Skólavarðan - 01.04.2006, Page 10

Skólavarðan - 01.04.2006, Page 10
10 STÉTTAR- OG FAGVITUND SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 6. ÁRG. 2006 Málþing skólamálanefndar Félags leikskólakennara, Öflug liðsheild – samstiga til framtíðar, var haldið þann 17. mars 2006. Málþingið var mjög vel sótt af kennurum hvaðanæva af landinu. Á vef KÍ, www.ki.is, eru birtar glærur úr fyrirlestri Eyþórs Eðvarðs- sonar frá Þekkingarmiðlun um að nýta sér breytingar til framþróunar ásamt erindum Bjargar Bjarnadóttur formanns FL um stéttar- og fagvitund leikskólakennara og Elnu Katrínar Jónsdóttur varaformanns KÍ um laun og fagvitund. Hlutar úr tveimur síðar- töldu fyrirlestrunum fara hér á eftir. Eins og áður er nefnt geta áhugasamir lesið þá í heild á vefnum. Athugið að þetta eru einungis stuttir útdrættir úr efnismiklum og áhugaverðum erindum sem eiga brýnt erindi við kennara. Stéttar- og fagvitund leikskólakennara – Björg Bjarnadóttir • Með hæfileikanum til að ígrunda hver er ég? hvert vil ég stefna? get ég stefnt að því að breyta mér. Hvernig ég vil breyta mér get ég ákveðið sjálf, hvaða dyggðir ég vil tileinka mér, hvaða verðmæti, gildi og hvaða leiðir ég vil - sem fagmanneskja - fara til að ná þessum markmiðum. Það þarf að sýna vilja og sjálfstæði. Ekki er gefið að umhverfið sé skapandi og hvetji til slíkra vangaveltna og það er auðvelt að verða samdauna því. Hugtakið ímynd er tengd einstakling- num, skynjunum hans, tilfinningum og hlutverkaskyldum. En allir hafa möguleikann á að líta til baka, spyrja sig spurninga og velta vöngum. Vil ég vera svona manneskja, svona leikskólakennari, er ég ánægð með mig eins og ég er eða vil ég stefna að breytingum og þróun? Starfsímynd öðlast því enginn sjálf- krafa með menntun sinni eða í starfi ef unnið er hugsunarlaust og látið reka á reiðanum, beðið eftir að hver dagur líði. • Mikilvægt er að ræða í kennara- hópnum það sem hópurinn á sameigin- legt, um hvað hann er sammála og hvenær settum markmiðum er náð. Þetta verðum við að ræða til að hafa kjark til að ræða um það sem að- greinir og hvenær settum markmiðum er ekki náð. Við verðum að þora að taka upp ágreining, þora að viðurkenna hann og koma honum í orð hispurslaust. Ef við erum örugg með kunnáttu okkar og þekkjum okkar sterku hliðar, eigum við auðveldara með að viður- kenna styrkleika annarra án þess að fara sjálf í vörn. Við eigum líka auðveldara með að taka sjálf á móti hóli og viðurkenningu ef við erum meðvituð um sterku hliðarnar. Ef allir eiga að geta leyst sömu verkefni og verið jafnvígir á allt, ef enginn fær að sýna sérstöðu er hætta á að andrúmsloftið einkennist af sam- keppni þar sem allir tefla fram eigin mikilvægi á kostnað hinna. Hlutverkin verða ruglingsleg og hætta er á að það sem greinir okkur að verði aðalatriðið og við missum sjónar á því sem er sameiginlegt. Hver og einn fer að verja sig og sitt og vantreysta jafnvel því sem aðrir leggja til málanna. Vantraust verður ríkjandi og hver fer í sína átt. • Það getur oft verið erfitt að sjá mikil- vægi starfsins þegar okkur finnst við hafa lág laun og lélega stöðu og að vinna margra annarra hafi meira gildi í þjóðfélaginu. En þá er að byrja á réttum enda í stað þess að hengja haus og hugsa „ég hef svo léleg laun að ég nenni ekki að leggja meira en nauðsynlegt er á mig, það er ekki þess virði að eyða tíma og krafti í þetta starf sem ekki er meira virði”. Slíkur hugsunarháttur grefur undan þeim sem þannig hugsar og hópnum í heild. Svona má ekki leyfa sér að hugsa. Fagstétt þolir ekki svona hugsunarhátt. • Hvað er fagvitund? Er það eitthvað allt annað en starfsímynd? Nei, fagvitund- in fer eftir því hversu vel okkur tekst að styrkja starfsímynd okkar og þróa okkur í starfi. Og með auknum styrk og betri vitund aukum við möguleikana á fagmennsku sem styrkir stöðu hópsins sem sérfræðingahóps í þjóðfélaginu. Á námskeiði sem ég sótti í Noregi fyrir nokkrum árum hlustaði ég á prófessor við Háskólann í Osló tala um fagmennsku og gæði í skólastarfi. Hann lagði áherslu á að fagmennska væri ekki fyrirbæri sem kæmi og færi, heldur viðvarandi þekking og færni sem sífellt væri í þróun. Kennarar yrðu að gera það upp við sig hvort þeir vildu vera góðir fagmenn eða ekki, með öðrum orðum að velja á milli þess að vera „hobbýkennari“ eða að þróa fagmennsku sína. Öflug liðsheild – samstiga til framtíðar Kennarar verða að gera það upp við sig hvort þeir vildu vera góðir fagmenn eða ekki, með öðrum orðum að velja á milli þess að vera „hobbýkennari“ eða að þróa fagmennsku sína.

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.