Skólavarðan - 01.04.2006, Blaðsíða 4
Efling umferðarfræðslu í grunnskólum 8
Sigurður Helgason verkefnastjóri Umferðarstofu segir frá samningi við
Grundaskóla um að vera móðurskóli í umferðarfræðslu.
Öflug liðsheild – samstiga til framtíðar 10
Málþing skólamálanefndar Félags leikskólakennara var fjölsótt og
innihaldsríkt. Meðal fyrirlesara voru Björg Bjarnadóttir og Elna Katrín
Jónsdóttir og hér gefur að líta hluta úr erindum þeirra.
Bókmenntavefurinn 14
Á Bókmenntavefnum bokmenntir.is eru upplýsingar um íslenska
samtímarithöfunda og verk þeirra sem erfitt er að nálgast annars staðar.
Með háskólapróf í rokkútsetningum 16
Pétur Hafþór Jónsson er alltaf jafnferskur þrátt fyrir áratuga reynslu
sem tónmenntakennari. Eftir að hann og krakkarnir tróðu síðast upp við
gífurlegar undirtektir ákváðu þau að skella sér í keilu. Pétri fylgir engin
lognmolla og hann lætur sér annt um nemendur sína, hvert og eitt þeirra.
Ekki fyrir fáa útvalda 18
Dr. Helga Rut Guðmundsdóttir lektor í tónmennt stýrir náminu á
tónmenntakjörsviði í Kennaraháskóla Íslands. Námið hefur breyst mikið
undanfarin ár og nemendum fjölgað.
Skólaíþróttir í uppsveiflu 20
Andri Stefánsson sviðsstjóri fræðslusviðs ÍSÍ er jafnframt starfsmaður
Skólaíþróttanefndar. Nefndin hefur það hlutverk meðal annarra að efla
þátttöku barna í íþróttum í tengslum við skólakerfið.
Vinir Zippý í grunnskóla á Íslandi 22
Guðrún Guðmundsdóttir verkefnisstjóri Geðræktar skrifar um nýtt
alþjóðlegt forvarnaverkefni á sviði geðheilsu sex og sjö ára barna.
KÍ kemur að útgáfu Netlu 26
Nýverið undirritaði KÍ samkomulag við Þroskaþjálfafélag Íslands og
Rannsóknastofnun Kennaraháskóla Íslands um útgáfu Netlu, veftímarits um
uppeldi og menntun.
Formannspistill 3
Ólafur Loftsson formaður Félags grunnskólakennara hvetur alla kennara til
að krefja sveitarstjórnarmenn svara í undanfara komandi kosninga og láta
svörin ráða því hvert atkvæðið ratar.
Gestaskrif 5
„Eru foreldrar óbeislað afl?“ spyr Elín Thorarensen í grein sinni. Hefð fyrir
samstarfi foreldra og skóla er ekki löng hérlendis og betur má ef duga skal.
Skóladagar 6
Smiðshöggið 29
Þróunarverkefni í tengslum við valgreinar í 9. og 10. bekkjum grunnskóla
Akureyrar hefur vakið eftirtekt og gengur vonum framar. Fjölbreytni ræður
ríkjum og nemendur eru ánægðir. Ágúst Jakobsson og Halldór Gunnarsson
skrifa.
Að auki...
fréttir af orlofsmálum, styrkveitingum, kjaramálum, norrænum
námskeiðum, ársfundum og fleiru að ógleymdum leiðara.
Ef allir skólar væru
leikskólar
„Börn tjá sig leikrænt og elska það. En þegar þau ná vissum aldri
segjum við: „Hættu að leika þér. Lífið er alvara.“ Þegar þetta er
sagt við fólk jafngildir það geldingu. Að leika er eitt kraftmesta
tungumál sem við eigum til. Að leika sér er að nota hluta af
raunveruleikanum til þess að skapa og æfa umbreytingu. Þú
leikur, skapar og æfir þig í að verða sterkari svo að þú getir farið
út og breytt heiminum. En þeir segja við þig: „Hættu. Þú mátt
ekki leika þér lengur.“
Augusto Boal, 1995.
Fljótandi skil skólastiga. Rúllustigamenntun er hugtakið sem
ég nota með sjálfri mér í þessu samhengi. Eins og allir vita eru
til rúllustigar sem fara upp og aðrir sem fara niður. Mér finnst
skemmtilegra að fara niður. Þar er grunnurinn, jörðin, ræturnar.
Þar er spurning allra spurninga: Hver er ég og hver ert þú og
hvað erum við saman? Þar er leikskólinn.
Að mínu viti ættu allir skólar að vera leikskólar.
„Hvað eiga fjöldamorðingjar, misnotuð börn, útbrunnir starfs-
menn, þunglyndar mæður, dýr í búi og krónískt kvíðnir nemend-
ur sameiginlegt?“ spyrja aðstandendur Stofnunar leiksins (Insti-
tute for Play, www.insititueforplay.com). Og svarið er: „Þau leika
sér sjaldan eða aldrei.“
Ofstýring er hætta sem steðjar að skólum á öllum skólastigum og
hún er í takt við aðrar breytingar í samfélaginu. Viljum við fórna
leiknum og leikgleðinni? Skóli á að vera fullur af gleði, ekki bara
sjálfrar hennar vegna heldur líka vegna þess að hún færir fólk
saman og án hennar verður ekkert nám.
„Þínir tignu töfrar tengja, tískan meðan sundur slær,“ segir í
Óðinum til gleðinnar. Ef við gleymum þessu ekki þá verður leikur
að læra. Og sá leikur verður okkur kær.
Kristín Elfa Guðnadóttir
4
LEIÐARIEFNISYFIRLIT
FASTIR LIÐIR
SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 6. ÁRG. 2006
Ritstjóri: Kristín Elfa Guðnadóttir kristin@ki.is
Ábyrgðarmaður: Helgi E. Helgason helgi@ki.is
Umsjónarmaður félagatals: Sigríður Sveinsdóttir
sigridur@ki.is / sími 595 1115
Hönnun: Zetor ehf.
Ljósmyndir: Jón Svavarsson, nema annars sé getið
Forsíðumynd: Börn frá leikskólunum Mýri og Sæborg skapa
töfraheim ljóss og skugga á Vetrarhátíð Reykjavíkur í febrúar sl.
Auglýsingar: Stella Kristinsdóttir
stella@ki.is / sími 595 1142 eða 867-8959
Prentun: Svansprent
Skólavarðan, s. 595 1118 (Kristín) og 595 1119 (Helgi).
Laufásvegi 81, 101 Reykjavík
Kristín Elfa Guðnadóttir