Skólavarðan - 01.10.2005, Blaðsíða 8

Skólavarðan - 01.10.2005, Blaðsíða 8
8 RÁÐSTEFNA SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 5. ÁRG. 2005 EECERA Dublin 2005 Reykjavík 2006 European Early Childhood Education (EECERA) er alþjóðleg samtök sem stuðla að kynningu á rannsóknum um uppeldi og menntun yngri barna, þ.e. frá fæðingu að átta ára aldri. Markmið samtakanna er m.a. að leiða saman fræðimenn á þessu sviði, stjórnmála- menn og kennara. Samtökin hafa haldið ráðstefnur árlega frá 1991 en þá var sú fyrsta haldin í Leuven í Belgíu. Að þessu sinni var ráðstefnan haldin í Dublin á Írlandi. Hana sóttu rúmlega 500 manns frá 38 löndum, þar af níu frá Íslandi. Yfi rskrift ráðstefnunnar var: Young Children as Citizens: Identity, Belonging, Participation. Ráðstefnan var tvískipt, annars vegar var boðið upp á inngangs- fyrirlestra og hins vegar margar samhliða málstofur um afmörkuð efni. Aðalfyrirlesarar að þessu sinni voru dr. Joseph Dunne, Írlandi, Gunilla Dahlberg frá Svíþjóð, Carla Rinaldi frá Ítalíu, dr. Gareth B. Matthews frá Bandaríkjunum og Noirin Hayes, Írlandi. Fimm fyrirlesarar í málstofum komu frá Íslandi, dr. Jóhanna Einarsdóttir, Arna H. Jónsdóttir, Kristín Karlsdóttir, Kristín Hildur Ólafsdóttir og Kristín Dýrfjörð. Í lok ráðstefnunnar fór fram kynning á þeirri næstu sem haldin verður í Reykja- vík 30. ágúst til 2. september 2006. Það er Kennaraháskóli Íslands sem stendur að ráðstefnunni hér á landi í samstarfi við Háskólann á Akureyri, Menntasvið Reykjavíkurborgar og Kennarasamband Íslands. Það er mikill fengur að því að fá ráðstefnuna hingað til lands og óneitan- lega tilhlökkunarefni fyrir þá sem áhuga hafa á menntun yngstu barnanna. Yfi rskrift ráðstefnunnar 2006 verður Democracy and Culture in Early Childhood Education. Margir þekktir fræðimenn munu fl ytja fyrirlestra, má þar nefna m.a. Peter Moss, Barböru Rogoff og Joseph Tobin. Nú þegar hefur undirbúningsnefnd látið útbúa kynningarbækling um ráðstefnuna sem sendur verður út í leik- og grunnskóla fl jótlega. EECERA geymir gagnasafn um félagsmenn, rannsóknarsvið þeirra og yfi rstandandi rannsóknir. Heimasíða samtakanna er www. worc.ac.uk/eecera/ og upplýsingar um ráðstefnuna í Dublin er að fi nna á slóð- inni www.eecera2005.org/ Ráðstefnan í Reykjavík á næsta ári er kynnt á slóðinni www.congress.is/eecera2006/ Þröstur Brynjarsson, fulltrúi KÍ í undirbúningsnefnd ráðstefnu EECERA á Íslandi 2006. Ávallt er á brattann sækja í baráttu fyrir hagsmunum barna. Samtökin Eecera eru ein margra sem láta sig málið varða en sérsvið þeirra er að kynna rannsóknir á sviði menntunar og uppeldis ungra barna og vera vettvangur fyrir fundi fræðimanna. Lj ós m yn di r fr á rá ðs te fn ug es tu m

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.