaflega vönd- uð og áheyrileg og spannar fjölmargar stíl- gerðir vestrænnar tónlistar; eina stundina er hún létt og fjörug í ætt við Mozart og aðra hádramatísk og rómantísk. En alltaf er léttur undirtónn. Leiktextinn er farsa- kenndur og meinfyndinn og hann ásamt tónlistinni myndar þetta stóskemmtilega verk. Félagsmönnum KÍ er boðinn afsláttur á níu sýningar frá og með 30. október og fá miðann á kr. 2.200 en fullt verð er kr. 2.700. Nánari upplýsingar um verkið er hægt að nálgast á idno.is, miðapantanir eru í síma:562-9700 og með netpósti til idno@xnet.is Leikritið Frelsi eftir Hrund Ólafsdóttur, frumsýnt 28. október á Smíðaverk- stæðinu, fjallar um ungt fólk sem vill breyta heiminum. Hrund er gestapenni Skólavörðunnar að þessu sinni, hún hefur starfað lengi sem framhaldsskóla- kennari auk þess að skrifa bókmennta- og leiklistargagnrýni fyrir Morgunblaðið. Jón Páll Eyjólfsson leikstýrir verkinu. Það verður að segjast að það er fengur að verki um og fyrir fólk á þessum aldri og full ástæða til að hvetja kennara ungs fólks til að gefa verkinu gaum. Undan- farin ár hefur lítt farið fyrir pólitískum leikritum og á stundum hafa umbúðirnar verið allsráðandi í uppsetningu verka, jafnt erlendra sem innlendra. Leikrit fyrir ungmenni hafa tæpast komist á fjalirnar. Áhugi og þátttaka ungs fólks í stjórnmálastarfi og þjóðmálaumræðu hefur aukist upp á síðkastið eftir langt þurrkatímabil og tímabært að leikskáld komi til móts við þá uppsveiflu ásamt öðrum. Lifandi leikhús fylgir að sjálfsögðu ekki bara samtíma sínum heldur tekur þátt í að móta hann og innihald Frelsis gefur tilefni til umræðu um brýn málefni. Hvaða möguleika hefur ungt hugsjónafólk til að vinna gagn og berjast gegn ranglæti? Skila mótmæli árangri? Hvað er frelsi? Hvenær verða mótmæli hættuleg? „Þessum spurningum er ekki endanlega svarað í verkinu,“ segir Hrund, „en þær eru bornar fram. Ég þekki engan sem óskar þess að ... á glænýja íslenska hinsegin gamanóperettu LEIKHÚSTILBOÐ Afsláttur fyrir kennara stríð ríki í heiminum og mannréttindi séu fyrir borð borin. Engu að síður er það þannig heimur sem við byggjum og hann er manngerður. Leikritið er framlag til eftirfarandi samræðu: Hvernig heim viljum við og hvað getum við gert?“ Skólahópar sem koma saman á leikritið Frelsi geta beðið um umræður að lokinni sýningu. Best er að senda tölvupóst á Dóru Hafsteinsdóttur kynningarfulltrúa dora@eikhusid.is. Í ráði er að hafa sérstakar skólasýningar á verkinu á miðvikudagskvöldum í nóvember og stilla þá miðaverði mjög í hóf. Nánari upplýsingar gefur áðurnefnd Dóra. keg Frelsi fyrir ungt fólk ... og spjall að lokinni sýningu Enginn er jafnundirokaður og sá sem trúir því ranglega að hann sé frjáls. Goethe Ljósmynd frá Gunnari Kristmannssyni Lj ós m yn d fr á Þj óð le ik hú si nu 9

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.