Skólavarðan - 01.04.2006, Qupperneq 5
5
GESTASKRIF
SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 6. ÁRG. 2006
Ég hef í nokkur ár haft áhuga á foreldra-
samstarfi en fyrstu kynni mín af því
voru í starfi mínu sem námsráðgjafi í
grunnskóla í Reykjavík. Í þessum skóla
var öflugt foreldrafélag sem stóð
fyrir og tók þátt í ýmsum viðburðum í
skólalífinu. Þessar uppákomur sköpuðu
skemmtilega menningu innan skólans
sem og góðar minningar hjá nemendum,
foreldrum og kennurum. Áhugi minn á
samstarfi kviknaði þó einkum vegna
þess að í starfi mínu sem námsráðgjafi
tók ég fljótlega eftir því að þegar upp
komu vandamál hjá einstaka nemanda
var oftast mun auðveldara að leysa þau
ef foreldrarnir voru tilbúnir til samstarfs.
Málin voru aftur á móti oft illleysanleg
ef foreldrarnir neituðu samstarfi. Er ég
eignaðist síðan sjálf barn í grunnskóla
var ég svo heppin að í skóla barnsins
míns var mjög jákvætt viðhorf til sam-
starfs. Varð ég strax vör við þetta í
viðmóti kennara og stjórnenda en sem
dæmi má nefna að skólastjórinn kallaði
eftir aðkomu foreldra að skólastarfinu
á öllum foreldrafundum og sagði þá
alltaf velkomna í skólann.
Af hverju fannst mér ég vera heppin? Jú,
það var af því að ég hafði kynnt mér gildi
foreldrasamstarfs og komist að því að
rannsóknir sýna að samstarf hefur alltaf
jákvæð áhrif á skólastarf. Áhrif foreldra-
samstarfs eru margvísleg og má þar nefna
betri líðan barna í skóla, aukinn áhuga
nemenda, betri námsárangur, aukið sjálfs-
traust nemenda, betri ástundun, minna
brottfall, jákvæðara viðhorf foreldra og
nemenda til skólans og aukinn skilning
kennara á aðstæðum barnsins.1 Ekki má
gleyma að nefna að foreldrasamstarf er
samkvæmt rannsóknum öflug forvörn sem
skilar sér meðal annars í aukinni virðingu
fyrir útivistartíma og minni neyslu vímu-
efna.²
Ljóst er að börnin okkar eru stóran
hluta dagsins innan veggja skólans og
læra þar ýmislegt bæði hvað varðar
nám, um sig sjálf og mannleg samskipti.
Foreldrar bera að sjálfsögðu frumábyrgð
á uppeldi barna sinna en í aðalnámskrá
gunnskóla segir: „Skólinn aðstoðar for-
eldra í uppeldishlutverkinu og býður fram
menntunartækifæri. Menntun og velferð
nemenda er sameiginlegt verkefni heimila
og skóla og samstarfið þarf að byggjast
á gagnkvæmri virðingu, gagnkvæmu
trausti, samábyrgð og gagnkvæmri upp-
lýsingamiðlun.“ Til að börnin verði ekki
rugluð í ríminu þurfa heimilin og skólinn
að vera samstiga bæði hvað varðar aga og
námsaðferðir.
Eðli samstarfs ræðst mikið til af því
hvaða sýn skólastjórinn hefur á það og
hafa rannsóknir staðfest þetta. Skóla-
stjórinn er leiðtoginn og hans viðhorf
verða ríkjandi í skólanum og móta það
hvaða augum kennarar líta á samstarf.
Foreldrar hafa sjaldnast frumkvæði að
samstarfi. Ábyrgðin á því að viðhalda sam-
starfi liggur því hjá skólanum.³ Kennarar
leika samt lykilhlutverk varðandi það hve
góð samskiptin eru þar sem hið daglega
starf hvílir mest á þeirra herðum og án
samstarfsvilja þeirra gengur það ekki
upp.4 Reynslan sýnir að ef foreldrar skynja
að þeir eru velkomnir í skólann og á þá
hlustað þá munu þeir taka þátt og leggja
sitt af mörkum til að gera góðan skóla
betri. Foreldrar geta verið öflugir talsmenn
skólans og komið að ýmsum umbótum
í skólastarfinu, bæði hvað varðar innri
og ytri þætti þess. Þeir skólar sem ekki
Eru foreldrar
óbeislað afl?
Eðli samstarfs ræðst mikið til af því hvaða sýn skólastjórinn
hefur á það og hafa rannsóknir staðfest þetta. Skólastjórinn er
leiðtoginn og hans viðhorf verða ríkjandi í skólanum og móta
það hvaða augum kennarar líta á samstarf. Foreldrar hafa
sjaldnast frumkvæði að samstarfi.
Elín Thorarensen, M.Ed.
nýta sér þetta afl foreldra fara á mis við
þennan mikilvæga stuðning sem getur
verið lyftistöng fyrir skólastarfið.
Hefðin fyrir samstarfi er ekki löng hér
á landi miðað við nágrannalönd okkar
og samstarfið hér hefur mikið til byggst
á upplýsingagjöf og félagslífi í kring-
um nemendur sem og fjáröflunum, sem
nokkuð hefur samt dregið úr. Spurning
er hvernig það samstarf sem hefur verið
að þróast síðastliðin 30 ár henti því
LJ
ó
sm
yn
d
f
rá
h
ö
fu
n
d
i