Skólavarðan - 01.04.2006, Page 3

Skólavarðan - 01.04.2006, Page 3
3 FORMANNSPISTILL SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 6. ÁRG. 2006 Senn líður að sveitarstjórnarkosningum. Þann 27. maí 2006 verður gengið til kosninga um land allt. Eitt af stóru kosningamálunum ættu að vera skólamál. Margir kennarar söknuðu þess í verkfallinu haustið 2004 að fá ekki skýr svör frá sveitarstjórnarmönnum um hver væri stefna þeirra í málefnum grunnskólans. Á næstu vikum gefast tækifæri til að krefja sveitarstjórnarmenn svara um hver séu áhersluatriði þeirra varðandi málefni grunnskólans. Sveitarstjórnarmenn fóru oft undan í flæmingi í kringum gerð síðasta kjarasamnings þegar ræði átti við þá um kjaramál grunnskólakennara. Þá skýldu þeir sér gjarnan á bak við það að umboð þeirra lægi hjá Launanefnd sveitarfélaganna og því „gætu þeir ekki haft skoðun á málinu“. Nú þýðir ekkert að bera fyrir sig umboð launanefndar þegar spurt er um viðhorf sveitarstjórnarmanna til kjaramála kennara. Umboð þeirra liggur hjá kjósendum, þar á meðal kennara. Við kennarar verðum að tryggja að skólamálin, þar með talin kjaramál okkar, verði eitt af kosningamálum komandi vors. Við verðum að krefja frambjóðendur svara: Hver er stefna þín í málefnum grunnskólans ágæti sveitastjórnarmaður? Er grunnskólinn eitt af forgangsverkefnum í þínu sveitarfélagi? Þekkir þú hvernig vinnutími kennara er samansettur? Mikið er talað um skóla án aðgreiningar, veist þú hvað felst í því hugtaki? Ágætu kennarar. Verum virk í umræðunni sem í hönd fer. Gerum skólamál að kosningamáli. Ólafur Loftsson Hvað ætlar þú að kjósa? Ólafur Loftsson LJ ó sm yn d f rá h ö fu n d i

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.